Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 4
280 LESBOK MORGUNBL \ÐSINS íslandskort Reinecke 1800. ið þangað til strandmælingar byrj- uðu og Björn Gunnlaugsson fór að mæla hálendið. ★ Marga fleiri íslendinga má nefna sem lögðu sinn skerf til að gera uppdrætti af landinu. Má þar víst fremstan telja sjera Hjalta Þor- steinsson í Vatnsfirði. Hann gerði uppdrætti af Vestf jörðum og Eva- fjarðarsýslu og lauk Árni Magnús- son miklu lofsorði á þá. Horrebow fekk uppdrætti Hjalta af ísafiarð- arsýslu, en uppdráttur hans af Eya- firði er nú glataður. Þá má nefna Sæmund Magnús- son Holm. Hann gerði nokkra upp- drætti. en ekki þóttu þeir áreiðan- legir. Horrebow var sendur til Ts- laftds 1749 og átti að undirbúa mælingar landsins með stjörnuat- hugunum. Þóttu mælingar hans eigi fullnægiandi og var þá feng- inn Eyólfur Johnsoníus (sonur Jóns lögriettumanns Vigfússonar á HáafeHi í Hvítársíðu) til þess að halda mælingunum áfram. En Ev- ólfur dó fimm árum síðar á besta aldri. Þá tók við af honum Ras- mus Lievog og helt athugunum þessum áfram til 1805. Var þá reist sjerstök stjörnuathugunarstöð á Hólavelli í Revkjavík. Þá má ekki gleyma að minnast á Svein lækni Pálsson og landmæl- ingar hans. Hann mældi Vatna- jökul, Hofsjökul, Eyafjallajökul og Langjökul og mörg hæstu fjöll á Suðurlandi. — Einnig gerði hann mjög nákvæmar strandmælingar þar. Hann lýsti og jöklunum og hvernig þeir mynduðust og eins eldgosum og bar það alt af þeim hugmyndum, sem menn höfðu gert sjer um slíkt áður. % ★ Eins og fyrr er sagt helt danska stjórnin landmælingum Magn- úsar Arasonar og Knopfs sem hern- aðarleyndarmáli og fengu menn ekkert um þær að vita þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir frá ýmsum löndum. Það var ekki fyr en 1752 að aðalkortið var gefið laust og var prentað með bók N. Horre- bows „Tilforladelige Efterretninger om Island“. (Mjög svipað kort kom með Ferðabók Eggerts og Bjarna 1772 — og fylgir það íslensku út- gáfunni 1943). ★ Nú víkur sögunni annað. Á árunum 1771—72 gerði franska stjórnin út herskip undir forystu Verdun de la Crenne skipherra til þess að rannsaka höf og strendur víðs vega. Voru á skipinu ýmsir vísindamenn, þar á meðal Charles de Borda stærðfræðingur og Alex- andre Pingré stjörnufræðingur. — Þeir áttu að reyna ýms verkfæri til sjómælinga, sjerstaklega sigur- verk, er menn voru þá farnir að nota til lengdarákvarðana á sjó Leiðangur þessi kom til íslands og mældu þeir landið óg hnattstöðu þess. Síðan var gefið út rit um þennan leiðangur 1778, og fylgdi þar kort af íslandi, er þeir höfðu gert. í ritinu er farið mjög háðu- legum orðum um þau kort er Danir höfðu gert af landinu (eftir upp- dráttum Magnúsar og Knopfs). En þetta kort þeirra Frakkanna tók þeim ekki fram. Þótt ýmislegt megi finna að korti Knopfs, þá var þetta kort enn vitlausara. Samkvæmt mælingum þeirra var lengdarmun- ur milli ystu annesja austur og vestur ekki nema 8" 39', en er 11° 3'. Breiddarmunur milli svðsta og nyrsta staðar varð eftir korti þeirra aftur á móti meiri en hann er. Afleiðingin varð sú, að í hönd- um þeirra fekk ísland alt annað útlit en það hefur, varð kubbslegt og eins og kryplingur, borið saman við nýustu kort. Var þó þetta kort Frakkanna víða tekið gilt og mikið notað fyrst í stað. En árið 1800 gaf þýski kortateiknarinn J. C. M Reineche út nýtt kort af íslandi (Neueste berichtichte Charte von Island). Var það aðallega gert eftfr korti Knopfs. En ofan í það teikn- aði hann svo kort Frakkanna. — Verður mismunurinn eigi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.