Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1949, Blaðsíða 7
t.ESROK MORGUNTðLAÐSINS 323 fullgerði svo hið mikla málverk eftir að hann var kominn heim. SAMHLIÐA þessu var Morse altaf að hugsa um það hvað samgöng- urnar væri erfiðar. Póstferðirnar tæki alt of langan tíma í Ameríku. — Skárra væri fyrirkomulagið í Frakklandi, en þó væri það ekki viðhlítandi. Hann fór að hugsa um að hægt væri að nota rafmagnið til þess að koma skilaboðum á milli. Og einu sinni er hann sat með vin- um sínum og þetta barst í tal, þá sagði einn þeirra: „Já, það er svo að sjá, sem rafmagnið sje hvorki háð rúmi nje tíma. Á einu auga- bragði fer það eftir eins löngum vír og hægt er að hugsa sjer.“ Og svo ljet hann þess getið að neisti kæmi fram þar sem það mætti mótspyrnu. Þá var eins og ljós rynni upp fyrir Morse og hann sagði: „Fyrst svo er, þá er áreiðanlega hægt að senda skeyti með raf- straumnum um óravegu.“ Hann vissi ekki að fleirum hafði komið hið sama í hug. En um leið og hann hafði lokið við Louvre-mynd- ina byrjaði hann á því að fást við símann. Myndina ætlaði hann að sýna fyrir fje, en enginn vildi sjá hana. Fyrstu vikuna, sem hún var til sýnis í New York komu inn 15 dollarar í aðgangseyri. Þá fór hann með myndina til New Haven og ætlaði að sýna hana þar. En þar tók ekki betra við. Og til þess að hafa ofan af fyrir sjer og standa straum af tilraunum sínum með símann, varð Morse nú að fara að kenna. Einn af nemendum hans var D. H. Strothér, sem seinna varð frægur teiknari undir nafninu Porte Crayon. Einhverju sinni er hann átti að greiða námsgjald sitt fyrir liðinn ársfjórðung, bað hann Morse að umlíða sig nokkurn tíma, því að hann hefði ekki peninga. Hann mundi geta borgað í næstu viku.. „Næstu viku,“ hrópaði Morse. „Þá er jeg dauður.“ „Úr hverju.... ?“ „Úr sulti.“ Struther varð hverft við og kvaðst geta látið hann fá 10 doll- ara. „Þessir tíu dollarar bjarga lífi mínu,“ sagði Morse. HAUSTIÐ 1835 var Morse kominn vel á veg með símann, en var þá svo fjelaus að hann gat ekkert að- hafst. Og þá varð hann enn fyrir sárum vonbrigðum. Það átti að fá fjóra málara til þess að skreyta þinghúsið. Adam forseti gekk fram hjá Morse. Seinna sagði Morse svo um þetta: „Adam drap mig sem málara, og hann gerði það að yfir- lögðu ráði.“ Eftir þetta hætti hann alveg að mála, en hugsaði eingöngu um sím- ann. Og 24. janúar 1838 var svo komið að hann gat sýnt uppfinn- ingu sína. Hann vpnaðist til þess að fá fje hjá þinginu fyrir uppgötv- unina. En það var ekki fyr en fimm árum seinna að honum voru veitt- ar 30 þúsundir dollara fyrir að leggja síma milli New York og Baltimore. Sú símalína var opnuð ári síðar og svo fór síminn sigur- för um öll Bandaríkin. Norðurálfuríkin vildu líka hag- nýta sjer uppfinningu Morse og frægð hans jókst nú með degi hverjum. Napoleon III. efndi til símaráðstefnu í París 1858 og bauð þangað fulltrúum tíu þjóða. Þar kom það til orða að veita Morse 400.000 franka heiðursverðlaun. En þá komu samverkamenn hans og heimtuðu að fá hlutdeild þar í og endaði það með því að Morse fekk í sinn hlut 19.000 dollara. Helstu mentastofnanir keptust við að heiðra hann. Háskólinn í Yale gerði hann að heiðursdoktor og konung- arnir í Frakklandi, Danmörku, Prússlandi, Ítalíu og keisarinn í Austurríki sæmdu hann heiðurs- merkjum. En Alexander Rússakeis- ari heiðraði hann með því að gera af honum myndastyttu, sem er í Central Park í New York. Morse dó 1872 og var þá 81 árs að aldri. Hann hafði orðið frægur fyrir símann, en hefði eflaust held- ur kosið að verða frægur lista- maður. Síðan hann dó hefur þó frægð hans sem listamanns farið vaxandi, og nú er hann talinn einn af fremstu mannamynda málurum í Bandaríkjunum á öldinni sem leið. ^ ^ ^ - Molar - Aaðugur maður sagði við prestinn sinn: „Hvernig stendur á því að fólk ásakar mig altaf fyrir það að jeg sje nískur og ágjarn, þegar það veit, að alt sem jeg á fer til góðgerðarstofnana þegar jeg dey?“ Prestur hugsaði sig um stundarkorn og sagði svo: „Hafið þjer heyrt söguna um grís- inn og kúna? Grísinn var að barma sjer út af því hvað hann væri illa lið- inn, en hún í afhaldi hjá öllum. Allir tala um blíðu augun þín og geðprýði þína, sagði hann. Þú gefur þeim að vísu mjólk og rjóma, en jeg gef þeim miklu meira, því að þeir eta mig upp til agna. Og samt þykir engum vænt um mig. Jeg er bara grís. Er það ekki ósanngjarnt? Kýrin jórtraði og sagði: Ætli munurinn sje ekki sá, að jeg gef þeim á meðan jeg lifi“. ---o---- Fyrir nokkru kom sá kvittur upp í Barcelona á Spáni að í 10 centima pen- ingum, sem slegnir voru 1945, væri mikið af úranium. Þá var gerður hreinn og beinn aðsúgur að bönkunum til þess að ná í þessa mynt. Manna á milli gengu þessir peningar Kaupum og sölum. Þeir eru um 5 aura virði, en fólk keypti þá fyrir 2 peseta (eða 1 krónu). Og svo var þetta alt vit- leysa að úraníum væri í þeim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.