Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 3
LESBOR MORdUNBL/\ÐSINP 351 græða sár sín að nýju,“ segir dr. Sigurður Þórarinsson. HJER þarf ekki að rekja þessa rannsóknarsögu lengra. En hún bregður upp fyrir manni einum þætti úr byggingarsögu landsins. Á 13. öld er orðið þröngt um bændur niðri í Hreppum. Fyrir innan sveit- irnar eru óbygð kostalönd, grasi og viði gróin alla leið upp á Kjöl Og þá gerast nokkrir djaríhuga menn landnámsmenn þarna í Hvítár- hvömmum. Þeir byrja á því að svíða landið umhverfis bæjarstæð- in, er þeir völdu sjer, til þess að gera þar tún. Þeir reisa sjer stóra og rambygða bæi úr toríi og grjóti, rekavið hafa þeir í alla máttarviðu, en birki sem tróð undir helluþökin. Þeir hafa þarna væn bú og una glaðir við sitt, því að sökum land- kosta gcrir búpeningur hjer rneira gagn, en niðri í sveitinni. Að vísu hel'ur máske brunnið meira af skóg unum en ætlað var, og þeir ekki fengið við það ráðið. En hjer var landrými nóg, grænir vellir og grösug mýrasund. Hjer var fögur íjallasýn, Jarlhettur, Langjökull Bláfell og Kerlingarfjöll í noröri, Hekla og Tindfjöll í landsuðri. — Þessi bygð var lengst allra frá sjó. Skemst vgr til sjávar í Hvalfjörð, um 70 kílómetrar. Bygðin þrífst vel um nokkra tugi ára. En svo kemur áfaliið. Hekla. þetta meinleysislega og fagra fja.11, sem enginn hafði grunað um græsku, byrjar alt í einu að gjósa. Enginn hafði talið hana með eld- fjöllum, því að hún hafði legið niðri siðan land bygðist. Nú verða þar ógurleg umbrot. Fjallið rifnar að endilöngu og upp úr þessari helj- argjá brýst eldhaf og kolsvartur mökkvi. Sunnan átt er á og mökkv- axm leggur norður. Innan skamms skellur hann yfir og verður þá myrkt sem um miðja nótt, en úr mökkvanum rignir vikri sem þjett- ast. Fólkið verður ótta slegið- Það veit ekki hvað þetta er og hyggur helst að heimurinn sje að farast Allar skepnur æða um hamstola af hræðslu svo að ekkert verður við þær ráðið. Þegar upp rofar er allur hinn fagri sumargróður horfinn (þctta var í júlí), en 20—30 cm. þykk vikurdyngja þekur alt landið eins langt og r.ugað eygir. Hið frjóv- sama hjerað er orðið að grárri eyðimörk, þar sem engri lifandi skepnu er vært. Þá leggur íólkið á flótta og fer niður í sveitina, þar sem minna hafði borið á vikurfall- inu. Seinna sækir það alla búsióð sína, en bæirnir standa eftir auðir og yfirgefnir, hálffyllast brátt af fokvikri og hrörna og hrynja að lokum. Fólkið vitjar þeirra ekki áftur, því að hjer er ekki byggilegt framar. Bygðin í Hvömmum er komin í auðn, eins og bygðin inni í Þjórs- árdal. Hekla hefur í einu vetfangi gert hinar fögru sveitir að eyði- mörk, og á hvorugum staðnum hef- ur verið lífvænlegt síðan. En upp úr rúmlega 600 ára gömlu vikur- hafi hafa rneirn nú grafið bæjar- rústir á báðum stöðum og skygnst eftir lifnaðarháttum og lífskjörum forfeðranna og — örlögum þeirra. ■íW íW JEG konx snöggvast aö Búðum í sumar og jeg sagði frá því í Lesbók 24. júlí að mjer hefði virst þar deyfð og kyrstaða. Nú hef jeg feug- ið brjef frá Eið Albertssyni, odd- vita þar, og segir hann að mjer hafi missýnst mjög. Hanxx segir að Búða- mexxn lifi ekki aðeins á útgerð, heldur á landbúnaði og eigi 60—70 kýr og 6—890 fjár. Hann segir og að það sje rangt að afli hafi brugð- ist árum samaix, þvert á móti hafi þar verið ágætur afli árum sanxan, nenxa á seinustu vertíð. Haixn scgir einnig: „Frá Búðunx eru nú geröii út milli 10 og 20 vjelbátar af ýms- um stærðum. Iiraðfrystihús var bygt hjer á árunum 1940—47 og er nú verið að stækka það um helm- ing. Ekki þótti Búðamömxum það nóg, heldur rjeðust þeir í að reisa annað hraðfrystihús, jafnstórt eða stærra hinu eftir stækkunina og er sú bygging langt komin. I sáípbandi við nýa húsið er verið að reisa 360 hestafla rafstöð fyrir kauptúnið og á hraðfrystihúsið að fá afl þaðan. Búðamenn hafa keypt jörð í íxá- grenni kauptúnsins og gert þar um 40 hektara nýrækt í viðbót við tún- in í kauptúninu. Þá hafa Búðaixxenn leitað fvrir sjer um kaup á einum þeirra 10 togara, sem vei'ið er að smíða í Englandi. — Á Búðum hef- ur verið reist á seinustu árum skólabygging, sem talin er af skóla- mönnum í röð fremstu skólabygg- inga landsins, með sambygðu leik- fimishúsi og sundhöll, og mun lengi bera vitni um stórhug Búðamanna í þessum málum. Þá hafa Búða- menn komið sjer upp bókasafni á síðustu árum, með um 2000 bind- unx og hafa lagt fram hlutfallslcga hæstan styrk til síns bókasafns af kauptúnum utan Reykjavíkur.“ — Mjer þykir vænt um að hxfa fengið þessar upplýsingar og nxjer þykir vænt unx að það skuli bæði liaía verið nxissýning og af mis- lxeyrn að jeg lielt að kyrstaða væri. í þessu þorpi. Og það er saixnarlega hressandi að heyra innan um allan barlóminn nú á dögum, rödd frá manni, sem er ánægður með ástand ið í sínum heimahögum og stoltur aí því, sem þar miðar í franxfara- átt. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.