Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Page 6
306 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS milljónum í 2200 milljónir, og síðan hefur fjölgunin orðið enn örari. Jarðvegurinn í Norður-Ameríku, sem var að meðaltali 9 þumlunga er nú ekki nema 6 þumlunga, og þessi breyting hefur skeð á 150 árum. Innan hundrað ára verður megin- hluti Mexikó og öll Chile orðin að eyðimörk, ef ekki er þegar gripið til ráðstafana að forða því Suður-Ameríka og Rússland nið- ast niður af uppblæstri. í Ítalíu er þegar orðið fleira fólk en lifað getur þar sæmilegu lífi. í Evrópu Voru 370 milljónir manna árið 1935, en verða senni- lega 450 milljónir árið 1957, og þeim f jölda getur Evrópa ekki fram fleytt. Árið 1867 voru 26 milljónir manna í Japan. 1939 voru þar 76 milliónir og landið gat ekki framfleytt þeim. Það var ástæðan til þess að Japan fói í stríðið. Nú hefur það mist þau kornforðabúr, sem það náði, Korea, Formosa og Manchukuo. Það er giskað á að á öldinni, sem leið, hafi 100 milljónir manna orð- ið hungurmorða í Kína, en það voru afleiðingar þess hvernig landið bljes upp. Á hverjum einasta degi fæðast nú 50.000 barna. í Indlandi fjölgar fólki um 14 þúsundir á hverjum degi. Þetta eru munnar, sem þarf að fæða í viðbót við þá, sem fyrir voru. Á seinustu 10 árunum hefur fólki í Afriku fjölgað um 22 milljónir. Vjer verðum að hafa það hug- fast, að ef fólki fjölgar þannig og jörðín gengur jafnframt úr sjer, þá kemur að því, að mannkynið verður aldauða eins og risaeðlurn- ar. Emerson sagði einu sinni: ..Þau verða endalok mannkynsins að menningin drepur það.“ (Úr „P. D. Review“). FORSETI NEÐRI DEILDAR BANDARfKJAÞINGS AÐ KVÖLDI hins 12. apríl 1945 sátu þeir saman í þinghöllinni Harry S. Truman varaforseti og Sam Rayburn forseti fulltrúadeild- ar þingsins, og ræddust við. — Skyndilega komu boð um það, að Truman ætti að koma þegar í stað til Hvíta hússins. Franklin D. Roosevelt forseti væri látinn. Truman flýtti sjer á stað. en Rayburn sat eftir. Það kvöldaði og dimdi, en hann hafði enga sinnu á því að kveikja ljós. Hann sat þarna og táraðist. Það var eins og erfið- leikar undanfarinna ára legðust á hann með margföldum þunga. — Þetta var nú fjórða þingtímabilið, sem hann gegndi forsetastörfum í fulltrúadeildinni. Og það var bæði erfitt og vandasamt verk, því að stjórnarandstaðan var sterk og republikanar virtust alls staðar í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.