Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 6
354 LESBÓK MORGUNBLaÐSINF og öllu varð Hreína að svara, því á þessum stað væri það jafn sjer- kennilegt og sólmyrkvi, ef Hrefna gæti ekki leyst úr öllum vanda. Svo líður að hádegisverði. Einn flokkur þjónar til borðs, það eru cngin köll eða hróp — ef eitthvað er að rjettir einhver upp hendina og þjónustustúlkan kemur og leysir úr vandanum, og máske getur það' hent, að sú, sem var ódugleg við matinn í gær, vandi í dag um við leiksystur sína og segi henni að liún verði að klára matinn, því það sje ljótt að leifa. Að loknum hádegisverði er far- ið að búast til kirkjugöngu. f dag á Hrefna að messa — Björgvin gerði það síðast og gerir það næst. — í kirkjunni mætast nemendur beggja skólanna, bæði drengir og stúlkur. Það er gengið undir fán- um, í ausandi regni. Þegar allir eru komnir í sæti, er litla fallega kirkj an meira en fullskipuð. Fánarnir standa í kór og lítil telpa les bæn- ina, sálmar eru sungnir og lesið úr lieilagri ritningu. — Hrefna stígur í stólinn — hún er ekki prestur, það heyrði jeg fljótt, því hún lal- aði svo kreddulaust og svo inni- lega um fyrirmynd meistarans frá Nazaret að sú yngsta skildi boð- skap hans og við eldri heyrðum hann betur en nokkru sinni áður. Þetta var hátíðleg stund þrungin innileik og trúmensku. Ef til vill legg jeg ekki óhlutdrægt mat á það, sem fram fór, því mjer er staður- inn svo kær — sjálfur hef jeg stýrt guðsþjónustu á þessum stað, og svo er þetta Skátakirkja. — Svo liður dagur og halda skal heim. Þegar jeg kom vissi jeg nokkurnveginn hvað þarna fór fram, bæði meðal drengja og stúlkna, en þegar jeg fór, var jeg sannfærður um að þarna, ausíur að Úlfljótsvatni, er að þróast sá grundvöllur sem árangursrík æsku iýðsstarfsemi verður að byggjast á. Það verður að hlúa að þessum vísi að mannrækt, og gera honum til góða það, sem frekast er unt. Það verður gaman að koma að Úlfljótsvatni, þegar sjera Björgvin er sestur í sóknina og aðal vanda- málið verður að geta tekið á móti öllum þeim, scm vilja þroska sig eltir þeim leiðum, sem skátahrevf- ingin á yfir að ráða. — Við verðum að ganga hratt niður að Ljósafossi, því þessi barnmörgu heimili er ekki gott að yíirgefa. Áætlunarbíllinn fer á tilsettum tíma og vegurinn er góður — Álfta- vatnið bjart — íþróttamót í Hvera- gerði og Kambarnir brattir. í höfuðborginni er skipt um vagn og leiðina suður með sjó þekkjum við, sem verðum að fara hana viku- lega minst. En eftir því sem við ökum lengra í hina áttina, verður mjer ljósara að austur við Úlfljótsvatn er skáfa- skóli. íW V 4/ Norðurljósa rannsóknir MENN hefur stöðugt greint á um það af hverju norðurljós stafa. En nú hefir amerískur vísindamaður, dr. Carl W. Gartlein við Cornell háskólann komið fram með nýa skýrmgu á því. Kveðst hann hafa gert mjög víðtækar og nákvæmar ran'.'SÓknir á norðurljósum og komist að þeirri niðurstöðu. að þau stafi frá „brintatómum“ sem sóliu þeyti frá sjer. Frumeindir þessar koma með 600 km. hraða á sekúndu inn í gufuhvolf jarðar og þá skeður eitt aí tvennu: Annað hvort lýstur þeim saman við raf- eindir loftsins, svo að úr verður gneistaflug, eða þá — og það er algengast — að þau koma köfn- unarefnasamböndum loftsins í uppnám og við það skapast þessi ljósadýrð. Menn höfðu fyrir löngu veitt því athygli að eitthvert samband var BRIDGE S. 10 4 H. Á K 9 3 T. Á 7 4 L. Á G 3 5 S. A K D 7 2 H. 8 7 5 T. K G 9 L. 9 4 S. G H. 10 2 , JX- D 10 tí 5 L. K D 10 6 3 2 Vestur gaf. Hvorugur í hættu. Sagn- ir voru þessar: V. N. A. S. 1 sp. tvöf. P- 3 1. P- 4 1. P- 5 1. P- P- P- Vestur sló út S.kóng og síðan isn- um, tn S tók hann með trómpi. Nú þarf S að gá að sjer. Eflaust hefir V. kóng af tigli og hafi hann gosann lika er spilið tapað með því að spila tígh undir hann. S tekur fyrst á hjartaás og kóng, slær svo út hjarta og tekur með L. K. Spilar svo trompi undir ás- inn og slær út hjarta og drepur með L. D. — Svo slær hann út trompi og tekur það með gosanum. Þá slær hann út T 4 og V fær þann slag. En nú verð- ur hann annað hvort að spila út tígli — og missir þá báða slagina — eða spila spaða og þá getur blindur fleygt af sjer T 7 — og spilið er unnið. á htilli sólbletta og norðurljósa. Sólblettirnir vissu menn að stöf- uðu af gosum í sólinni, og sam- kvæmt rannsóknum Gartleins er sólin hlaðin af „brintatómum“ og fær ;.f þeim birtu sína. Norðurljós og suðurljós á suð- urhveli jarðar sjást ekki nema í grend við segulpóla jarðar. Er það af því að segulpólarnir draga að sjer rafeindir loftsins. En menn hafa ekki vitað áður hvort þessar rafeindir væri „negati^r“ eða „positivar“, en nú vita menn eftir rannsóknir Gartleins að þær eru „positivar".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.