Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1949, Blaðsíða 1
22. tölublað. JHOTgunMatoiiw Sunnudagur 19. júní 1949. XXIV. árgangui. ENSKA VERSLUNIN OG FYRSTI KONSÚLL BRETA UPP úr aldamótunum 1800 var mjög slæmt árferði og bágindi mikil á íslandi, bæði til sjávar og sveita. Hafís rak að landinu á hverjum vetri, sumur voru köld og votviðrasöm en fiskafli lítill. Var svo þröngt í búi hjer á Suð- urnesjum að lá við mannfelli. í brjefi, sem Geir biskup Vídalín ritaði í apríl 1807, segir hann svo: „Þótt enn hafi engir dáið úr hor hjer á Seltjarnarnesi, þá geng- ur fjöldi fólks hjer um hvítt, bleikt og holdlaust eins og vofur“. Þetta átti þó el’tir að breytast enn til hins verra, því að á þessu ári hófst ófriöur með Dönum og Englendingum, og teptust bá sigl- ingar til landsins. En þar var mestur munur á kjör- um alþýðunnar og klíku hinna dönsku kaupmanna í Reykjavík. Lýsir Espholin svo bæjarbrag þar meðal kaupmanna og þjónustu- fólks þeirra: „Þar var engin fyrir- hyggja höfð um annað en fjedrátt og skart. Voru allir bæjarmenn kramarar og þernur þeirra og þjón- ar hugsuðu ei um annað en skart og móða. Konur höfðu gullhringa marga hver, og kept var um hvað eina sem til yfirlætis horfði, sam- kvæmi jafnan og dans og drykkj- ur; og eftir þessu vandist alþýðan, er þar var um kring, og jókst þar mikið iðnarleysi, en alt það er horfði til harðgjörvi, eða riettrar karlmensku og hugrekki, var bar sem fjarlægast. Og með því áð slíkt þótti horfa til siðaspillis ung- um mönnum, þá hafði skólinn ver- ið fluttur til Bessastaða“. SUMARIÐ 1807 sigldu þeir báð- ir Magnús Stephensen og Trampe greifi og vissi þá hvorugur um ófriðinn. Skip þeirra voru tekin í hafi og var Magnús fluttur lil Eng- lands. Varð það íslendingum til láns, því að hann fekk þvt þar framgengt, með aðstoð Sir Joseph Banks, að 10 eða 12 íslandsförum var ieyft að sigla til íslands. Sum- arið eftir kom hingað enski sjó- víkingurinn John Gilpin og rændi hjer konungsfjehirslu og öðru, en enginn þorði að veita honum við- nám. Var skip hans vopnað 23 eða 26 fallbyssum og alvopnaðir gengu þeir hvar sem þeir fóru og skirð- ust ekki við að ógna mönnum með pístólum og brugðnum sverðum. Vegna siglingateppu varð hjer vöruskortur og hækkuðu vörur mikið í verði, en peningaseðlar fellu um helming. Einn af kaup- mönnum í Reykjavík, Adser Knudsen (bróðir L. M. Knudsen) hætti þá að versla og íluttist af landi burt. Þótti honum ekki álit- legt að halda áfram kaupmensku á meðan þannig áraði. SKÖMMU eftir nýjár 1809 kom hingað breskur kaupmaður, Savig- nac að nafni, á skipi sem „Clar- ence“ hjet. Var honum til aðstoð- ar ungur danskur maður, sem Jörgen Jörgensen hjet og átti að vcra túlkur. Krölðust þcir þess að fá að versla við landsmenn, en yf- irvöldin harðneituðu. Þá hótuðu þeir Savighac og Jörgénsen öllu illu, s\ o að ráðlegast þótti að leyfa þeifh að versla. Sótti þa margur til þeirra, því að vörur þeinw voru með skaplegra verði heldur en hjá dönsku kaupmönnunum. Savignac flutti varning sinn á land, en sendi Jörgensen utan með skipið til að sækja meiri vörur. NÚ er að segja frá Trampe greifa. Hann hafði komist til Noregs og þaðan til Kaupmannahafnar. Þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.