Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1949, Blaðsíða 3
LESBOK MOROUNBL A.DSINP 343 Flugvjel Wades að sökkva í sjó. ins „Richmond“ og helt svo á stað til að bjarga og var þá kynt eins og vjelarnar þoldu. Smith helt áfram för sinni og kom heilu og höldnu til Horna- fjarðar. Flugmönnunum var fagnað ákaf- lega í Hornafirði og þó einkum Nelson, bæði af því að hann var á undan og að hann var norrænn. Sátu þeir svo um kyrt á Hornafirði í besta yfirlæti á mánudaginn. NÚ ER að segja frá Wade, að þeir voru lengi að velkjast á úfn- um sjónum. Að lokum bar þar að enskan togara og ætlaði hann að draga flugvjelina til Færeyja, því að þangað var styst. En drátturinn gekk ekki greiðlega, vegna þess hvað ilt var í sjó. Nú komu her- skipin á vettvang og ætlaði „Rich- mond“ þá að lyfta flugvjelinni upp úr sjónum og hafa hana á þilfari. En svo slysalega tókst til, að þeg- ar flugvjelin var komin á loft, bil- aði hleypiblökkin, sem taugin ljek í og við það fell flugvjelin í sjó- inn, brotnaði og sökk. En flug- mennirnir gátu varla tára bundist er þeir sáu hana hverfa þar, eftir að hafa flogið í henni svo langa leið. VEÐUR var gott i Hornafirði á þriðjudagsmorgun, en hjer norð- anstormur. Kom nú frjett um það að flugmennirnir væri lagðir á stað og kom Crumrine það alger- lega á óvart. Gert haiði verið ráð fyrir því að þeir skyldi lenda á ytri höfninni, en nú var svo mikill sjógangur að það var ekki viðlit. En hvar skvldu þeir þá setjast? Annað hvort á Skjerjafjörð eða inni á Sundum. Fekk Crumrine nú vjelbáta haín- arinnar og sendi annan suður í Skerjafjörð, en sjálfur fór hann á hinum inn að Viðey. Áttu bátarn- ir að gefa flugmönnunum merki um að ólendandi væri á ytri höfn- inni og leiðbeina þeim til lending- ar á öðrum hvorum þessum stað. Fregnin um komu flugmannanna fór eins og eldur í sinu um allan bæinn. Fólk þyrptist saman á hæstu stöðum, Arnarhólstúni, Skólavörðuholtinu, Hólavelli, á húsaþökum og alls staðar þar sem það helt að það gæti sjeð til þeirra. Um kl. 2 sást fyrst til þeirra. Þá eygðu sjóngóðir menn 2 svarta díla, sem bar við hvít ský í vestri. Flug- mennirnir höfðu fylgt ströndinni alla leið og tafist nokkuð vegna mótvinds írá Vestmannaeyjtrm. Þeir flugu svo að segja samhliða, og Smith þó heldur á undan Þeir sáu bátana í Skerjafirði og á Við- eyjarsundi og þeir sáu líka að ó- lendandi var á ytri höfninni. En er Smith flaug yfir bæinn, sá hann að nokkurt opið svæði var i innri hö ’->inni o'r hiklau^ rendi hann sjer þar niður, og Nelson þegar á Crumrine brá í brún. Fanst hon- um þetta fífidirfska og óttaðist að slys mundi hafa hlotist af. Flýtti hann sjer því sem hann mátti inn í höfn. En þá hafði alt gengið að óskum, lendingin tekist vel og þar voru fyrir menn frá hafnarstjóra, og voru að hjálpa þeim að binda flugvjelarnar við festar. Fólkið þyrptist nú n'iður að liöfn og hafði aldrei fvrr sjest þaí slíkt fjölmenni. Og þegar flugmennirn- ir komu í land rjeðu menn sjer vart fyrir fögnuði. Enginn þóttist hafa sjeð nje heyrt slíka afreks- menn áður.. Og undir niðri fundu menn ósjálfrátt að þeir komu með nýa tímann með sjer, og það gerði fögnuðinn enn dýpri og innilegri Hjer voru komnir fyrstu víkingar loftsins, menn, sem höfðu unnið sigur á órafjarlægðum hnattarins. Knud Zimsen borgarstjóri tók á móti þeim á steinbryggjunni fram af Pósthússtræti. Síðan var þeim ekið í bílum til Álfheima, húss Jónatans Þorsteinssonar kaup- manns, sem þeim var fengið til af- nota meðan þeir dveldust hjer. Þess má geta, að í sama mund og flugvjelarnar lentu, kom ,Rich- mond“ öslandi inn á höfnina og með því skipbrotsmennirnir Wade og Ogden vjelamaður hans. Hin herskipin komu og litlu seinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.