Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1949, Blaðsíða 8
r r 308 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^jria draPo h Óhapp í póstferð. Tryggvi Hallgrímsson póstur segir svo frá: Reyðarfjarðardalir heita einu nafni dalir þeir, sem skerast inn úr Eyvind- arárdal. Þeir eru fjórir: Fagridalur, sem akvegurinn liggur um milli Fljóts- dalshjeraðs og Reyðarfjarðar. Svína- dalur, Tungudalur og Slenjudalur. — Slenja heitir á sú, sem eftir þeim dal fellur. og er hún oft ill yfirferðar í leysingum, straumhörð og býsna vatns- mikil. Á þessum árum var nú samt trjebrú á henni, en gömul og slitin orðin. Jeg var að koma úr póstferð og með mjer voru tvær konur frá Djúpa- vogi. — Þegar kom að Slenju hljóp koffortahesturinn út á brúna og festi annan afturfótinn. En af viðbragðinu. sem hann tók, kastaðist hann fram af brúnni og hekk þarna í lausu lofti á afturfætinum. Kvenfólkið stóð æpandi og hljóðandi á bakkanum með fyrir- bænum og ósköpum. Þa'rna stóð jeg ráðalaus, því að ekki var hægt að kom- ast að því að aflífa hestinn, því höfuð- ið hekk niður og nam flipinn nærri við vatnsborðið, en hyldýpi undir. Tók jeg nú beislið af reiðhesíinum og bregð taumunum yfir fótinn fyrir neðan kon- ungsnef og reyni að sveigja hann þann ig, að hann liggi langs eftir rifunni. Þetta tókst með herkjubrögðum, og losnaði þá fóturinn, en klárinn steypt- ist á hausinn niður í ána. Skreiddist hann síðan upp úr ánni sjálfkrafa. Varð mjer nú fyrst fyrir að taka töskurnar af klárnum og athuga póstinn, og reynd ist hann óskemdur. Síðan athugaði jeg fótinn, og var hann óbrotinn og reynd- ist hesturinn óskemdur að öllu leyti, aðeins lítið eitt haltur fyrst í stað (Söguþ. landp.) Grutartýra og rafmagn í ráði var að koma upp rafmagns- stöð í sveit einni og var rætt um það við efnamann, Jóhannes gamla á Hjöll um, að hann legði 500 krónur í í'yrii' tækið. (Þetta var fyrir fyrri heims styrjöld). Jóhannesi blöskraði fram- farabröltið og sagði: „Jeg hef nú lifað 40 ár áður en steinolían kom og komst vel af með fífukveik og grútarkolu, og það get jeg gert í 40 ár enn, ef með Austurvöllur er í miðjuiu Hcykjavíkurbæ og má kallast hjarta hans. — Einhver hulin hönd hefur verndað hann, því að ekki hefur skort á vmsar tilraunir að afmá hann með öllu. En nú er ekki hætt við að hann hverfi. Enginn Rcvkvíkingur mundi vilia missa hann. Hann er samkomustaðnr þeirra vií hátíðleg tækifæri og cr þar oft margt um manninn. Og á miðj- um veliinum stcndur líkncskja Jóns Sigurðssonar og hún þarf að hafi allan völlinn til þcss að njóta sín. (Ljósm. Mbl.: Ólaiur K. Magnúss.) þarf. Og hvernig fer ykkur annars að koma til hugar, að rafmagn geti farið upp brekkuna hjá mjer, þar sem er svo bratt, að varla er hægt að reka upp kindur?" Eyjafjallajökull gaus seinast árin 1821 og 1822. Stóð fyrra gosið frá 19.—29. desember. Úr Reykjavik sáust eldglæringar á hverju kvöldi, en öskufalls gætti hjer ekki. Aftur hófust gos í júni 1822 og var mest 20.—27. júní. Barst þá aska vest- ur á Seltjarnarnes. Rjettu ári seinna gaus svo Katla og fylgdi mikið jökul- hlaup. Máttur trúarinnar. 'Vi! Vigfúsar bóndl * IjpiinJæk á Mýrum (Leirulækjar-Fúsa) kom einu sinni maður sem var veikur í aug- um og bað að hjálpa sjer. Tók Fúsi blað og krotaði á og lagði saman og ljet það yfir augun, batt fyrir og sagði manninum að hann mætti með engu' móti leysa frá fyr enn allur verkur væii horfinn. Trúði maðurinn á kunn- áttu Fúsa og lækningamátt blaðsins og batnaði honum augnveikin á fáum dögum. En þegar hann leysti frá augunum og skoðaði krotið á seðlinum, kom í ljós að á honum stóð þessi vísa: Sá er í Víti sem þig græði, sá á líti bænirnir. Úr þjer slíti augun bæði og aftui- skíti í tóftirnar. Guðmuiuli Björnssyni landlækni var allra manna hugieikn ast að skapa inenningarbrag í bænum, og oft Ijet hann orð falla um það, að blettirnir við húsin sýndu glögglega, hvers Konar fólk það væri, sem ætti þá og birti. Honum fell illa grjóthrúgu- svipurinn, honum gramdist að sjá við húsin moldarflög og forarvilpur í stað grænna reita og vel ræktaðra mat- jurtagarða. Hann fór ekki dult með það, að sú óme'nning sem speglaðist í umgengni manna við hlaðvarpann, hlyti senn að syngja sitt síðasta (Kn. Ziemsen).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.