Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 6
370 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Umhverfi er sviplitið, og borg- arstæðið grýttir hólar og hæðir og eru húsið dreifð um allstórt svæði. Næst höfninni eru þó húsin með litlu millibili og snúa sitt á hvað og götur þröngar og krókóttar og viða allbrattar og ófærar bifreið- um. Aðeins næst höfninni eru stein- steyptir vegarspottar. Flest húsin eru fremur lítil og rnjög óvíða garð- ar í kringum þau. í miðbænum eiu þó nokkrar sætnilegar byggingar myndarleg kirkja og vel við hald- ið, þinghús og barnaskóli. Á hæð þar skamt frá stendur hið svokall- aða Konungsminni, reist árið 1874, það er varða ferstrend og topp- mynduð ca. 30 fet á hæð. Gat jeg ekki varist þeirri hugsun, að betur hefði sómt sjer á þessum stað myndastytta af Grími rauða er fyrstur byggði í Færeyjum, Sig- mundi Brestissyni eða Jóhannesi Paturson mesta stjórnmálaskörungi Færeyinga. Þarna á hæðinni er við sýni mikið, enda munu flestir ferða langar leggja leið sína þangað Konuugshjóniu stiga á land Kl. 10 að rnorgni lagðist konungs- skipið „Dannebrog“ að bryggju í Þórshöfn og fylgdi því allstórt her- skip. Mikill mannfjöldi hafði safn- ast niður á bryggjuna og voru mót- tökurnar vel skipulagðar og virðu- legar. Annars sje jeg ekki ástæðu til þess að fjölyrða um hátíðahöld- in í tilefni af þessari heimsókn kon- ungshjónanna. En óþarflega áber- andi þótti mjer auðmýktin og kon- ungshyllin, t. d. var danski fáninn í yfirgnæfandi rneiri hluta við þetta tækifæri þótt Færeyingar sjálfir eigi nú prýðilegan löggiltan þjóð- arfána. Danskur prestur, en ekki færeyskur, var valinn til þess að flytja ræðu — auðvitað á dönsku — við konungsmessuna í dómkirkj- unni, og blaðið Dimmalætting taldi þessa heimsókn konungsins sjer- staklega þýðingarmikinn sögulegan atburð, er tengdi aftur og treysti á ný vináttu og bræðraböndin milli þjóðanna Dana og Færeyinga sem rofin hefði verið á stríðsárunum. Jeg naut góðs af hátíðahöldun- um. Til Þórshafnar hafði salnast fjöldi fólks hingað og þangað af eyjumim. Átti jeg tal við marga ágæta menn, þar á meðal nokkra skútuskipstjóra, sem stundað höfðu veiðar hjer við land, og einn lög,- þingsmann Johan Pálsson frá Strendur. Bað hann mig að bera landsímastj. Guðm. Hliðdal kveðju og bestu þakkir fyrir góðar við- tökur og fyrirgreiðslu, er hann var hjer heima fyrir skömmu. Allir þessir menn töluðu mjög vinsam- lega um Islendinga og þau kvnni scm þeir hefðu haft af þeim Þá fjekk jeg og ósk mína uppfylta að sjá þjóðdans Færeyinga í fullu fjöri og algleymingi. Allir taka þátt i dansinum, sem vellingi geta vald- ið, ungir og gamlir, konur og karl- ar haldast í hendur og dansa í stór- um hring, sem oft er tvöfaldur. Engin hljómsveit er eða annar hljóðl'ærasláttur, en hver svngur nreð sínu nefi gömul hetjukvæði og fara hreyfingar í dansinum nokkuð eftir efni kvæðisins, sern sungið er. Ekki er mjer grunlaust um að sumir hafi ljett fótaburðinn og liðkað raddböndin með gleði- veigum Bakkusar þessa kvö'd stund, og er það ekki tiltökumál við svo hátíðlegt tækifæri Alt fór þó fram með spekt og varð jeg þess ekki var að lögregluaðstoðar gerð- ist þörf. Annars sá jeg engan marm ölvaðan þá daga er jeg dvalrlist í Þórshöfn, enda engin vínsala leyíð í Eyunum. En heimilt mun vera að panta vín frá Danmörku, en aðeins lítinn skamt í einu. Dansleikum er hætt kl. 12 á miðnætti og svo var einnig í þetta sinn. — En allhávær söngur helt áfram á götunum tiokk- uð frameftir nóttu. Grindaboð Síðasta daginn sem eg var í Þórs- höfn veitti jeg því eftirtekt um kl. 4 eftir hádegi, að allmikil ókyrð var á götum borgarinnar. Sá jeg ýmsa á harða spretti með langar stengur um öxl með vöfðum oddi og með slóra skeiðahnífa dinglandi á marglitri snúru með skúfum á endum, er bundin var urn mittið. Var mjer sagt að grindaboð væri komið. Öllum búðum var lokað á svipstund og fólkið þusti á eftir stríðshetjunum niður að höfninni. Mátti þar sjá fólk á öllurn aldri börn og gamalmenni, karla og kon- ur og voru margar konurnar með barnakerrur í eftirdragi. Jeg barst með straumnum niður á hafnar- bakkann. Þegar þangað kom gaf að líta fjölda báta af ýmsurn stærð- um, á að giska 40—50 ér lokuðu hafnarmynninu og þokuðust hægt og hægt nær landi. — Þegar að þrengdi sást grindatorfan vaða of- ansjávar með miklum bægslagangi og rporðaköstum og leita færis til útrásar gegnum bátagirðinguna. En loks varð kreppt að þeim í lítilli vík spölkorn innar en þar sem m.s. Drotningin lá við bryggju. Stóð þar uppskipun sem hæst. En öll vinna stöðvaðist og ailir þustu af stað til þess að sjá viðureignina. Var bá svo mikill mannfjöldi þarna sam- an kominn að litlu færra mun hafa veriö en við konungsmóttökuna. Hófst nú orustan. Köstuðu báts- verjar spjótum í hvalfiskana eða stungu á hol með langskeptum lensum. Ærðust þá hvalirnir og brunuðu beint til lands örvita af hræðslu og kvölum. En þar voru alls staðar menn fyrir með ífærur í höndum. Óðu þeir út í sjóinn svo sjór tók þeim á axlir og hiuggu krókum í hvalina og drógu þá á grunn. Voru þá sporðaköst og gusu- gangur svo mikill, að áhorfendur þurftu að hörfa frá til þess að forð- ast sjó og blóðregn, því brátt varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.