Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1949, Blaðsíða 2
342 LESBOK MORGUNBL ^ÐSINS Smith, Nelson og Wade í Kirkuiail tilbúnir að fljúga. ingu en hjer á íslandi. Menn fylgd- ust vel með íerðalagi þeirra og, þegar það frjettist að þær væri komnar heilu og höldnu til Kirk- wall á Orknej um og væntanlegar hingað á hverri stundu, greip eftir- væntmgin alv rlega um sig, eigi síst meðal blaðamanna, því að yfir þá rigndi skeytum frá blöðum og frjettastofum víðsvegar um heim, þar sem þeir voru beðnir um frjettir samstundis. Hjei var einnig mikill viðbún- aður að taka á móti flugmönnun- um. Þegar um veturinn áður hafði Bandaríkjastjórn beðið Pjetur Þ. J. Gunnarsson að vera umboðs- mann sinn hjer og ráðunaut. Og nú kom hingað sjerstakur sendi- maður frá stjórninni er Crumrine hjet og átti að taka á móti flug- mönnunum. Danska skipið .Ger- trud Rask“ hafði verið sent til Angmagsalik með varahluti handa flugvjelunum, en þar átti að vera næsti áfangastaður við Reykjavík. Og í hafinu milli Englands og Is- lands voru fjögur amerísk her- skip á sveimi til þess að leiðbeina flugmönnunum eða aðstoða þá ef með þyrfti. Flugmennirnir voru nokkra daga um kyrt í Kirkwall og biðu byrj- ar yfir hafið. Fengu þeir stöðugt veðurskeyti hjeðan og var síman- um haldið opnum fyrir þá allar nætur. Ekki ætluðu þeir að fljúgi í einum áfanga til Reykjavíkur. heldur koma við í Hornafirði. Var þar einnig vibúnaður mikill. Lend- ingarsvæði var afmerkt á firðin- um fyrir utan Mikley og meðfram sjávarströndinni voru hlaðnir við- arkestir, sem átti að kveikja í er þeir kæmi, svo að þeir gæti sjeð vindstöðuna á því hvernig reykinn lagói. LAUGARDAGSMORGUN 2 ág. snemma kemur skeyti um það að flugmennirnir sjeu farnir frá Kirk- wall. En laust eftir hádegi kém- ur annað skeyti um það, að tvær flugvjelarnar hafi snúið við. Það voru flugvjelar þeirra Smiths og Wade. Þær höfðu hrept hvass- viðri og þoku og leist ekki á að halda áfram. En Nelson varð þess ekki var, því að hann hafði mist sjónai á þeim í þokunni. Helt hann áfram og vissi ekki fyr en hann kom til Hornafjarðar að hinir höfðu snúið aftur. Þannig vildi það til að hann varð hinn fyrsti mað- ur, sem flaug yfir hafið til ís- lands. Daginn eftir var betra veður. Þá lögðu hinir aftur á stað. En er þeir komu miðja vega milli Orkneya og Færeya bilaði olíudælan í flug- vjel Wade og varð hann að setj- ast á sjóinn. Var þá sjógangur meiri en hann hafði búist við og hafði legið við að flugvjelin steyptist er hún tók sjóinn. Smith sá ófarir fjelaga síns, en gat ekki veitt honum neina aðstoð. Flaug hann nokkra hringa yfir staðinn og gat Wade skýrt honum frá með merkjum hvað væri að hjá sjer. (Engin loftskeytatæki voru í flugvjelunum). Síðan helt Smith áfram þangað til hann hitti her- skipið „Billingsby“. Fleygði hann þá niður ritaðri skýrslu um slys Wade og hvar hans væri að leita. Brjefið fell niður rjett utan við borðstokkinn á herskipinu, en einn af sjóliðum varpaði sjer fyrir borð og náði í það. Sendi þá „Billings- by“ skeyti um þetta til herskips-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.