Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 1
Sunnudagur 21. ágúst 1949 XXIV. árgangiu. 31. tölublað SKÝFÖLL Á HAGAFJALL Mánudaginn 1. ágúst s.l. komu tvö skýföll hvert á eftir öðru á Hagafjall í Gnúpverjahreppi og olli vatnsflaum- urinn ógurlegum skriðuföllum, scm gerðu mikil landspjöll og tóku af vcginn inn í Þjórsárdal á 5 kilómetra löng- um kafla. Er hjer um svo merkilegt náttúruundur að ræða að rjett er að halda tii haga sem greinilegustum frá- sögnum af því. Heíur Lesbók því fcngið eftirfarandi útdrátt úr dagbók Brynjólfs Meisteðs vegagerðarverkstjóra á Stóra-Hofi. (Ljósni.: Þorvaldur Ágústsson). HINN 1. ágúst var jeg staddur á landsímastöðinni Galtafelli í Hruna mannahreppi. Var ao koma utan úr Skáiholtsvegi og ætlaði inn fyrir Skipholt að undirbúa vegavinnu, sem þar átti þá að hefja. Urn miðaílan hringir Ásólfur bóndi á Ásólfsstöðum til mín og seg'ir mjer þær frjettir, að þar hafi rignt svo mikið, að ógurlegur vöxt- ur hafi komið þar í bæarlækinn með grjótflugi og vikurframburði. svo að hann haíi orðið ófær. Stór áætlunarbíll hafi ekki trevst sjer að leggja í lækinn um stund ng er þessi lækur þó venjulega mjög lítill að sumarlagi. En er hlaupið sjatn- aði svo að bíllinn lór þar yíir.*hafi liann ckki kornist lengra en að Litlu-Bringu. Þar hefði skriður bonð grjót og vikurjarðveg yfir veginn svo að hann væri með öllu ófær. Það kom síðar í ljós að 19 skriður höfðu fallið á Bringuveg inn á svo sem 500 metra löngum kafla. Símtal okkar Ásólfs heyrðist illa og seinast rauf óveðrið sambandið. En rjett á eftir hringdi Guðmund- ur Böðvarsson, forstjóri á Selfossi, Grafgíl i Hagafjalii, hvcrt viö annað. lil mín, og spurði hvort jeg gæti ekki hjálpað áætlunarbílnum að komast leiðar sinnar þegar í stað Klukkan mun hafa verið um 19 þegar þetta var, og var þá helli- rignmg á Galtafelli. Jarðýta var ekki tiltæk, innan hrepps, en svo hittist á að lítil jarðýta, sem Árni á Galtaíelh og fleiri eiga, var aí tiiviljun komin á flutningabíl og átti að fara út að Unnarholti í vinnu. Fekk jeg þá ýtu ljeða tii þess að fara inn í Þjórsárdal. Hugði jeg að það mundi ekki verða meira en 6—8 stunda verk fyrir hana að ryðja skriðunum af Bringuvegin- um. Ytumennirnir voru þó illa fyr- ir kallaðir að hefja næturvinnu því að peir voru þreyttir af vökum og vinnu og holdvotir eftir það að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.