Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1949, Blaðsíða 6
274 LESBÓK MORGUNBL AÐSINS En fátt getur kent okkur greini- legar en reynslan af rauðgreninu í Norður-Noregi, að það er ekki loftslaginu hjer á landi að kenna, að hjer hafa ekki vaxið barrskóg- ar. Rauðgrenið var fyrst flutt til Tromsfvikis fyrir nokkrum ára- tugum. Áður en skógræktin þar kom til sögunnar, náði rauðgrenið ekki lengra norður en að Salt fjalli. Er það mikill fjallgarður sem nær í sjó fram. Fyrir sunnan fjallgarðinn dafnaði rauðgrenið í frumskógum. En náttúran gat ekki komið því norður yfir fjallið, sem er um heimskautsbaug. En nú hef- ur reynslan sýnt, að nú vex rauð- greni prýfiilega álíka langt fyrir norðan heimskautsbaug og Dyr- hólar eru langt fyrir sunnan Rifs- tanga, og fyrir opnu íshafinu mót norðri. Reidar Bathen. Hingað kom i fyrra Reidar Bat- hen skógræktarstjóri Tromsfylkis. Hann hefur unnið að skógrækt við sömu veðurskilyrði og eru hjer á landi, að heita má. Það fyrsta, sem liann rak augun í hjer og öfundaði okkur af, var víðátta gróðurlendis,' hin miklu grónu landflæmi, sem að vísu vantar skóginn, en bera með sjer, að hjer geta vaxið víð- feðma skógar. Hann sagði okkur að aldrei skyldum við telja fullreynt hvort skógartrje gæti vaxið hjer, fyr en við hefðum reynt tegund- irnar í eigi minni samfeldri skóg- argræðu en fimm hektörum. Slíkur þarf skógarteigur að vera til þess að trjen njóti eðlilegs og æskilegs skjóls. Merkílegur þótti mjer dótnur þéssa reynda skógræktarmanns, þégar hánn sá ófrjóva móa og heið- arlðnd, sem eru svo gróðurefna snauð, að beitarnot þeirra eru hverf andi: iítil eða engin. „Þetta-eT tilvalið furuland,“ sagði hann. Hann kvað reynslu sína vera þá, að skógarfururnar kæmu best til og kynnu best við sig í jarðvegi, sem er svo næringarefnasnauður, að grasið verður ekki ungplöntun- um til trafala. Hann kvaðst vera kominn að þeirri niðurstöðu, að vandlega ihug uðu máli, að hægast sje að koma upp furuskógi með því að sá til hans, rispa jarðveginn með herfi, dreifa fræinu og þrýsta því með einhverjum ráðum niður í jarðveg- inn. Friða svo landið, og þá kæmi skógurinn. Með öðrum orðum, hann helt því frarn, að hjer væri hægt að koma upp víðlendum furu- skógum á löndum, sem nú eru al- veg gagnlaus, sem illmögulegt er að nota til túnræktar vegna þess hve ófrjóvir þau eru orðin Það þarf eitt kíló af fræi í hektar- ann, og það kostar eitt hundrað krónur í Noregi. I Eiðaliólma. Af öllu því, sem Bathen sá hjer á landi er að skógrækt lýtur, taldi hann trjen í Eiðahólma einna merkilegust. ' „Hólmi þessi hefur ekki verið beittur, svo að á honum hefur vax- ið tveggja metra hátt birkikjarr Fyrir rúmlega 30 árum voru gróð- ursett þar nokkur grenitrje, fjalla- furur, skógarfurur og hvítgreni Hólminn er opinn fyrir öllum átt- um og jarðvegur er þar Ijelegur En þrátt fyrir það standa þessi barrtrje þar nú í miklum blóma og eru um þriggja melra há.“ Þetta sagði Bathen. Þórarinn Þórarinsson skólastjóri a Eiðum er áhugasamur um skóg- rækt. Honum er það alveg ljóst hvernig trjen í hólmanum og lerki- runninn í hinu fyrverandi haglendi er óhrekjanleg sönnun þess, að alt þetta friðland getur orðið mikils verð eign fyrir skólann, hjeraðið og þjóðina, sem barrskó^ur. Nem- Úr Eiðahólma. endur Eiðaskóla eiga þar mikið og fagurt verkefni fyrir höndum. Og þó eru náttúruskilyrði á Eiðum ekki frábrugðin því, sem er á öðrum stöðum á landinu. Móarnir og hálsadrögin þar eru ekki frjóv- samari og síst skjólsamari en ger- ist og gengur í öðrum sveitum. Við verðum að bæta landið. Við höfum fulla ástæðu til þess að gera ráð fyrir því að fólki fjölgi býsna ört í landinu. Miðað við fólksfjölgunin síðastliðin ár, er hóflega áætlað að hjer verði 200 þúsundir manna um næstu alda- mót. Dettur nokkrum í hug að við eigum að setja þennan mannfjölda svo að segja allan á fiskveiðar? Og eftir 150 ár verður hjer um hálf inilljón manna ef sama fólksfjölg- un lieldur áfram. Hvernig ætti sá ljöldi að lifa á jafn einhælum atvinnuvegum og nú er? Við verðum að bæta landið. Við getum ekki leyft okkur að gleyma skógræktinni í búskap náttúrunn- ar og búskap þjóðarinnar. Skóg- ræktin er einstök i siimi röð. Gras-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.