Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1949, Blaðsíða 12
2G4 LEStíÓK MOUGUNtíLADSLNtí r JÁRNLANDIÐ mikla HINN viðáttumikli Labrodorskagi, nyrst og austast i Kanada, liei'ir oft í skopi verið nefndur „Landið, sem guð gaf Kain“. Er það vcgna þcss, að þar hefir þótt lítt bvggilcgt. En nu er verið að raðast þar í stór- kostlegar framkvæmdir og er búist við að fjölmcnnar iðnaðarborgir rísi þar upp innan skamms. MILLI St. Lawrence ósa og Hudsonfloá eru um 600 enskar míl- ur. Þar byrjar hinn mikli Labra- dorskagi ,sem nær norður í íshaf og er mjög breiður nyrst. Menn hafa fyrir löngu vitað, að þar er járn i jörðu, en ekkert hefir orðið úr því að þær námur væri unn- ar. Fyrir 75 árum hafðist leiðangur jarðfræðinga við um skeið á Labra- dorströnd og hjá Ungavaflóa sem er nyrst á skaganum. Skýrðu þeir svo frá, er heim kom, að þar væri „merkilegt járngrýti". Árið 1895 ferðaðist kanadiskur jarðfræðing- ur um þessar slóðir. Hann hjet A. P. Low, og hann skýrði svo frá að hann áætlaði lauslega að þar mundu vera hundruð miljónir smá- lesta af járngrýti. Fyrir 50 árum keypli ungur maður, W. E. Dudley að nafni, eínkarjetl á allskonar námuvinslu á Labradorskaga fyrir 7500 doll- Davis vinnur nú kappsamlega að því að framkvæma hugmynd sína. og eftir því sem „Picture Post“ segir, þá leggur hann aðalkapp á þetta þrent: 1. að vinna hugmyndinni um al- lieimsríki og löggjafarþing sem mest fylgi og sem víðast, 2. að koma upp skrásetningar- skrjistofum sein viðast, þar sem menn geti skráð sig seni heims- borgara og fengið skirteini; 3. að láta alla heimsborgara fá tækifæri til þess að starfa að stofn- un alheimsstjórnar. Það er álit margra manna að þessari hreyfingu muni mjög auk- ast fylgi víðsvegar* um heim, einkum meðal almenmngs, sem ekki vill stríð. ara. En hann gat ekki fengið neinn mann í lið við sig til þess að hag- nýta þetta einkaleyfi. Það var vegna þess að þá var járnvinsla í upgangi hjá Mesabi Range, skamt frá Efri-vötnunum, og enginn efna- maður þorði að hætta á að leggja fram fje til járnvinslu lengst norð- ur í landi, þar sem engar samgöng- ur voru, hvorki á sjó nje landi. Og svo tapaði Dudley einkarjetti sín- um. Leið nú og beið og heyrðist fátt talað um námalöndin norður þar. En svo kom seinna heimsstríðið. Meðal þeirra manna, sem teknir voru þá í flugher Kanada, var John Hone. Hann var ílugmaður og hafði oft flogið á einkaflugvjel sinni til gullnámanna norður af Ontario og í vesturhluta Quebec fylkis. Nú var honum fengið það starf ásamt nokkrum öðrum flug- mönnum, að ákveða staði fyrir margar veðurathugunastöðvar, sem reisa átti á ströndinni, frá St. Lawrence ósum norður að íshafi. Hann var þarna á flugi og ferð um tvö sumur og vann sjer frægð og frama. En hann hafði gert meira heldur en ákveða staði fyrir veð- urathugunarstöðvarnar. Hann hafði gert kort af hinu mikla námasvæði og margs konar athug- anir í sambandi við það. Hann skýrði stjórn Frobisher Ex- ploration Co í Toronto frá athug- unum sínum og l'jelagið gerði þeg- ar út flugleiðangur norður þang- að og voru þar með verkíræðing- ar og jarðfræðingar. Þessi leiðang- ur ferðaðist 10.000 mílur á hálfum þriðja mánuði og lenti víða til þess að athuga jarðlög og ná í sýnis- horn af járngrýti. Og þegar heim kom og þeir höfðu birt skýrslu um árangur ferðar sinnar, varð úppi fótur og fit hjá auðkýfingum og iðjuhöldum. Kvað nú nokkuð við annan tón, en þegar Dudley var að reyna að fá þá til að leggja fje í námagröft þar nyrðra fyr- ir 50 árum. En það var líka margt breytt frá því, sem áður var. Járnnámurn- ar í Mesabi voru á þrotum og nú hafði verið áformað að gera skipa- leið frá St. Lawrence fljóti til vatn anna miklu. Stálþörfin í Kanada hafði einnig aukist stórkostlega á þessum árum. Nú þarf það á 8 miljónum smálesta af stáli að halda á hverju ári, eða fjórum sinn- um meira en framleitt er í land- inu sjálfu. Jafnframt var stálþörf Bandaríkjanna komin upp í 100 miljónir smálesta á ári. Það var orðinn skortur á járngrýti, og í fyrsta sinn í sögunni beindust nú augu allra að hinum afskekta land- skika nyrst og auslast á megin- landinu. JÁRNNÁMUR eru ekki eins og gull námur, að menn geti orðið ríkir á þeim á augabragði. Þess vegna streymdi ekki múgur manns norð- ur í námuhjeruðin, eins og til Klon dyke lijerna á árunum. En í kyrð var hafinn undirbúningur að stor- kostlegum framkvæmdum, cg mórg námafjelóg hafa lagt fram

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.