Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 1
hé*h 23. tölublað jrcgtutlrlatosit Sunnudagur 26. júní 1949 XXIV. árgangui. Poul Uttenreitter NORRÆNA LISTSÝNINGIN Eftirfarandi grein hefur höf. Poul Uttenreitter ritað fyrir Lesbók. Kaupmannahöfn í júní 1949. HIN stóra norræna listsýning, með öllum hinum venjulegu opinberu hátíðahöldum, var haldin í Kaup- mannahöfn í maí og júní. Stóð Nor- ræna listabandalagið að henni. En hlutverk þess er, sem kunnugt er, að halda sameiginlega norræna listsýningu á hverju ári, og vinna með því að margvíslegu lista- og menningarsambandi Norðurlanda- þjóðanna. Þessar sameiginlegu listsýningar eru haldnar til skiptis í höíuðborg- um Norðurlanda. Sú fyrsta var haldin í Oslo 1946. sú næsta í Stokk- hólmi '47, í Reykjavík í fyrra. Og nu var komin röðin að Kaupmanna höfn. Hjer voru tekin í notkun sal- arkynni bæði Charlottenborgar og ..Frjálsu sýningarinnar." Mikið um að vera. Sýningin vakti mikla athygli meðal almennings, eftir aðsókninni að dæma. En undirtektir blaðanna voru ekki góðar, eða öllu heldur afleitar. Rjett er þó að taka það fram, að þrátt fyrir ljelega blaða- dóma og áberandi galla á sýning- unni, gaf hún mönnum einstakt og ánægjulegt tækifæri til að sjá mörg merkileg listaverk, sem annars hefðu ekki komið fyrir almennings- sjónir. En það er fullkomlega aug- Ijóst mál, að ef þessar samsýning- ar eiga að halda áfram, þá verður að vanda mun meira til þeirra en gert hefur verið. Samsafn sem þetta getur ekki notið sín. Það er komið á daginn, að slíkar sýningar verða ofraun, ef halda á uppteknum hætti, og hafa þær á hverju ári. Annað hvort eða þriðja hver ár myndi verða hentugra, því þá væri hægt að saína kröftum og vanda betur tii þeirra. Samkvæmt lögum Listabanda- lagsins á þarna aðeins að vera sýttt úrval af list þeirri, sem sköpuð hefur verið síðustu fimrh ár, og þá einkum rneðal yngri kynslóðarinn- ar. Seinna var þó gerð sú breyting á, að einnig ætti þarna að koma íram úrval af list eldri manna. Varð þetta til þess að í ár voru sýnd verk eftir ýmsa merka látna lista- menn, svo sem Gallen Kallela Magnus Enckell, Edv. Muncli Eugen prins, Carl Wilhelmson og Niels Larsen Stevns. En þarna var ófullnægjandi úrval af verkum þeirra og þeim illa fyrir komið á sýningunni, svo þau nutu sín ekki sem vera bar. Myndir þeirra hefðu vitaskuld átt að vera á sjerstökum heiðursstað. * Jeg get ekki gert list hvers ein- staks lands að ýtarlegu umtalsefni, nú eftir að sýningunni er lokið En jeg var undir þeim áhrifum, að Svíar hefðu vandað svo til þátt- töku sinnar, sem frekast rnátti verða, og sent þangað eins vandað og fjölskrúðugt úrval og frekast var unt. Jeg nefni, til þcss að taka nokkur áberandi dæmi, Sven Erix- on: „Melodier ved Torvet". frum- drættina að hinu Ijómandi hug- myndaríku veggteppi í hljómleika- höil Gautaborgar. Auk þess voru þarna mörg af ágætum málverkum hans, haínarmyndir frá Norður- landi og Portúgal meðal annars. Þá er rjett að nefna Hilding Linn- qvist, er sýndi frumdrættina að hinu skrautlega veggteppi í bæjar- bókasafni Stokkhólms. í list hans gætir persneskra áhrifa. Sýnd var hin málaða lágmynd úr trje eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.