Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1949, Blaðsíða 8
372 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Plaa róndin á Ijáuum. Dcngdir ljáir, skosku ljáirnir og spík- urnar gömlu, sögðu oít til um það, hvort regn var í vændum eða þurkur. í vætutíð vora áhöld þessi með móðu og ryðhúð smágjörri mjög, og var ryðið þá oft á þau komið, svo áberandi var, eftir nokkra daga, ef þau voru eigi notuð daglega, en ef blá rönd ofan við eggina sást á þeim, var þerrir í vænd- um næsta dag eða dægur. Röndin var oft dimmblá, en því ljósblárri, sem þurkurinn, er í vændum var, varð betri. Hefði rosatíðin staðið lengi, urðu sláttumenn því fegnir mjög, er þeir sáu bláu röndina koma á ljáinn. Einkum bar mest á röndinni á ljáblöðunum skosku. Þannig var það og um flest þau áhöid úr járni, er notuð voru, að þau voru miklu hreinni og skírari á að lita undir þurviðri en vætu, jafnvel skóflu- b'öð, pálar og rekuvör. Þá voru eigi siður \ asahnifarnir meðal hinna stærri spámanna vor strákanna fyrrum. — (Austantórur). Á SANDSKEIÐI undir Vífilfelli er flu vöilur svifflugna. Þar heldur Svifflugfje- lag íslands uppi kenslu í svifflugi á hv rju sumri. Það á nú 10 svifflugur, þar af 3 amcrískar skólaflugur, 2 byrjcndaU igur smíðaðar hjer og 3 fullkomnar svif- flugur. Æfing í svifflugi cr talin mjög þýðingarmikil fyrir þá, sem ætla að ger- ast flugstjórar á farþegaflugvjelum og sum flugfjelög setja það beint sem skil- yrði fyrir því að menn fái að stjórn i farþcgaflugvjel, að þeir hafi leist svifpróf af hendi. Skilyrði til svifflugs cru talin ágæt hjer, eða svo sagði hinn sænski svif- flugmaður Karl-Erik Övgárd, scm hjer var i fyrra til þess að rannsaka flugskil- yrði. En auk þcss að svifflugið er góður undirbúningur að flugi á vjelknúnum flugum, þá cr það einhvcr hin allra skemtilegasta iþrótt. íslensk sviffluga hefur komisl i 18.000 fcta hæð og metið í þolUugi er um 15 klukkustundir. — IMyndin hjer svnir svifflugu við liæsta tindinn á Vífilsfelli. cn í baksýn sjest Hcngilluin. Svilflugan er af svokallaðri „Weihe“-g:rð, sem cr þýsk að uppruna, en svifflugan er smiðuð hjer. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). Tru á sjávarföll Jón Árnason segir i Þjóósögunum að hlaða eigi stekkjarkampa með aðíalli. Sunnlendingar sæiast líka eftir að hlaða fjárrjettarkampa með aðfalli, því að þá á fjeð að ganga betur inn. Bjarni Pálsson landlæknir scgir að góðir bú- menn þekji eldhús sín mcð útfalli, til þess að þau verði kaf- eða svæluminni. Svo slátri þeir og nautum og sauðum með aðfalli, hafi þá trú að skepnunni blæði þá betur og meira. Þeir vilji og helst slátra ineð þverrandi tungli, því að skinnið verði því þjetlara og hald- belra „eins og jörð, sem er rist mcð sömu varúð.“ Guðmundur Betilsson á Ulugastöðum á Vatnsnesi (bróðir Nalans) var draumamaður mikill og lagði trúnað á þá. Einu sinni var hon- um sagt í draumi, að hann ætti að deya sama daginn og sýslumaðurinn hans. Þá var Björn Blöndal sýslumaður í Húnavatnssýslu. En Blöndal dó og Guð- mundur lifði eftir. Við það veiktist mjög draumatrú hans. Eftir Blöndal kom Arnór (minnir mig) til sýslunnar. Hann dó í því embætti, og þá dó Guð- mundur sawa dag og hann (Brynjólíur á Minna-Núpi). Silvcllir hjet lítið kot í Breiðuvík á Snæfells- nesi. Þar bjó Jón Esphólín í skemmu, þegar hann var sýslumaður Snæfell- inea (1792—96). Bóndinn, sem þar bjó þá, vildi hvorki standa upp fyrir hon- um nje leyfa honum bæinn. — Þessi skemmukofi stóð þar við bæinn <>g var talinn kúgildi á jörðinni. Þar bjó Esphó lin um sig ásamt heitmey sinni og rnóð- ur hennar, en vinnufólk hans lá í fram- hýsum í bænum. Átti Esphólín þar hina vcrstu ævi. Um þetta kvað Ásgrimur Hellnaprestur: Ef þú spyr að íisphólin og hans kvenfólktnu, er hann þá að ætlan mín innan í kúgildinu. Ifákarlabeita Laust eftir aldamótin 1800 varð strák ur nokkur austur í Múlasýslu sekur um stuld og hafði hreppstjóri hann í haldi. Var strákur hafður í sjálfheldu um sumarið, en siðan ljet hreppstjóri hann i hús. Náði hann þá i kjöt og át meira en hann þoldi, því að hann var dreginn áður, en síðan dó hann. Var þá Þórður sýslumaður Thorlacius erlendis, cn hreppstjóri þessi rjeðist um við annan hreppstjóra hvað gera skyldi við likið. Hjeðu þeir það af, að ekki skyldi það til kirkju flytja, og fyrir því að jörð fekst ekki, er þeim lcist að grafa það í, varð það að samkomulagi að þcir fluttu likið fram á mið, söktu því i sjó og drógu á hákarl. Sundniaður á 17. óld Jeg hef sjeð kafara íslenskan, sein var vanut' að synda öðru visi en aðrir menn; hann hreyfði hendur og fætur mjög fimlega svo sem ugga og sporð á fiski, alveg viðstöðulaust, og það svo mjög að hann gat kafað nokkuð í vatni (Gísli biskup Oddsson). Rask og das var kallað við Breiðafjörð höfuðkinnar af þorski og steinbít, þorskhöfuð, slóg (annað en lifur), en þetta alt var oftast kallað dasfiski og fengu formenn það víðast sem aukahlut.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.