Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1949, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1949, Síða 1
t KOMIÐ VIÐ í AUSTFJÖRÐUM SUMARFERÐALAG með Esju austur um land. Hún kemur víða við, en fyrst í Fáskrúðsfirði geta farþegar stigið á land. Þar leggur Esja að bryggju sncmma morg- uns. Logn og sólskin í firðinum og sjórinn spegilglær, en þokudrefj- ar á hæstu fjöllum eru að greið- ast sundur og hverfa brátt út í bláinn. Kauptúnið í Fáskrúðsfirði heitir Búðir, en er sjaldan kallað því nafni, heldur altaf Fáskrúðsfjörð- ur. Það stendur í brekku niður við fjörðinn og eru þar nokkrar óreglu- legar húsaraðir, hver upp af ann- ari og í rauninni ekki nema ein gata þar eftir endilöngu þorpinu. Tilsýndar er þorpið mjög vinalegt. Gróðurblettir eru í kring um hús- in og það er eins og þau standi öll á víð og dreif í sama túninu. Það er alls staðar fallegt þegar sólin skin og mjer fanst Búðir fallegar á þessum bjarta miðsumars morgni. En hjer virðist vera deyfð yfir öllu og kyrstaða. Það má oft dæma framfarahug og menningarbrag fólks á því hvernig það býr að kirkjum sínum. Hjer stendur kirkj- an á eyðimel inni á milli húsa. Jeg veit ekki hvernig hún er að innan, Kristsmyndin 1 Fáskrúðsfirði. aatev^*****-.. en að utan hefir henni enginn sómi sýndur verið. Þar er ekki grasstrá umhverfis, heldur aðeins kollóttur og grýttur melurinn, ömurlegur og kaldur. Engin hlý hönd hefir reynt að fegra þar neitt. Það er eins og guðshúsið standi þarna afrækt, og þó eiga kirkjurnar að vera miðdep- ill hins andlega lífs á slíkurn stöð- um. Þær eru eign allra, og allir ættu að telja það skyldu sína, að gera þær og umhverfið að fegursta stað bæar síns. En það vill stund- um fara svo í fásinni, að enginn vill hugsa urrt það, sem allir eiga. Ekki mundi það kosta stórfje að tyrfa melinn og rækta blóm undir kirkjuveggjunum. En aðeins við það mundi staðurinn taka stakka- skiftum, verða hlýlegur og til augnayndis fyrir alla. Og kirkjan mundi sóma sjer miklu betur og verða bæarprýði, því að hún er risuleg og fremur lagleg, ef hún fengi sjer samboðið umhverfi Annað er þarna er gestur hlýtur þegar að reka augun í, en það er hvað margar íbúðir virðast standa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.