Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 3
að segja, því alveg sje óvíst hve langan tíma þurfi til mælinganna. Hvernig þetta hefur farið, er ekki gott að segja, nema víst er það, að honum voru veittir 142 rdl. til áhaldakaupa og ferðakostnaðar. Og ekki mun hann hafa fengið neina aðstoðarmenn. En út var gefin fyrirskipun um það að allir skyldu lionum lijálplegir, bændur og emb- ættismenn, leggja honum til hesta og flutning og fylgdarmenn án end urgjalds, þó þaimig að þetta kæmi sem jafnast uiður. Er sú kvöð af- sökuð með því, að mælingarnar sje einnig í þágu íslendinga, og því rjett að þeir leggi eitthvað fram Svo gefur Raben út ei'indisbrjef fyrir Magnús, og er það ekki smá- ræði, sem honum er ætlað að gera. Hann á að mæla strendur allar, firði, víkur, liafnir, innsiglingar, blindsker og eyar, og sjerstaklega að mæla þá staði, þar sem gott cr skipalægi. Ennfremur alt jarðagóss, umboðsjarðir, klaustra og kirkju- jarðir, þingstaði og sjálfseignar- jarðir. Þá á hann að sýna á upp- drætti sínum skóga alla, veiðivötn, brennisteinshveri og laugar, eld- fjöll og hraun og sýna allar reka- fjörur á landinu. Það virðist helst svo sem Magn- úsi hafi verið nauðugur einn kost- ur að taka þetta starf að sjer, þótt sýnilega væri það einum manni oí- vaxið. — Ilami fór til íslands og dvaldist þar í 7 ár við landmæling- ar — mældi á sumrin og teiknaði á veturna. Var hann íyrsti maður- inn, sein starfaði hjer að landmæl- ingum og kortagerð. Starfið var af- ar erfitt, og svo mun laann auk þess hafa skort fullkomin mælingatæki. Þó mældi hann á þessum 7 árum nokkurn hluta Árnessýslu, Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu, Hnappadals sýslu, Snæíellsnessýslu, Dalasýslu og Barðastrandasýslu. Hann lagði niildð kapp á það að liafa sem flest LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 279 staðanöfn og örnefni á kortum sín- um og má geta þess til dæmis að þar eru taldar með nöfnum 180 eyar á Breiðafirði, sem teljast til Dalasýslu og Snæfellsnessýslu. — Kortin sendi hann jafnharðan til Rabens, en hann sendi þau aftur í hermálaráðuneytið og þar voru þau geymd sem hernaðarleyndarmál lyrst um siiin. Þorvaldur Thoroddsen segir að uppdrættir Magnúsar sje fremur vel gerðir og „skari fram úr öllu því sem áður hafði verið gert af slíku tæi“. En Magnúsi tókst ekki að fullgera það verk, er hann hafði byrjað, því að hann dó fyrir örlög fram. Ilinn 19. janúar 1728 var hann ásamt fylgdarmanni sínum stadd- ur í Hrappsey á Breiðafirði hjá Benedikt bónda Jónssyni. — Var Magnús á leið heim til foreldra sinna, en liaíði biðið flutnings yfir Breiðaíjörð í nokkra daga vegna þess að ófært var sökum ísalaga. En nú vildi hann eigi bíða lengur og varð það að ráði að Benedikt og húskarlar hans tveir skyldu freista að koma honum til lands í Dagverðarnesi. Var nú lagt á stað og hafður með ailríflegur ferða- peli. Þeir komust upp undir Arn- ey, en urðu þar frá að hverfa vegna íss. Nú er þeir koma út í Hrapps- ey aftur lentu þeir við ísskör ail- fjarri bænum. Benedikt var þá svo drukkinn að hann var ósjálfbjaiga og gengu vinnumenn hans undir homun heim. Magnús varð eftir og var nokkuð ölvaður. En er vinnu- menn komu aflur, var Magnús druknaður þar við skörina, hafði annaðhvort hratað fram af henni, eða fallið út úr bátnum. Heitir þar enn Kapteinsvík, þar sem hann fórst. Lík hans náðist og var seinna ílutt að Skarði á Skarðsströnd, og ljet Bjarni Pjetursson hinn ríki, er þar bjó. gera útför hans sæmilega. En engiim uiinnisvarði var settur á leiði hans, og mun það nú gleymt.* ★ Ekki leist dönsku stjórninni það ráðlegt að láta landmælingarnar falla niður, og tveimur árum seirína er sendur hingað norskur maður, • ’ j ’ • 4" \ J ( t * j, * Thomas Iians Henrich Knoþf, til þess að taka þar við er Magnús slepti. Og nú var kostnaður ekki skorinn svo við nögl og gert hafði verið áður, því að Knopf fekk að liafa með sjer tvo mælingamenn og aðstoðarmenn. Auk þess kom hann hingað með fjölskyldu sína, svo að í leiðangrinum var 10 manns. Skömmu eftir að hann var hing- að kominn skrifaði hann stjórninni og sagði að ómögulegt væri gö búa í íslenskum bæjum og' yrði hanri því að íá hús handa sjer, þar sem hann gæti unnið að teikningum sínum. Veitti stjórnin honum það, og var nú bygt handa honum tiinb urhús í túnfætinum á Nesi við Sel- tjörn. Hús þetta fekk nafnið Knops- borg, en var seinna afbakað í Knúts borg. Knopf var dugnaðarmaður og á þremur árum mældi hann alt það, sem Magnús átti eftir, og mældi auk þess nokkuð upp aftur. Fyrsta árið mældi hann Árness og Rung- árvallasýslur, annað árið Eyjafjarð arsýslu, Þingeyjarsýslu, Múlasýsl- ur og Austur-Skaftafellssýslu; þriðja árið Skagaíjarðarsýslu, Húnavatnssýslu, Strandasýslu, ísa- fjarðarsýslu og Vestur-Skaflafells- sýslu. Árið 1734 fór Knopf til Noregs og gerði stóran uppdrátt af íslandi. teiknaðan á bókfell og fagurlega skreyttan. Þessi uppdráttur, sem var gerður eftir mælingum haris og Magnúsar Arasonar, hafði mjög mikla þýðingu, enda langbesta kort * Þorleifur bróðir lians, sem var prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, druknaði árið áður í Markarfljóti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.