Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 4
304 LESBOK MORGUNBL \ÐSINS Til vinstri: Rúst á uppblásinni jörð. — Til hægri: Jörð í Bandaríkjum í eyði vegna sandfoks. Fönikíu? Þar sem þessar borgir stóðu var áður frjóvsamt land, akr- ar og víngarðar, en nú er þar alt í auðn. Orsökin er rányrkja, græðgi í stundarhag. Hvað skyldu margir vita það, að sjötti hlutinn af yfirborði jarðar er nú auðnir, og þær aukast óðum? Einungis sá, sem hefur kynst sandstormum, getur gert sjer í hug- arlund hve stórkostlegum land- spellum þeir valda. Sahara eyði- mörkin færist alt að tíu mílur út í allar áttir á hverju ári. Ryk- mekkir fara nú víða um lönd, þar sem þeir þektust ekki áður. Ástæð- an til þess er rányrkjan, sem sigldi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar, þar sem -stðívirkar vjelar voru notaðar til að brjóta land og menn hafa svo ekki ráðið við uppblástur. Það verður varla ofsögum af því sagt hverja þýðingu timbur hefur í búskap heimsins. En hvernig er farið með skógana? Fyrir stríð var felt í Evrópu 11% meiri skógur en upp óx. Nú er það 121%. í Norður- Ameríku var árið 1937 höggvið 118% meira af skógi en upp óx, og tíu árum seinna var þessi tala kom- in upp í 133%. En nú hafa yfir- völdin þar gripið í taumana. Það er máske full djúpt tekið í árinni að segja að ræktanlegt land jarðar nægi nú ekki til að fram- fleyta þjóðunum. En það gerir þó varla betur. Og mannkyninu fjölg- ar svo óðfluga, að hættan af hung- ursneyð vofir yfir. Árið 1650 var talið að alt mannkyn væri 545 milljónir, en árið 1933 var það talið 2057 milljónir. Á þessum 300 árum hafði því tala þess ferfaldast. Fram að 1933 hafði fólki fjölgað alls stað- ar nema í Afríku. Og þegar þess er nú gætt, að um % hlutar mann- kyns lifir á landbúnaði, þá hlýtur að reka að því að skortur verði. Og það vill svo einkennilega til, að fólkinu hefur fjölgað mest í þeim löndum, er síst hafa skilyrði til þess að auka framleiðslu sína. Af- leiðingin er skortur. Það er talið að 75% af íbúum Asíu lifi við sult. Jafnvel í öðrum eins löndum og Bandaríkjunum og Bretlandi er talið að 20—30% af íbúunum hafi búið við skort fyrir stríð, en það var fremur að kenna misjafnri skiftingu heldur en skorti á lífs- nauðsynjum í löndunum. Matvæli er aðeins hægt að rækta í frjóvsömum jarðvegi, og jarðveg- ur er ekki frjóvsamur, ef hann skortir vatn. Það er mannkyninu því lífsnauðsyn að hafa gnægð vatns til jarðyrkjunnar. En þessu hefur ekki verið skeytt. Of mikil beit og skógarhögg valda Jandauðn. Rússar munu á- reiðanlega koma sjálfum sier á knje með hinu ógurlega skógar- höggi og víðáttumikla landbroti með stórvirkum vjelum. Þar fer mikið af góðu landi í súginn áður en lýkur. — Vjer sjáum hvernig komið er fyrir Palestínu af sömu orsökum. Þar eru nú aðeins 7% af þeim skógum, sem voru þar. En Iraq, þar sem áður var aldingarð- urinn Eden, má kallast ein eyði- mörk. Rýrnun landkosta hlýtur að leiða til versnandi lífsskilyrða. Sjerfræð- ingar segja, að það sje ekki nema bráðabirgða lausn, að bera tilbúinn áburð á útpínda jörð. Náttúran verði sjálf að hafa sína hentisemi og hún ein geti læknað meinin þar. En sú lækning tekur 500—1000 ár, þ. e. a. s. að svo langan tíma þarf náttúran til þess að skapa þuml- ungs þykt lag af frjóvsömum jarð- vegi. Og þrátt fyrir öll vísindi kann náttúran sjálf best tök á þessu. Skógar hafa víða orðið fyrir mikl um skemdum af beit. Þannig er það t. d. í Nýja Sjálandi. Þar hafa innfluttar skepnur valdið ótrú- legu tjóni á skógunum. Við austan- vert Miðjarðarhaf fara geiturnar verst með skógana. Til Ástralíu voru fluttar kanínur og úlfaldar árið 1860, og hafa reynst þar hinir mestu skemdarvargár. ★ Merkilegt dæmi um uppblástur höfum vjer í Bandaríkjunum. Þeg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.