Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 321 • mjög hljedrægum afbragðsmarini og miklum fræðimanni (d. 1877) Á hann og notar innsigli þessa frænda síns og nafna. Sagt hefur verið, að leit væri á slíkum öðlingi sem „Páli stúdent“. Hann var um hálfa öld í þjónustu Bjarna amt- manns Þorsteinssonar, fyrst amt- mannsskrifari á Stapa og síðan lengi í Rvík, þá er amtmaður var orðinn blindur og átti þar heima embættislaus. „Gat hann ekki feng- ið sig til að víkja úr vistinni, er amtmaður misti sjónina,“ segir Jón Helgason („Þeir, sem settu svip á bæinn“). Dr. Jón Þorkelsson segir, að hann hafi verið „maður trú- lyndur, sundurgerðarlaus, svo sem mest mátti verða og hófsmaður um hvern hlut“. Hann bætir því við (í vel ritnu æviágripi, stuttu), að hann hafi bundið handritasöfn þeirra biskupanna, Hannesar Finns sonar og Steingríms Jónssonar. , límdi upp, fyllti út skörð og samdi við efnisyfirlit og nákvæm regist- ur og tók ekki eyrisvirði fyrir“.* „Páll stúdent“ var fágætlega bók- elskur. „Ein hans mesta ánægja var að handfjalla gamlar bækur“, segir Jón Helgason.** Viðfangsefni þeirra nafna eru í sumu lík. Báðir unnu þeir lífsstarf sitt á skrifstofu. Og hugurinn að baki verketni og hjástundi hefur — ef svo má að orði kveða — sama innsigli. Ættarmót í hugarfari eða hugerni er greini- legt. Engan hef jeg sjeð hand- leika bók með slíkri ást og lotn- ingu sem Pál Sæmundsson Hóm- ers-þýðingar Sveinbjarnar Egils- sonar í skrautbandi. ★ í ævisögu eins forföður Páls Sæ- mundssonar, Pjeturs Þorsteinsson- ar, sýslumanns í Múlaþingi (d. 1795) segir, að þeir menn sjeu sjald * Leturbreyting J. Þ. Sunnanfari IV., 6. ** Tómas Sæmundsson, bls. 36. gæfir, sem „ásamt sjeu bæði vísir og góðir“. En þannig hafi Pjetri sýslumanni verið farið. Því sje ,,til- hlýðilegt" að halda á lofti „lofs- verðri“ minningu hans. Ef menn renna augun yfir .þann þátt mannkynssögunnar, sem gerst hefur á vorri öld, taka þeir, að lík- indum, skjótt undir þennan dóm. Og vjer þurfum ekki lengi að leita, hvorki í sjálfra vor hugskoti nje i annarra tali og ráði, uns vjer finn- um þar ýmiskonar illúð og sora. En mennirnir eru misjafnir. Minn- a$t ýmsir aldraðir þess ekki, þá er þeir rifja upp lífssögu sína, að margur maðurinn hefur veitt þeim yl og gleði, vinsemd og ómetanlega „hjálp“ í viðlögum“ og vanda? Hver óvanskapaður maður er bæði illur og góður, vís og óvís. En hinn góði maður og hinn „vísi“ mað- ur í manninum lætur löngum lítið yfir sjer, er ekki hávær um eigið ágæti, bolast ekki upp að háborði nje upp í valdastól. Slíkt er bragur hans og eðli. En helsti margir eru þau lítilmenni, haldnir svo hrak- legri smánarkennd, að þeir þegja um það, er þeim er vel veitt eða vel er gert við þá Því sjest oft yfir góð- leik og drengskap. Má þó síst gleyma, að margur er fornum vel- unnendum tryggur og gagnholluf. Og ekki virðist óeðlilegt, að mann- gæði og mannvit fari að nokkru saman. En þá er jeg las þau fagur- yrði, um Pjetur sýslumann, sem kyeiktu þessar athugasemdir, flaug mjer niður hans, Páll Sæmunds- son, í hug. Sigurður Guðmundsson. 4/ ^ ^ ÁSTRALÍUMENN ætla að fara að virkja ána Murray, sem rennur á landa mærum New South Wales og Victoria ríkjanna. Verða þar gerðar stíflur bæði til áveitu og rafmagnsframieiðslu. Til þessarar virkjunar hafa verið pantaðar vörur í Bretlandi fyrir 2.100.000 Ster- iingspund. X auóauióur eflir SNEOLU-HAU.A. FYRIR nokkrum árum voru Morg- unblaðið og Tíminn að jagast út af símahlerunum. Þá var þetta kveðið: Af forvitni sál mín var þjökuð og þjáð, og það hafði ’ún verið um tíma. Þá gaf mjer hann Hermann það haldkvæma ráð að hlusta í lokaðan síma. Svo lá jeg við fóninn, en hevrði ekki hót. þótt hlustaði galopnum hvopti. Mjer kom hún á óvart sú þögn í þeim þrjót, sem þjófur úr heiðskíru lofti. Eftir atkvæðagreiðsluna um van- traustið á stjórnina í vetur: Kreistu upp „já“ úr kverkagjá kommar flálundaðir. Sátu hjá og hlustuðu á Hermann og plágufaðir. Eftir 30. mars s.l. Þjóðin er öll á þorskavegi og þjóðnýtir siðgæði. Nú á að stofna á næsta degi námskeið í grjótkasti. Hjer munu engar hömlur binda hendur nje samvisku, og trúfrelsið eins og til að mvnda í Tjekkóslóvakíu. ^ ^ ^ ^ ^ ALLIR innflutningstollar hafa verið hækkaðir nýlega um 5% á Spáni. — Dýrtíð þar í landi jókst um nær 75% árið 1948.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.