Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3G7 Hjer hlupu skriðurnar alla leið fram í Þjórsá. Á myndinni sjest hinn ruddi vegur yfir skriðurnar. (Ljósm.: Þorvaldur Ágústssou). siaðat* fram af Líknarbjörgum, enda munu Líknarbrekkur bera þessa minjar lengi. Annað eins áíall hafa þær aldrei hlolið því að nokkurn veginn má með' fullri vissu segja, að frá því er landnáms- maðurinn Þormóður skafti barg fje sínu í Líknarbrekkum, þegar haglaust var annars staðar, hafa ekki komið skriður og grafgil í hin- ar annáluðu gróðurbrekkur. En nú eru þarna um 20 þröng og djúp graigil. Áfram held jeg enn. Nítján skrið- ur eru á Bringuveginum í Ásólfs- staðalandi, en engar stórar. Insta skriðan er á Bringuflötum, bak við Bringu, og er ekki mjög stór, Viðgerft vegarius Nu liður að miðnætti. Jeg verð að snúa við. Ýtumennirnir eru ef til vill komnir og jeg verð að á- kveða hvar byrja skal. Þar er á miklu að taka. Þegar jeg kem suður á Gauks- höfða er ýtan komin. Svo er vinn- an hafin. Guðmundur frá Götu sest á ýtuna þótt hann sje vansveíta og búinn að vinna langan vinnu- dag. Bróðir lians íer að soía og jeg drcg mig inn í bílinn og solna, vakna við nokkurn hroll og fer heim að Ilaga að sækja morgun- kaffi. Guðmundur sat á ýtunni alla nóttina. Sá hefur stundum gert það fyr. Hann haíði alkastað ótrúiega miklu, en það er ekki nema fyrir æfða ýtumenn að vinna við slíka aðstöðu. En í höndum þeirra vinna jarðýturnar hin stærstu þrekvirki. Og það er Guðmundi að þakka og Sigurði bróður hans að það tókst að opna veginn 2. ágúst. Þessi veg- ur var áður nýviðgerður og heíur aldrei verið jaíngóður. En nú höfðu failið á liann 50 skriður. Auk þess liafði viða runnið inn á hann og aurbleytur víða á 5 km. löngum kafla. Eftir 19 stunda ýtuvinnu og dagvinnu nokkurra manna, hafði tekist að ryðja veginn. En það mun kosta 10—15 þús. króna að gera veginn eins og hann var fyrir þetta áfall. Allir skurðir og vatnsrásir er nú horfið í aur og skriður. Víða er nú orðið örðugt um frarensii, nema með ærnum kostnaði og land ið allt fyrir ofan sundurílakandi í grafningum og giljum. Hvaft náftu skýföllin yfir stórt svæði? Enn er eftir að rannsaka margt í sambandi við þessar merkiiegu náttúruhamfarir. Það þyrfti að gera kort af Hagafjalli og merkja þar inn á allar skriðurnar. Um ieið yrði svo gengið úr skugga um það yfir hve stórt svæði skýíöllin haía náð. Þverá óx tiltölulega lítið í sam- anburði við læki þar fyrir austan. Virðast skýföllin því hafa náð frá Stakkatúnslæknum hjá Haga aust- ur fyrir Litlu-Bringu, en það er 5 km. leið. Hlaupið, sem kom í Ás- ólfsstaðalækinn, kom úr gili ofan úr Haukadal í Hagafjalli, en þver- lækir á móts við Ásólfsstaði breytt- ust lítt. Jeg gcri því ráð fyrir að ský- fallssvæðið hafi náð yfir 5\5 km. eða lent svo að segja eingöngu á Hagafjalli. En eitt er víst, að önn- ur eins demba hefur ekki skollið á það fjall um aldaraðir. Stóra-Hofi, 7. ágúst 1949. Brynjólfur Melsled. ^ V X Ferðamaður kom til Indíánahöfð- ingja langt vestur í Kanada. — Indiáninn sat auðum höndum úti fvrir tjaldi sínu og naut þess að láta sólina skína á sig. — Þú ættir að fá þjer atvinnu, sagði ferðamaðurinn. — Til hvers? spurði Indíáninn. — Þá fengir þú peninga. — Til hvers? spurði Indíáninn. — Jú, ef þú værir duglegur og sparsamur þá gætirðu eigiiast lag- lega innstæðu í banka. — Til hvers? spurði Indíáninn. — Þegar þú værir búinn að safna nógu miklu, gætirðu sest í helgan stein og þyrftir ekkert að gera. — Jeg geri ekkert hvort sem er, sagði Indíáninn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.