Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 1
héh 25. tölublað JH*rgmiMittoiii0 Sunnudagur 10. júlí 1949 XXIV. árgangur. HAFNAR-ÍSLENDINGS- SUÐUR í Kaupmannahöfn varð 3. júlí 75 ára íslenskur menntamaður. mikill mætismaður og einkenni'eg- ur á fagran hátt. Rúman helming aldar eða 52 ár hefur hanr. ekki komið heim til ættlands síns, eða, með öðrum orðum, ekki síðan á seinustu öld. Langan aldur hefur liann, af kyrrlæti og hljóðlyndi, stundað sama starf, unað lífi á sama stað. Hann er, sem sagt var, ekki hávaðamaður, ryðst hvergi um, sjest sjaldan á fjölsóttum mannamótum, hefur ekki sóst eftir hátekjum nje stórgróða, hefur haft sig lítið í frammi, enda sjest nafn hans nær aldrei í blaðadálkum nje áprenti. Má nokkuð kynnast mann- inum á, að hann hefur neitað end- urtekinni beiðni minni um mynd ai' sjer tii birtingar. Hefur honum lekist að leynast svo, að fáir á landi voru kannast nú, að likindum, við nttn hans, nema frændur og vanda- menn, skólabræður, vinir og fornir sveitungar. Samt hefur hann lifað inntaksmiklu lífi, er auðsæll á sína vísu, svo að margur auðugur hef- ur ástæðu til að öfunda auðsæld hans. Þessi maður er Páll Sæmunds- son, cand. phil., fyrrum fulltrúi í fjármálaráðuneyti Danmerkur. Hann heíur aldrei blandað geði ÞÁTTUR Eítir SigurÖ Guðmundsson, skólam eistara við marga nje gengið götur fjöld- ans. En fornum fjelógum er hann að mörgu merku kunnur. Mörgum þeirra hefur hann orðið ógleym- anlegur. Er þeim og undarlega far- ið, sem að ráði kynntust Páli Sæ- mundssyni og gátu gleymt honum, þeim þokka, sem hann bauð af' sjer, og^allri framgöngu lians og ein- kennileik. Páll Sæmundsson er Árnesingur, fæddur í Hraungerði í Flóa þjóð- hátiðarárið 1874 og ólst þar upp hyá. foreldrum «rium, Sæmundi prófasti Jónssyni og konu hans. Stefaniu Siggeirsdóttur, af Krossa- víkur ætt. Voru bræður hans Geir Sæmundsson, vígslubiskup á Akur- eyri, orðlagður söngmaður, radd- fagur og raddþýður, svo að af bar, og sjera Ólaí'ur Sæmundsson í Hraungerði. Eru þeir báðir látnir. Jeg hygg, að eigi haíi margir sagn- i'rægir klerkar nje sögukunnir þjón að Hraungerði. En tveir forfeður Einars Benediktssonar voru þar prestar, langafi hans, sjera Bene- dikt Sveinsson, og langa-langafi hans, sjera Sveinn Halldórsson; er var lengi prófastur í Árnessþingi og talinn merkur klerkur. Var hann kvæntur systur Jóns Eiríkssonar koníerenzráðs, og dó hún í Hraun- j'erði. (Fanst mjer liinum mikla andans manni, Einari Benedikts- :;yni, þykja vænt um, að hann var af ætt Jóns Eiríkssonar). Annars er saga Hraungerðinga og Hraun- gerðisklerka mjer lítt kunn. En hitt veit jeg, að fagurt er í Hraungerði sem annars staðar í Flóa, þar sem jeg hef farið um. Er undarlegt og ómenningarlegt að kalla jafn-víð- sýna sveit Svarta-Flóa. Hitt væri sann-nefni, að þetta mikla undir- lendi lijeti Bjarti-Flói. íai því minn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.