Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1949, Blaðsíða 2
270 LESBÖK MORG UNBLAÐSINS Að sjálfsögðu hefur birkifræ get- að borist hingað til lands með far- fuglum. Og auðvitað eru það fugl- arnir, sem hafa komið hingað með reynifræin. En jeg ætla ekki að orðlengja um hann, þótt hann sje fullgildur borgari í hinu ís- lenska gróðurríki og auðvelt sje að fá hann til að dafna hjer á hverju bygðu bóli. Hann verður aldrei nytjatrje. Hann myndar hvergi skóga, hvorki hjer á landi nje ann- ars staðar. Það getur verið prýði að honum. En í görðum, einkum hjer sunnan lands ,er honum hætt við sjúkdómum, svo að hann getur brugðist vonum manna um þroska hvenær sem er á ævinni. Er hann oft meira og minna afskræmdur í vexti vegna sveppa og annarra van- þrifa. En hann hefur verið ræktað- ur hjer vegna þess hve auðvelt hefur verið að afla berjanna til sáningar og uppeldis. Saga hans verður ekki merkileg hjer í fram- tíðinni. Til þess að fá hingað fræ, sem henta íslenskum staðháttum, hefði þurft að berast hingað fræ af skóg- viðum úr norðan\ erðri Skandin- avíu, einkum furu og greni. Þau fræ berast ekki með fuglum og þaðan af síður með vindi. Og þó könglar slíkra viða bærust að ströndum hjer með hafstraumum þá er ekki þar með sagt að þau geti komist úr fjöruborðinu í hent- ugan jarðveg. Telja má þó, að blæ- ösp hafi borist hingað af náttúr- unnar völdum. Sagan um blæöspina. Fyrir rúmlega 40 árum fanst ein- stæð aspargræða norður í Fnjóska- dal, svo fjarri bæum og alfara- leið, að líkur voru hverfandi fyr- ir því, að hún væri þangað komin af mannavöldum. En forn örnefni, svo sem Espihóll í Eyafirði, eru einu bendingarnar um það, að ösp- in sje gamall borgari í gróðurríki landsins. Meðan Fnjóskadals öspin var þó ein til frásagnar um það, að hún gæti komist eftir leiðum náttúrunnar frá meginlandi Ev- rópu hingað til lands, var auðvitað hægt að rengja hana og láta sjer detta í hug, að hún væri af manna völdum komin í þennan skógarsæl- asta dal Norðurlands. En á síðast liðnu sumri kom annað vitni í leitirnar — aspar- græða hátt í Geststaðahlíð í Fá- skrúðsfirði, þar sem hún hefur vax- ið um áratugi, svo vitað er. Þangað getur öspin alls ekki verið komin öðru vísi en eftir boðleiðum nátt- úrunnar, á vegum náttúruaflanna. Mannshöndin þarf að koma til hjálpar. Telja má, svo sem kunnugt er, allmargar plöntutegundir, sem dafna vel hjer á landi, en eru svo nýlega til landsins komnar, að þær eru að færast frá landtökustaðn- um austan lands vestur yfir land- ið. Með þetta í huga getum vjer þá sjeð landnám gróðursins í nýju ljósi, og slegið því föstu, að vegna fjarlægðar íslands frá meginland- inu muni enn ókominn hingað, fvr- ir tilstilli náttúrunnar, mikill fjöldi tegunda, sem vel geta þrifist hjer Meðal þeirra eru barrtrje, sem bæði vestan hafs og austan vaxa í svipuðu loftslagi og er hjer á landi, og mynda þar stórfelda nytja- skóga. Þegar er fengin vissa fyrir því, að skilyrði eru til þess, að hjer á landi geti dafnað barrviðir til timb urframleiðslu. Skógrækt byrjar imi aldamótin. Það var um aldamótin að skóg- rækt hófst hjer fyrir tilstilli yfir- valdanna. Á þeim árum gerðu menn sjer ekki jafn glöggva grein fyrir því eins og nú, hve nauðsyn- legt er að velja trjátegundir til gróðursetningar þaðan, sem líkust eru náttúruskilyrði því, sem hjer er. Að vísu eru trjátegundir sem aðrar plöntur, mismunandi stað- bundnar við lík eða sömu vaxtar- skilyrði. Sumar tegundirnar geta unað við meiri mismun á lífskjöf- um en aðrar. Þegar er trjáræktartilraunir hóf- ust, var farið að svipast eftir nýum tegundum til gróðursetningar hjer á landi, því það var ljóst hverj- um manni, sem við þessi mál fekst að við værum illa settir, ef hjer yrðu ekki aðrar tegundir en þær innlendu, birkið, reynirinn og gul- víðirinn. í elstu trjáreitana voru gróðursettar erlendar tegundir, bæði í Þingvallareitinn, í reitinn að Grund í Eyjafirði, í Hallorms- staðaskóg og víðar, að ógleymdri stöðinni við Rauðavatn. Svo kom Ræktunarfjelag Norðurlands á Ak- ureyri til sögunnar fyrstu ár ald- arinnar. Þar voru ýmsar tegundir reyndar. Ýms mistök. En talsverð mistök urðu á þessu, aðallega vegna þess, að fræ voru valin af plöntum, sem vanist höfðu ólíkum lífsskilyrðum og þeim, er trjáplöntur eiga við að búa hjer á landi. Svo kom og annað til greina. Almenningur gerði sjer alls ekki grein fyrir því hvers var að vænta af sumum þeim tegundum, sem hjer voru reyndar. Nefni jeg þá fyrst í því sambandi hina ömurlegu reynslu af stöðinni við Rauðavatn | við fjölfarnasta veg landsins. Þar hafa nú staðið fjallafurur í hálfa öld, oft hálfvisnar af vornæðingi, og eftir allan þennan tíma eru flestar þeirra aðeins hnje og mitt- isháar. Bráðlátir áhugamenn, sem stóðu fyrir þessari gróðursetningu, hafa vissulega gert sjer vonir um glæsilegri árangur. Vonum margra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.