Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1949, Blaðsíða 8
348 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKUHÐGKAFA AÐ VERKI. Margar stórvirkar vjelar hafa íslendingar eignasl á seinni árum og ma þar til telja skurdgröfurnar. Vilhjálmur Stefánsson sagöi að það scm sjer hefði orðið einna stai’sýnast á hjer á landi, væri hinar miklu fram- ræslur, en þær væru ekki komnar enn ef skurðgröfurnar hefði ekki verið. Stór svæói \ íða um land er nú verið að þurka með iramræsluskurðum og aHs staðar eru iarðýturnar að verki. Það hefði gengið seint að grafa þessa miklu skurði með páli og reku, sem til skams tíma voru lielstu jarðabótaverkfærin hjer. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). Á slæmum vegi. Scint i ágústmánuði 188G var Þor- valdur Thoroddsen á ferð um Horn- straudir og var um nótt í Bolungar- vik fyrir norðan Furufjörð. Segir hann svo íiá ferðalaginu upp úr víkinni: Þega. við um morguninn fórum frá Bolur.garvík var allt hulið snjó niður i sjó. Upp af Bolungarvíkurseli eru snar brattiv hjallar grasi vaxnir, með tölu- verðum jarðvegi og eintómum dýum. Var þetta allt upp bólgið og öklasnjór ofan á. Grasbrekkurnar voru svo hál- ar, að varla var hægt að fóta sig og þurfli að hafa mestu varúð og fyrir- höfn með hestana, þvi þeir ýmist duttu eða lágu í. Þegar við vorum komnir hjer um bil 400 fet upp, á efstu brúnina á grashjöllunum upp af selinu, gekk annar af fylgdarmönnum mínum á undun og teymdi kofíortahest. Klár- inn lá i efst í hjallabrúninni, byltist og braust um, veltist svo um hrygg og gat ekki stöðvaði sig á brúninni vegna þungans á koffortunum og hentist svo niður fyrir. Oss datt ekki í hug, að við sæum hestinn lifandi aítur; það var cins og hvolpi hefði verið kastað af hendi. Hesturinn snerist fjórum sinnum við í loftinu, er hann hentist hjalla af hjalla niður alla hlíðina. — Loks kubbaðist klyfsöðullinn sundur, og gjarðirnar og koffortin hoppuðu niður undir jafnsljettu, en klárinn stöðvaðist hálfur á kafi í dýi. Við helduni að í honum hefði brotnað hvert bein, en svo var eigi; hestur- inn var að mestu óskaddaður, hafði hann hvergi komið á stein, altaf fail- ið á gljúpan jarðveg og i dý, og svo höfð.i koífortin hiíít honum. Merkilegt fólk. í brjefi, sem Matthias Jochums-jon skrií iði Stefám Stefánssyni skóia- meistara fyrir næi 60 áruni (l'ÍOO) segir hann svo: — Merkilegt er þetta okkar fámenna, margpískaða, já, niarg- drepna fólkl Það eru engin sjáanleg ellimerk komin á það enn. Það tímgast eins og bestu þjóðir. Það fæðir £í sjer færri idióta og stórglæpamenn en nokk ur önnur Evröpuþjóð, og það fiam- leiðir fleira af gáfuðu fólki en flestar aðrar, ef rjett er skoðað. Og hvað hleypidóma snertir, stöndum við ofar- lcga. enda slendur vor litla þjóð á fornum kulturmerg. Eftir kenmngum vorra daga, er það slærra moment en flestir ætla. Reyndar eru (einmitt þess vegna, flestar tradionir hjá oss slitn- ari i’ii á öðrum Norðurlöndum, enda er þvi bæði nauðsynlegra og auðveld- ara að kenna hjá oss nýtt (eða ætti að vera auðveldara). Gjör rjctt — þol eigi órjcll. Því hefir verið haldið fram, að helstu skilyrði fyrir því, að frelsið yrði rjettilega notað, væri að betri menn þjóðarinnar hlýddu boðorðunum: „Gjör rjett" og „þol eigi órjett“. Þeir, sem órjettinn gera eru lastverðir, en þeir, sem órjettinn þola, eru einnig lastverðir. Það getur vcrið mjög mik- ill ábyi gðarhluti að horfa á órjettinn, án þess að gera neitt til að liaida uppi rjettmum. Það er ekki holt heilræði að kenra mönnum að hnýsast ekki eftir þvi, sem órjett er gert, því að slikl eiga menn að láta sig miklu skifta. Sá hugsunarháttur, að best sje að skifta sjer ligi af neinu, heldur lála þá. sem ilt gera, sjálfa bera ábyrgð á gerðuin sínum, verður að víkja fyrir þeim hugsur.arhætti, að vjer, sem njótum verndar rjettarins, sjeum einnig skyld- ir að vernda rjettinn gagnvart órjett- inum, og að heill og hamingja íslands sje undir því komin, að lögum og rjetti sje haldið uppi gagnvart ólögum og rangindum. — (Páll Briem amtm.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.