Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 4
376 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FYRSTA ISLENSKA KONAN SEM FÆDDIST í WINNIPEG í TILEFNI af 75 ára afmæli Winni- pegborgar í sumar, birti blaðið „Winnipeg Tribune11 samtal við ýmsa af elstu borgurunum, þar á meðal frú Friðrikku Thorolfsson, sem er fyrsta íslenska konan, sem fæddist í Winnipeg. Kún er nú sjötug. Foreldrar hennar voru Sigríður og Friðrik Sigurbjörnsson smiður og er þeirra getið í grein eftir Jón J. Bíldfell, sem birtist í Lesbók í vetur. Friðrikka var aðeins þriggja ára þegar hún misti föður sinn og varð hún að vinna fyrir sjer frá blautu barnsbeini og gæti því ef- laust sagt frá mörgum erfiðleikum á ævinni. I greininni í „Tribune“ (sem var hin áttunda í röðinni) segir m. a.: — Það væri ekki fullsögð saga af fyrstu árum Winnipeg, ef íslend- inga væri þar ekki getið, og ákjós- anlegasti fulltrúi þeirra er frú Thorolfsson, því að hún er fvrsta fína þræði. Nokkuð mun síðan bvrj að var á þessu í Ameríku, og sams- konar verksmiðjur og þessi eru komnar á Norðurlöndum og sjálf- sagt víðar. Steinullin getur því tæp lega orðið útflutningsvara hjer, þótt nóg hráefni og nærtækt sje til í landinu. En þetta, að hægt skuli vera að breyta grjótinu okkar i verslunarvöru, hefur víst fáa órað fyrir. Og hver veit nema hægt verði seinna að breyta því á ýmsan ann- an hátt í nauðsynlegar vörutegund- ir? Það á máske eftir að koma upp úr kafinu að hraungrýtið hjerna verði talið til landkosta. Á. Ó. Friffrikka Thorolfsson (Myndirnar tók Ól. K. Magnússon). íslenska konan, sem fæddist þar. Foreldrar hennar voru líka fyrstu íslensku hjónin, sem giftust þar. En þá voru þau bæði svo illa að sjer í málinu, að þaú þurftu að hafa túlk við hjónavígsluna. Flestir íslensku landnámsmann- anna fóru til Gimli, en Friðrik kaus að vera í Winnipeg, því að þar hafði hann atvinnu sem trjesmiður. Þau sáu heldur ekki eftir því, þeg- ar bólusóttin herjaði á Gimli nokkr um árum seinna. En erfið voru fyrstu árin hjá ís- lensku landnemunum í Winnipeg. Og frú Thorolfsson er það enn í fersku minni hver vanvirðing þeim var þá sýnd. Það var alvanalegt, þegar auglýsingar voru settar í glugga húsa um að þau væru til leigu eða sölu, að bætt var neðan við: „Þýðingarlaust fyrir íslend- inga að gefa sig fram.“ „Jeg var ung þá, en þetta kom við hjartað í mjer,“ segir frú Thor- olfsson. En hún bætir því við að nú muni íslendingar hafa annað álit á sjer í Winnipeg. Frú Thorolfsson man enn eftir flóðinu mikla þegar hún var barn. Hún átti þá heima í skálum Hudson Bay. Þá varð vatnsgangurinn svo mikill, að leggja þurfti viðu milli rúmstokkanna til þess að ganga á. „Winnipeg er ágæt borg,“ sagði hún að lokum., „og jeg held að mjer þyki hún betri nú, en forðum, og þó minnist jeg gjarna þess sem áður gerðist.“ — Hún hafði lengst ofan af fyrir sjer með saumaskap og þá var ekki talað um þótt vinnudagurinn væri langur. Árið 1903 giftist hún söngv- aranum og söngstjóranum Mr. Thorolfsson, og hafa sönggáfur hans gengið í arf til barna þeirra. Frank sonur þeirra stjórnar bæði hljómsveit og kór, og hefur samið nokkur lög. 'W -W Á BOTNI Atlantshafsins er hrygg- ur, sem liggur eftir því endlöngu. og hafa hafrannsóknaskip nýlega verið þar að mælingum. Höfðu þau bergmáls dýptarmæli og fundu „botn“ á einhverjum stað á 200 faðma dýpi að degi til, en svo var þarna grynnra á nóttunni. Þetta þykir benda til þess, að þarna hafi verið þjettar fiskatorfur, sem dýpka á sjer á daginn, en koma hærra í sjó á nóttunni. Enginn veit þó hvers konar fiskar þetta muni vera. Getur vel verið að það sje eihhver fiskategund, sem altaf held ur sig úti í hafinu og menn þekkja ekki. Og ekki er þá talið ólíklegt að hjer sje um stærri fiska að ræða, en þá, sem nú eru aðallega veiddir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.