Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINP 377 SAIUBVLISHUS Sýnishorn af sambvlishúsi: St — stofa. S. — svefnherbergi. K — eldunarkróknr. M — matlyfta. P — fólkslyfta. B — bað, b — svalir ÞAÐ, sem hjer kallast sambvlis- hús, kalla Svíar „Kollektivhuse“ og hafa bygt nokkur af þeim í Stokkhólmi. — Þessi sambýlishús voru upphaflega ætluð einhleyp- ingum og var svo til ætlast að þeir hefði þar alt í fjelagi, mat, þjón- ustu og hreingerningu. En síðar var bætt við hjónum, sem bæði stunda atvinnu og þá var um leið dag- heimili fyrir börn í þessum húsum, svo að hjónin þyrfti ekkert að hugsa um þau. Og ennfremur var gerður leikvöllur fyrir stálpuð börn. Sum þessara húsa eru eign hluta- fjelaga, í öðrum eru leigjendur meðeigendur og aðeins eitt er ein- staklingsfyrirtæki. Hverri íbúð fylgir sú kvöð, að menn verða að kaupa þar fæði og þvott, greiða allir sameiginlega fyr- ir hreingerningu, fyrir bað, ljós og hita og kostnað við samkomusal. Þeir, sem eiga börn, greiða auð- vitað sjerstakt gjald fyrir gæslu þeirra, hvort sem er í dagheimilinu eða á leikvellinum. Mönnum kann nú máske að fipn- ast að lítið verði heimilislegt á svona stað, og heimilislíf geti ekki þróast þar. Reynt er þó að gefa mönnum kost á því að vera út af fyrir sig eins og framast er unt. Til dæmis fylgir ofurlítið eldhús hverri íbúð svo að þar er hægt að hita kaffi handa sjer og gestum. Ekki þurfa menn heldur að matast sam- eiginlega. Hverri íbúð fylgir mat- arlyfta og með henni er maturinn sendur upp í íbúðina neðan úr eld- húsi. Að lokinni máltíð er svo á- höldunum rent niður aftur. Veitingastofa er í hverju húsi og þar geta menn matast ef þeir vilja það heldur. Og þar er einnig selt fæði öðrum en þeim, sem í húsinu búa og verða af því tekjur, sem ljetta hinn sameiginlega kostnað Á einum stað er verslun í sambandi við veitingasalinn. Þar geta menn pantað vörur sínar og eru þær sett- ar í skáp í veggnum. Skápur þessi er opinn inn í búðina, en í stiga- ganginum er fyrir honum læst hurð og hefur hver maður lykil að sínum skáp. Þarna ganga menn svo að. vörum sínum þegar þeir koma heim á kvöldin og þykir þetta þægi- leg tilhögun á afgreiðslu. Reynslan sýnir, að það verður nokkuð dýrt að búa í svona hús- um, sjerstaklega fyrir einstaklinga. En fyrir hjón, sem bæði eru vinn- andi, getur það verið mjög þægi- legt og ekki tilfinnanlega dýrt þeg- ar þess er gætt, að bæði hafa fult kaup. Mikið þykir í það varið að þurfa ekki að hafa neinar áhvggj- ur af börnunum og vita af þeim í góðum höndum. Auk þess er fast- ráðinn læknir við hvert heimili og kemur þangað við og við til þess að líta eftir heilsufari barnanna Þar sem stálpuð börn eru, þar er einnig undirbúningsskóli. Ef for- eldrar þurfa að vera fjarverandi eina nótt eða um lengri tíma, eru sjerstakar stúlkur fengnar til þess að gæta barnanna á nóttunni. Ef foreldrar veikjast, svo að þau geta ekki annast börnin, tekur dagheim- ilið þau alveg upp á sína arma. í einstaka húsi hafa foreldrar sjálfir stofnað með sjer fjelagsskap til þess að sjá um barnagæsluna, af því að stjórnir heimilanna hafa ekki vilj- að taka það að sjer. í þvottahúsunum eru hinar full- komnustu vjelar, betri heldur en hver einstaklingur hefði ráð á að kaupa sjer. Þær eru svo mikilvirk- ar, að þær geta annað meiri þvotti en aðeins fyrir húsin sjálf og taka því þvott fyrir aðra, en hagnaður af því dregst frá þeim kostnaði, sem leigjendur verða að greiða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.