Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 1
32. tölublað Sunnudagur 28. ágúst 1949 bék XXIV. árgangur. GRJÓTI BREYTT í ULL Á HÆÐINNI neðan við Geitháls i Mosfellssveit, og rjett við þjóðveg- inn austur yfir fjall reisti ameríski herinn á sínum tíma stórt kvik- myndahús. Var það að mestu með hcrskálalagi, og á stærð við birgða- skcmmur hersins, en betur frá því gengið að öllu íeyti. Og mjög bar það af, bröggunum" þar umhverfis svo að allir sem um veginn fóru hlutu aö veita því sjerstaka athvgli. Nú er horfið herskálahverfið, sem þarna var, en þessi bygging stendur eftir. Og enn mun vegfar- endum verða starsýnt á hana. og þeir munu brjóta heilann um það til hvers hún muni vera notuð. — Nokkurri svipbreytingu hefur hún tekið hið ytra. Eru komnir á hana sex strompar og reykháfur, sem þyiiar úr sjer kolsvörtum reykjar- mekki, en liingað og þangað sjest gufu bregða fyrir. Af þessu hvoru tveggja má draga þá ályktun að hjer sje rekinn einhver iðnaður, máske vjelsmiðja eða steypusmiðja. Onei, ekki er það svo, en iðnaður er hjer hafinn, iðnaður, sem ekki á sinn líka á landinu. Hjer er verið að vinna ull úr grjóti. Hjer er íslensku grjóti, gjall- hrauni úr Rauðhólum og grágrýti. breytt í mjúka og voðfelda ullar- i'lóka. NYRIÐNAÐURHJERALANDI Hjer sjest hiácínið: ljósa hrúgan er grágrýtismulningur, hitt gjallhraun Jeg býst við að emhvcrjir íelu upp stór augu þegar þeir lesa þetta og segi sem svo, að margt megi nú bjóða manni, en ekki slíka fjar- stæðu sem þá, að hægt sje að breyta grjóti í ull. Þetta er þó hverju orði sannara, og munu menn brátt fá að þreifa á þvi, þegar farið verð- ur að nota ullina um alt land. En hún er notuð til einangrunar í hús- um og alls staðar, þar sem einangr- unar er þörf. VERKSMIÐJA þessi hefur ckki farið á stað með brauki' og bramli, eins og sum fyrirtæki. Það hefur verið hljótt um hana, enda er bessi iðnaður enn á tilraunastigi, og svo vildi til það óhapp í vor, að eldur varð laus í húsinu og olli nokkrum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.