Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 7
LESBÖK IVfORGUNBLAÐSINS 307 uppgangi. Forseti þingsins varð oft að sigla milli skers og báru. Og svo kom þetta reiðarslag. Harm þerraði af sjer tárin, reis á fætur og sagði eitthvað sem svo, að úr því að Roosevelt væri fall- inn frá, þá væri sínir dagar taldir Hann gerði það þó af flokksfvlgi og gamalli vináttu við Truman, að halda áfram stöðu sinni og revna að bræða saman þingflokk demo- krata til fylgis við hinn nýa for- seta. Allir töldu það vonlaust að demo- kratar gæti unnið í kosningum. All- ir töldu það alveg víst, að margra ára stjórn þess flokks væri nú senn lokið. Þannig liðu rúm tvö ár. Og svo komu forsetakosningarnar 2. nóv- ember 1948. Og þá skeði þetta, sem engan hafði órað fyrir nema Tru man sjálfan, að demokratar sigr- uðu. Og í fimta sinn varð Sam Rayburn forseti fulltrúadeildarinn- ar, og er slíkt eindæmi í þingsögu Bandaríkjanna. Skyldur hans eru margvíslegar og mikil ábyrgð hvílir á honum. Hann er formaður þingflokksins, og hann er ráðgjafi forsetans og flokksins í öllum vandamálum. — Hann er einnig hæstráðandi í deiid- inni, eigi aðeins á þingfundum, heldur hefur hann yfirumsjón með öllu þar, salarkynnum og starfs- fólki. Það er til marks um hvert traust menn bera til hans, að ný- lega fekk þingdeildin honum mjög aukin völd. Hann getur nú ráðið því að mál sje tekin fyrir í þinginu, án þess að þau fari til nefndar. Slíkt vald hefur enginn þingforseti haft síðan á dögum Joe Cannon. Og nú er Sam Rayburn talinn ann- ar valdamesti og mesti áhrifamað- ur í Bandaríkjunum — ganga næst Truman forseta. Og hann er hand- gengnari forsetanum heldur en sjálfur vara-forsetinn, Barklay. Hann er enginn hávaðamaður. Þegar hann heldur ræðu, ber hann sjer ekki á brjóst og æpir, heldur talar blátt áfram og rólega. En það þykir altaf stór viðburður, ef hann tekur til máls. Þá heyrist fyrst kliður meðal þingmanna, en á áheyrendabekkjum er kallað: „Rav burn ætlar að taka til máls.“ Og svo dettur allt í dúnalogn. Það er meðfram vegna þess, að hann tek- ur ekki þátt í umræðum nema hann telji þess mjög brýna þörf þegar um hitamál er að gera. Hann gengur að hljóðnema dg rennir augum yfir þingdeildina. Hann byrjar ekki þegar að tala. Hann er rólegur á svip, en augu hans skjóta gneistum. Og svo tekur hann til máls, talar lágt og hægt, eins og hann vegi hvert orð áður en hann sleppir því af tungunni. Hann er vís til að ávarpa stjórnar- andstæðinga þannig: „Áður en lengra er haldið, vil jeg benda yð- ur á, að þjer eruð að gera glappa- skot, mjög alvarlegt glappaskot“. Og svo ræðir hann með sömu ró- semi kjarna málsins, líkt og þegar maður talar við mann. Þessi hóg- værð hans og alvara veldur því, að allir bera virðingu fyrir honum. Rayburn ber ótakmarkaða virð- ingu fyrir stjórnarskránni, en hann telur ekki nauðsynlegt að hún sje óumbreytanleg. Hann treystir á reglu og sjálfsaga og stranga rjett- vísi. En þó fyrst og fremst á ein- staklings frelsi samfara ábyrgðar- tilfinningu. Hann er ekki auðmaður og hefur aldrei sóst eftir því að safna fje. Peningar eru í hans augum ekki annað en það sem þarf til að fram- fleyta lífinu og sjá fjölskyldu borg- ið. Sjálfur er hann ókvæntur og festir varla ráð sitt heðan af, því að hann er 67 ára gamall. En hann er enn ern og hraustlegur, enda alltaf við bestu heilsu. Hann hefur aðeins tvær heilbrigðisreglur: að sofa altaf 9 stundir á sólarhring og hafa hunang með morgunverði. — „Hunang er besti heilsugjafi,“ segir hann. 4/ V TIL ÞESS að fá hvítar hendur er gott að bera á þær blöndu af hunangi og appelsínusafa og núa því vel inn í húðina. Til þess að fá mjúkar varir er gott að núa þær með rauðrófu áð- ur en varasmyrslin eru borin á. Til þess að losna við freknur er gott að láta nýan, sundurskorinn tómat liggja við þær nokkra stund á hverjum morgni. Þur húð verður mjúk ef lagðúr er við hana bakstur, vættur í heitri mjólk. Ef húðin er gróf er gott að núa í hana eggjarauðu. Hrukkur og hreystur á alnbog- um hverfur ef þeir eru núnir með sundur skorinni appelsínu á eftir hverju baði. Við svarta nabba í andliti skal leggja þykkar sneiðar af tómat. Svo segir Erno Laszlo, fegrun- arsjerfræðingur í New York. ^ EINN af hinum miklu kaupmönn- um í Wall Street hafði kynst ungri stúlku og eftir þrjá mánuði var svo komið að hann var að hugsa um að giftast henni. En til vonar og vara sneri hann sjer til njósnaskriístofu og bað um upplýsingar um fortíð nennar. Eftir nokkra daga fjekk hann þetta svar: — Stúlkan hefir fengið mjog gott orð og það er engin blettur á fortíð hennar. Hið eina, sem henni er talið til minkunar er, að hýn hefir nokkr- um sinnum að undanförnu sjest með kaupmanni nokkrum, sem hefir á sjer síður en svo gott orð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.