Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 1
33. tbl. -JRofijiiiiÞIatoift Sunnudagur 4. september 1949. XXIV. árgangur. Jón Kr. Isíeld: FRIÐSÆLT ER í SELSVÖR ÞAÐ SEM ferðamanni utan aí landi virðist fremur mörgu öðru einkenna Reykjavík, er hávaðinn og hraðinn. Það er einna líkast því, að allt og allir sjeu að keppa við tímann — reyna að „slá" hraða- met hans. Hávaðinn stafar einna mest frá þeim vjelum, sem menn- irnir hafa tekið í þjónustu sína, lil þess að sigrast í kapphlaupinu. Stórar og smáar ilugvjelar þjóta íram og aftur yí'ir borginni. Þær eru flestar að flytja fólk, sem er að ílýta sjer. Bílarnir þjóta um strætin með fóik, sem er að flýta sjer. Og gangandi íólk er flest á hraðgöngu, — það er að flýía sjer. Hávaði — hraði. —Og þessi öld er vissulega öld hraðans. Reykjavík hefir. sogast inn í hringiou hrað- ans, einnig hvað snertir vöxt henn- ar. 20 þúsund — 30 — 40 — 55 þúsund. Á nokkrum aratugum er liún oiðin borg, þar sem tug-þús- undirnar ainboga sig áfram í há- .vaða heimsmenningarinnar. Bygg- ingar úr stáli og steini gnæfa hátt og eru undrunar- og aðdáunareíni ferðamannsins, sem gefur sjer tíma til þess að staldra við um stund og svipast um. Sje komið niður að höfninni, mætir augum ferðamanns ins fögur sýn, þar sem eru „skraut- :¦•¦ ;•,- •:' i I Selsvör. búin skip fyrir landi", glæsileg vjelknúin för. En einnig þar er há- vaði, ys og þys. En í Reykjavík eru vissulega til friðsælir staðir, þar sem armar háv- aða og hraða hafa ekki náð til fulls að toga burtu „gamla tímann" inn i „nýja tímann". Einn slíkur stað- ur er Selsvörin, í vestasta hluta borgarinnar. Jeg kom þangaÖ í sumar, einn sólbjartan dag. Sjór- inn var sljettur, en þó ljeku sjer ljettar bárur við fjörusteinana. Það var líkast þvi, að þær vildu ekki rjúfa sólblikandi yfirborð sjávarins með því að mynda þar gárur, og ekki rjúfa friðinn með háværu gnauði, aðeins leika liett og miít við fjörusteinana. Það and- aði kyrrð og ró frá litlu húsun- um. Ungur maður stóð við eitt hinna lágreistu húsa og var að mála það. Á öðrum stað sá jeg góðkunnan Reykvíking gera að netjurn. Jeg gekk til hans og heilsaði honum. „Komdu ætíð blessaður, og velkom- inn í hana gömlu Selsvör", ságði liann og brosti hlýlega. Við tók- um tal saman. Hann benti m.jer á íbúðarhús sitt, sem þarna stóð og fór að segja mjer frá aflabrögðum, sölu og nýtingu aflans o. fl. Mest var þarna stunduð hrognkalsa- veiði, og hafði hún gengið vel um vorið, og það sem af var sumrinu. Svo sagði hann mjer hversu merk- ur staður þetta væri raunveru- 0 3»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.