Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1949, Blaðsíða 6
378 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8KYIM VILLIiR HEIMURINN umhverfis oss, nált- úran, birtist oss með hjálp skyn- færamia. Vjer sjáum sólina, stjörn- urnar, fjöllin, dýrin og aðra menn með uugunum, sem eru eins og myndavjeL Mynd af því, sem við oss bUair, kemur fram á sjón- himnunni og berst með sjóntaug- inni til heilans. Það er þess vegna ekki augað sem sjer, heldur heil- inn. Nú er ))að ekki altaf að fram kemur raunveruleg mynd af því sem fyrir augun ber. Sumir menn sjá aðra liti en fjöldinn. Þeir eru kallaðir litbhndir. Þegar vjer því tölum um rautt blóm eða grænan völl, þá er það undirskilið, að þann- ig sjer ijöldinn það. En pað eru til margs konar aðr- ar missýniijgar. Stafur, sem stend- ur í vatrii, sýriist brotinn. Hvítar mynd'r sýnast stærri en svartar. Misjafnlega dregnar línur virðast mislangar, þótt þær sjeu jaftiar o. s. frv. Snerting er ekki heldur ábvggi- leg. Ef vjer glennum sundur visi- fingur og löngutöng og látum kúlu renna milli þeirra, virðist oss kúl- urnar vera tvær. Heyrhin er Hka mismunandi hjá mönnum, þanriig, að þeir heyra ekki hið sama. Músikalskir menn finna undir eins ef nóta er fölsk, og þeir finna samhljóm, þar sem aðrir riéyra ékki neitt nema há- vaða. Engin leið er til þess að gera samanburð á því bragði, sem menn finna. Öllum finst oss, hvort sem vjer stöndum á norðurpólnuiri, suður- pólnum eða miðjarðarlínunni, að höfuðið viti upp. Sumir hafa jafn- vel ekki gert sjer grein fyrir því enn, að jörðin er hnöttur. Vjer getum því ekki verið vissir um að hlutirnir sjeu í raun og veru eins o * oss virðast þeir vera. At- hvgli og þekking verða þvi að full- komna þá mynd, scm kemur fram í heila vorum frá skynfærunum, svo að hún sje í samræmi við raun vcruleikann. Þetta verðum vjer að hafa í huga þegar vjer reynum að gera nss grein fyrir umheimin- um. Margir menn vaða í þeirri villu að rökvís ályktun og þá umfram allt stærðfræðileg ályktun, sje ó- hrekjandi. En svo er ekki Vjer verðum að gjalda varhug við álvkt- unum manna, í fyrsta lagi vegna þess, að um skynvillu getur verið að ræða. og i öðru lagi vegna þess að þær eru oft bygðar á almennu hyggjuvili. En almennu hugviti er ekki treystandi. Það heldur því t. d. fram, að tveir lóðrjettir staurar standi beint upp á endann. En það er alrangt, því að þeir stefna báð- ir að miðju jarðar og mundu því mætast þar ef hægt væri að reka þá svo langt niður. Alment hyggju vit segir oss líka að hreyfing geti farið í beina línu, en það sjáum vjer að er alrangt ef vjer athug- um það að jörðin snýst um möndul sinn og einnig umhverfis sólina, og að alt sólhverfið er á hreyfingu í áttina að Herkules stjörnumerki. Því er það, að byssukúla eða flug- vjel, sem fer lárjett yfir jörðina langan veg, myndar feril, sem mest líkist tappatogara með tilliti til næstu stjörnu. Alment hyggjuvit segir oss að eggin á rakvjelarblað- inu sje þráðbein lína, en ef vjer litum á hana í stækkunargleri, þá er hún eins og hlykkjótt stryk. Al- ment hyggjuvit segir oss, að stál sje traust. X-geislar sýna oss að það er eins og svampur og nýjustu kenningar í eðlisfræði segja oss að það sje samsett úr triljónum einda- hverfa, sem eru á fljúgandi ferð. og ekkert samband sje þeirra í milli. Þess vegna, ef byrjunin, undir- staðan, er röng, þá hlýtur ályktun- in líka að vera röng. Visindi mannkynsins eru bygð á eðlisfræðilegri rannsókn á fvrir- brigðum. Vjer reynum að tengja þau saman með lögmálum, eftir eðli og ásigkomulagi. En þessi fyr- irbrigði, sem slík, eru aðeins til í hugum vorum. Hvert þeirra hefir utanaðkomandi orsök og vjer get- um ekki sannað að neitt samband sje milli orsakarinnar og fyrirbær- isins, sem vjer sjálfir myndum í huga vorum. Vjer nefnum hjer orsök. Það er eilt af þeim orðum, sem hvert mannsbarn þykist skilja. En það er nú mjög vafasamt og satt að segja er afar erfitt að skýra það Fljótt á litið er orsök til alls, stundum margar orsakir. Vjer skulum taka dæmi af fallbýssuskoti. Hvort eig- um vjer þá að segja, að orsök þess að skotið hleypur af, sje kveikjan eða hönd mannsins, sem kveikj- unni stjórnar?l Eða er tundrið or- sökin? Ef mannshöndin hefði ekki kpmið nærri, hefði tundrið getað legið óvirkt um aldir. En nú hefði mannshönd ekki þurft að koma þarna að. í tundrinu hefði getað kviknað á annan hátt. Ekki hefði þurft nema lítinn geisla til þess og þessi geisli hefði getað verið sótt- ur til einhverrar stjörnu með hjálp brenniglers. Sýningin í Chicago árið 1933 var öll upplýst þannig, að lítill geisli, sem stjarnan Arcturus hafði sent frá sjer fyrir 40 árum, var látinn opna fyrir rafmagninu. Hefði sá geisU verið notaður til þess að hleypa af fallbyssuskotinu, þá mundi mönnum virðast fjar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.