Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUTfBLAÐSINS 291 er Þorkell hjet. Var hann góður vinur þeirra Þórunnar og Gísla og tíður gestur á heimili þeirra. En honum fylgdi einn Mórinn, og sagði amma að það hefði aldrei brugðist að þegar Erlingur hefði sagt sjer að setja upp ketlinn, því að nú kæmi sjera Þorkell, þá kom hann. Móti var alltaf kominn þangað um sama leyti og prestur fór að heiman. Erlingur svaf ekki í baðstofu með hinu fólkinu, heldur einn í fram- hýsi. Voru þar löng göng á milli. Eina nótt vaknaði Erlingur við það að Móri situr klofvega á gang- þakinu, ber þar fótastokk og reri svo ákaflega að hnakkinn skall í annari þekjunni, en krúnan í hinni. Sá Erlingur hann svo glögt eins og ekkert þak væri milli þeirra Þegar Móri sá, að Erlingi brá ekki neitt við að horfa á þessi læti, óð hann með hendina ofan í sig, drc upp úr sjer lungun og hristi þau framan í Erling, en honum brá þó ekki meira en svo, að hann sneri sjer til veggjar. En slíkar „kunst- ir“ sem þessar ljek Móri hvorki fyr nje síðar fyrir hann. Einu sinni um vetur var Erling- ur sendur með brjef af Miðnesi að Kirkjuvogi í Höfnum. Dimt var orðið er hann lagði á stað, en tunglskin. Þegar hann er kominn inn fyrir svo nefndan Draugavog, sjer hann hvar stór hundur kemur ofan úr heiði og stefnir í veg fyrir hann. Erlingur helt áfram för sinni og tölti seppi alltaf við hliðina á honum og fanst Erlingi sem hann vildi bægja sjer að sjónum. Það þótti Erlingi kynlegt, að honum sýndist hálfur hundurinn vera skuggi, en hinn helmingurinn eðli- legur. Þannig gekk leikurinn, en Erlingur forðaðist að færast nær sjónum. Þegar þeir komu inn að Hunangshellu hvarf hundurinn. — Erlingur helt áfram að Kirkjubóli og skilaði af sjer brjefinu. Honum var boðið að vera, en hann vildi AMERÍSKAR KÍMNISÖGUR Sam Davis var blaðamaður við „Appeal“ og „Examiner“ í San Fransisco. Þegar hin fræga franska leikkona Sarah Bernhardt ferðaðist þvert yfir Ameríku, var hann send- ur á móti henni til Reno og sagt að fylgjast með henni á ferðalag- inu um vesturströndina. Davis var háttprúður maður og Sarah líkaði svo vel við hann, að hún mátti varla af honum sjá. Hún vildi ekki tala við neinn blaða- mann nema hann. En svo kom skilnaðarstundin. Járnbrautarlestin, sem átti að flytja leikkonuna austur yfir álfuna, var ferðbúin. Leikkonan faðmaði Dav- is að sjer, kysti hann á báðar kinn- ar og síðan beint á munninn. „Kossinn á hægri kinn er handa Appeal, kossinn á vinstri kinn handa Examiner, en kossinn á munninn handa yður sjálfum, vin- ur minn“, sagði hún. Davis brá hvergi og hann svar- aði með mestu stillingu. „Jeg er líka frjettaritari „As- sociated Press“, sem sjer 380 blöð- um fyrir frjettum". -----o---- Svertingi nokkur, sem Levi hjet og átti heima skamt frá Richmond Virginia, fórst af slysi. Hann var það ekki kvaðst þurfa að hitta hvutta sinn aftur.Vissi enginn hvað hann átti við, en þetta alt sagði hann móður sinni seinna og ljet þá svo um mælt, að þetta væri hið hvimleiðasta, sem fyrir sig hefði komið, vegna þess hvað hundur- inn hefði verið ógeðslegur. En ekki sá hann seppa á heimleiðinni. — Þessa sögðu hefur Oddur skráð, en hjer mun hún rjettari, því að hún er eins og amma sagði mjer hana. Stefán Filippusson. að plægja akur, en þá gerði svo mikla úrhellis rigningu og brumu- veður að hann varð að leita sjer skjóls undir trje. Rjett á eftir laust eldingu niður í trjeð með þeim af- leiðingum að Levi fór í tætlur. — Ættingjar hans söfnuðu saman því, sem fanst af honum og ákváðu að jarða það með mikilli viðhöfn. Var nú fenginn Svertingjaprestur, sem var frægur fyrir mælsku sína. til þess að jarðsyngja Levi. Hon- um var sagt frá því hvernig dauða Levi hafði að borið og hann lauk því ræðu sinni með þessum orð- um: „Kallið kom snögt og óvænt til þessa vinar vors. Hann þurfti ekki að liggja og þjást mánuðum sam- an á sjúkrabeði. Hann þurfti ekki að tærast upp. Nei, vinir mínir, guð studdi aðeins á rafmagnshnapp í skýunum, og það var úti um Levi“. ----o---- Maður nokkur var að segja frá því að hann hefði verið að spila poker við ókunnuga menn: —í fyrsta skifti sem gefið var fekk jeg þrjár níur. Jeg bauð og atinar bauð á móti. Svo fanst hon- um nóg komið. Jeg hefi þrjár ní- ur, sagði jeg og lagði spilin á borð- ið. — En jeg hefi fimm í röð, sagði hinn og sópaði til sín peningunum. — Nei, bíddu við, sagði jeg þú hefir ekki sýnt mjer spilin þín. — Það er ekki venja hjer, sagði húsráðandi, við spilum af dreng- skap og við trúum hver öðrum án þess að spilin sjeu sýnd. — Hættirðu þá ekki að spila við þá? spurði einhver. — Hætti? Nei, jeg held nú ekki. — Og tapaðirðu þá ekki miklu? — Nei, jeg tapaði aðeins í þessu eina spili.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.