Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 UPPBLÁSTUR JARDAR Mannkynið í hættu vegna fæðuskorts. Hjer er sagt frá þvi hvernig mannkynið er að cyðileggja móður jórð með rányrkju. Útrýming skóga, ofbeit og fyrirhyggjulaus búskapur hjálpast að því að breyta gróðurlöndum í sandauðnir. Eyðimcrkur auk- ast ár frá ári. Þar sem uppblástur er byrjaður heldur hann áfram, sje ckkert að gert. Vjer getum litið í eigin barm og atliugað hvernig er um- horfs hjer á landi. ALLT írá því að gróður íór fyrst að vaxa á jörðinni, var nokk- urn vcginn hæfilegt hlutfall rnilli jarðargróða og þeirra dýra. et á honum lifðu. — Þangað til maðurinn kom lil sögunnar. — Og nú er svo komið að jörðin ^et- ur ekki framfleytt öllum þeim fjölda, sem á henni þarf að lifa Nú sem stendur eru þrír sjö- undu hlutar af yfirborði hnattar- ins þurt land. Sá hlutinn, sem bygður er, skiftist í fernt eftir landslagi: láglendi, sljettur, hálsa- land og hásljettur. Á þessum svæð- um er alt hið ræktaða land. og um þau eru lagðir vegir og járnbraut- ir til þess að sem auðveldast sje að hagnýta það. Það er kunnugt, að yfirborð hnattarins er altaf að breytast. Þar sem nú eru meginlönd, getur ver- ið sjór þegar fram líða stundir, og þar sem nú eru úthöf getur þá ver- ið þurt land. En þessar breytingar gerast ekki nema á löngum tíma, miljónum ára, svo að hjer þarí ekki að taka tillit til þeirra. Hjer verð- ur um það rætt hvernig mann- kynið liefir farið og fer með það land, sem guð hefir gefið því. Það er ekki áður nefndum breyt- ingum að kenna að nú eru í heim- inum geisivíðar sandauðnir og eyði merkur. Það er rányrkju mannsins að kenna. Hann hefir altaf hu^sað mest um stundarhagnað en ekki að bæta jörðinni upp það sem hann heíir írá henni tekið. Fyrst og fremst verður að hafa það í liuga að jarðvegur er ekki annað en grjótdust, blandað leyf- um planta og dýra, ásamt ótölu- legum grúa af bakteríum. Og þessu er haldið saman af vætu og án hennar er ekki um neinn gróður að ræða. Ef vætan er tekin burt, er ekki annað en ryk eftir, sem vindur getur þyrlað í allar áttir og vatn skolað burtu langar leið- ir. Menn hafa eigi aðeins svift hálsa og hlíðar vætunni, heldur einnig láglendi, svo að alt er að b'.ása upp. Þessa þekkjum vjer mörg dæmi. Yangtse-dalurinn í Kfna. sem einu sinni var afar frjóvsam- ur, er nú eyðimörk. Þetta hefir verið að gerast á 4000 árum. En á 300 árum hefir farið líkt á ýms- um stöðum í Bandaríkjunum, t. d, í Mississippi dalnum. Indverjar mega vera Bretum þakklátir fyr- ir hin miklu áveitufyrirtæki, sem þeir komu á þar í landi. Er búist við því að nýrækt vegna þeirra muni ná yfir 6 miljónir ekra. Veit- ir ekki af því, vegna þess að svo mikill fæðuskortur er í Indlandi að flytja verður inn matvæli fyrir 97V2 niiljón sterlingspunda á ári. Mestur hluti af duíti jarðar hef- ur myndast smám saman á 1500 milljónum ára. Veðráttan hefur valdið þessu, hiti, kuldi: regn, vindar, frost og sandbyljir hafa malað grjótið mjölinu smærra. — Þetta hefur svo blandast leif- um jurta, en það er aðeins þunt lag, og á því verður allur gróður að lifa. Að meðaltali er jarðvegur- inn ekki þykkri en citt fet. Og undir er svo grjót, sem verður bert þcgar jarðvegurinn sópast burt. Menn hafa ekki gætt þess, hve geisileg áhrif uppblástur jarðar hef- ur á matvælaframleiðslu heimsins. Og þó hafa menn haft hann fyrir augum öldum saman í öllum lönd- um. Plato minnist jafnvel á upp- blástur. • Gróðurlöndum jarðar má skifta í þrjá flokka: ræktað land beiti- land og skóga. — Engin þjóð má hugsa um það eitt að rækta land, og skeyta ekkert um skógana og beitilöndin. Þar er hvað öðru háð. Það verður að vera rjett hlutfall milli ræktaðs lands og beitilands. En framtíð beitilands og ræktaðs lands er undir því komin að skóg- arnir safni raka úr loftinu og fjalla- lækirnir vökvi lágléndið. Meiin hafa eyðilagt skógana og um leið minka rigningar, vatnið hverfur og uppblástur hefst. Mennirnir hafa nú eyðilagt tvo þriðjunga af þeim skógum, sem áð- ur voru á jörðunni, og þeir virðast vera á góðum vegi að eyðileggja það, sem eftir er. Þeir hafa algjör- lega útrýmt skógum í mörgum löndum og við það hefur gróður- inn horfið, uppblástur hafist og eyðimerkur myndast, þar sem áð- ur var blómleg bygð og borgir. Menningarþjóðir hafa liðið undir lok hver af annari vegna land- spjalla. Eða hvað er orðið af þeim þjóðum, sem einu sinni bygðu Babylon, Karthago, Assyriu og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.