Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUTfBLAÐSINS 283 næst fer hann í herleiðangur gegn Untamo og fellir hann og allt hans fólk. En þegar hann kemur heim aftur, kemst hann að raun um, að öll skyldmenni hans eru dáin og landið í auðn. Hann reikar því ut í skógana á ný, lætur fallast þar á sverð sitt og deyr. 37.—49. söngvar. Ilmarinen smíð- ar sjer nýja konu úr gulli og silfri. en getur ekki blásið lífsanda í nas- ir henni. Hann rænir því annarri dóttur Louhis, en hún hrellir hann svo mjög, að hann lætur hana hafa hamskipti og breytir henni í máv. Því næst leggja Ilmarinen, Váiná- möinen og Lemminkainen af stað í nýjan leiðangur til Pohjola, til að ná í verndargripinn Sampo. Á leiðinni býr Váinámöinen til hörpu úr dálki úr geddu og syngur Louhi og fólk hennar í svefn og ,nær verndargripnum. En hún veitir ræningjunum eftirför. og fyrst hrekkur langspilið fyrir borð og síðan dettur verndargripurinn. brotnar í spón, og brotin hrökkva útbyrðis. Louhi hefur því lítið upp úr krafstrinum, en Váinámöinen flytur heim gull og gersemar, og hann smíðar nýtt langspil úr birki. Louhi lætur nú hverja pláguna á fætur annarri ganga yfir Kalevala- þjóðina. Fyrst sendir hún illkynj- aða drepsótt, því næst ólman björn, og að lokum stelur hún sól- inni og tunglinu og felur hvort tveggja í fjallinu við Pohjola. Váinámöinen vinnur bug á drep- sóttinni, fellir björninn og kveikir bál af neista, sem guðinn Ukko sendir af himnum. Því næst smíð- ar Ilmarinen fjötra, til að leggja Louhi í, og ógnar henni, þangað til hún skilar aftur sólinni og tunglinu og kemur þeim á sinn rjetta stað. 50. söngur. Jómfrúin Marjatta gleypir trönuber, verður barnshaf- andi og elur son, sem er gerður að konungi yfir Kirjálum. Váiná- möinen verður reiður, stígur á skip og fer úr landi. En langspilið og strengleikakvæði sín skilur hann eftir, þjóðinni til gleði og yndis- auka. ★ T’il gamans skulu birtar hjer fá- einar ljóðlínur úr Kalevalaljóð- unum á hinni kliðmjúku tungu þúsund vatna landsins, aðeins til að lofa fólki að sjá, hvernig þessi tunga lítur út á pappírnum, ef ein- hver skyldi ekki hafa vitað það áð- ur. Það ætti ekki að verða neinum til trafala, þó að þessi vísuorð sjeu á fornfinnsku. Mieleni minum tekevi, Aivoni ajattelevi Láhteáni laulamahan, Saa’ani sanelemahan, Veli kulta, veikkoseni, Kaunis kasvinkumppalini. Láhe nyt kanssa laulamahan, Saa kera sanelemahan, Ytehen yhyttyámme, Kahta’alta káytyámme, Lyökámme kási kátehen Sormet sormien lomahan, Lauloaksemme hyviá, Parahia pannaksemme, Kuulla noien kultaisien, Tietá mieli-tehtoisien, Nuorisossa nousevassa, Kansassa kasuavassa, Noita saamia sanoja, Virsiá virittámiá Vyöltá vanhan Wáinámöissén, Alta ahjon Ilmarisen, páástá kalvan Kaukomielen, Joukahainen jousen tiestá, pohjan peltojen periltá, Kalevalan kankahilta. Svo mörg eru þau orð. Ef það skyldi nú samt hafa vafist fyrir einhverjum að komast til botns í þessari þulu, þá lítur hún út eitt- hvað á þessa leið, þegar hún er komin yfir á „ástkæra, ylhýra málið“, í mjög lauslegri þýðingu og auðvitað eftir krókaleiðum ei- lítið skiljanlegri tungna: Ljóðaþrá til kvæða knýr mig Kviknar löngun mjer í brjósti orðs að leita, söng að syngja, sögu herma írf þularstóli Fjelagi og málvin mæti, mildi bróðir! Fátítt er að fundum okkar beri saman, og við hefjum hrókaræður hjer á þessum eyðislóðum, nöpru slóðum norðurhjarans. Tengjumst hlýju handabandi, höfum fingur saman krækta, hefjum svo upp reginraddir rímur dýrar skulum kveða til gamans hinu jgöfgá fólki, gleði öllum ljóðavinum, ýturglæstum æskumönnum, öllum þeim, sem hlýða vilja, — kyrjum ljóðin kyiigi mÖgnuð, kvæði um Wáinámöinens belti afl og steðja Ilmarinens, óð um sverðsodd Kaukomielis, Joukahainens yddu örvar, útskagana Pohjalanda, krappan lyngmó Kalevala. ! -ííóú-íT girn:' Kalevalaljóðin eru sjerstök í sinni röð. Kvæði í svípuðum stíl á engin þjóð í víðri veröld önnur en Finnar. Margir kaflar í þeim eru í senn einkennilegur, frumlegur. stórbrotinn og fagur skáldskapur. i/ V V i/ Ströng fyrirmæli. Árið 1840 gaf bæjarfógetinn í Reykja vík út þessa auglýsingu: „Þar eð sú óregla hefir viðgengist, að sumir tómt húsmenn leyfislaust hafa tekið inn húsfólk, já, jafnvel stundum það fólk, sem hefir verið eins og nokkurs kon- ar afhrak, útskúfað frá öðrum lög- sagnarumdæmum sökum leti og ann- ara klækja, þá aðvarast allir hlutað- eigendur um að gæta þeirrar skyldu sinnar að láta engan mann passalaus- an, eða án pólitisins vitundar og sam- þykkis, dvelja í húsum sínum einni nóttu lengur, undir þær lagásektir, sem við eiga“. . . _

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.