Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUWBLAÐSTNS AMERISKAR Svört eldabuska fekk leyfi hús- móður sinnar að fara í brúðkaups- veislu í Svertingjahverfi. Hún fór í veisluna seinni hluta dags og kom ekki heim fyr en klukkan 8 næsta morgun. Og þá hafði hún nú sitt af hverju að segja húsmóður sinni. — Þetta er sú stórkostlegasta og dásamlegasta brúðkaupsveisla sem jeg hefi verið í. Jeg held að fáir hvítir menn geti haldið aðra eins veislu. Jeg vildi að þjer hefðuð verið komin þar og sjeð brúðurina. Ó, ó, hún var töfrandi. Hún var í snjóhvítum kjól með hvítum loð- skinnum á ermum og hálsmáli. Og hárið var sett upp í stóran hnút og kolsvartur liturinn fór svo dæmalaust vel við hvíta kjólinn. Það var nú sjón að sjá. Og svo voru þarna ótal þjónar með hvíta hanska og svo var þarna átta manna hljómsveit, sem Ijek brúð- ardansinn. Og þá hefðuð þier átt að sjá veisluborðið, alt skreytt og hlaðið dýrustu vistum, steiktum kjúklingum, súpu með sýrópi í og ís eins og hver vildi hafa. Veislan hefir staðið í alla nótt og henni er ekki lokið enn. Fólkið er enn að dansa. Jeg stalst heim til þess að hita morgunkaffið yðar og svo ætla jeg að fara þangað aftur og fá mjer einn snúning. Já, þetta er nú almennileg veisla. — En þú hefir ekki sagt mjer neitt frá brúðgumanum, sagði hús- móðir hennar. — Nei, það hefi jeg gert af á- settu ráði, því að hann varð sjer til háborinnar skammar. — Hvað er að heyra þetta? Var hann drukkinn? — Ekki veit jeg það, hvort hann hefir verið drukkinn eða ódrukk- KÍMNISÖGUR inn, því að hann ljet ekki sjá sig, kvikindið það arna. ---o--- Robert E. Peary kom í járnbraut- arlest í New Orleans. Hann var þá að leggja á stað í hina frægu för sína til Norðurpólsins. Hann settist í reykingasalinn. Þá kemur þangað ungur maður, mikill á lofti og tekur hann tali. — Jeg á langa og erfiða leið fyr- ir höndum, sagði hann. — Einmitt það, sagði Peary. — Já, jeg ætla að fara alla leið til Louisville. Það er ekkert spaug að fara alla leið frá New Orleans til Louisville. Eigið þjer langa leið fyrir höndum? — Ójá, nokkuð, sagði Peary. — Jeg býst ekki við því að þjer sjeuð jafn vanur ferðalögum og jeg, sagði pilturinn. Hvert ætlið þjer að fara? — O-o, jeg ætla bara að skreppa til Norðurpólsins, sagði Peary. -------------o--- Á bannárunum í Ameríku var send nefnd íjármálamanna til Frakklands og átti hún að athuga hvort óhætt væri að lána Frökk- um stórfje. Frökkum var náttúrlega mjög í mun að taka sem best á móti nefndarmönnum og dekruðu við þá á allan hátt. Og vegna þess að þeir töldu að Ameríkumenn væri mjög þurbrjósta þótti það ágætt ráð að halda að þeim áfengi eins og unt var. Þeir ferðuðust nokkuð um land- ið og alls staðar urðu þeir að reyna hinar sjerstöku víntegund- ir hvers staðar. Vín var veitt með morgunverði, vín með hádegis- verði, vín með kvöldverði, og milli máltíða eins mikið og hver gat í sig látið. Meðal ntfndarmanna var einn frá Vesturfylkjunum. Hann hafði neytt áfengis alla ævi, en altaf í hófi. Honum leiddist þessi drykkju skapur, en hann þoldi áfengi ve! og ljet ekki á neinu bera. Þegar nefndin kom til Parísa'- hitti hann þar gamlan vin, og urðu fagnaðarfundir með þeim. „Við verðum að halda upp .4 þennan dag“, sagði vinurinn. „Við skulum borða í kvöld í besta veit ingahúsi borgarinnar, og jeg skal lofa þjer því, að þar skaltu fá alt áð drekka sem þú vilt“. „Segirðu satt?“ sagði sá vest ræni. „Get jeg fengið hvaða drykk sem jeg óska? En þú mátt vara þig á því, að það mun erfitt að ná í þann drykk í þessu landi“. „Segðu til — jeg skal áreiðan- lega útvega þjer hann“. „Góði farðu þá í einhvern leyni- sala og reyndu að herja út úr hon- um svo sem hálfan pott af drvkkj- arvatni“. V •W' -W -^W - Molar - Blaðamaður kom til gamals bónda til þess að fá að vita á hverju hann hefði orðið ríkur. — Það er löng saga að segja frá því, sagði bóndi, og það er best að spara ljósið á meðan jeg segi hana. Og svo slökti hann. ★ Skotasaga. Skoti kom inn í búð til söðla- smiðs og vildi fá keyptan einn spora. — Hvers vegna viltu ekki nema einn? spurði söðlasmiður. — Það er vegna þess, að ef jeg get komið annari hliðinni á hest- inum áfram, þá hlýtur hin að íyigja-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.