Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Síða 1
33. tbl. XXIV. árgangur. Sunnudagur 4. september 1S49. Jón Kr. ísfeld: FRIÐSÆLT ER í SELSVÖR ÞAÐ SEM ferðamanni utan af landi virðist fremur mörgu öðru einkenna Reykjavík, er hávaðinn og hraðinn. Það er einna líkast því, að allt og allir sjeu að keppa við tímann — reyna að „slá“ hraða- met hans. Hávaðinn stafar einna mest frá þeim vjelum, sem menn- irnir hafa tekiö í þjónustu sína, til þess að sigrast í kapphlaupinu. Stórar og smáar flugvjelar þjóta i'ram og aftur yfir borginni. Þær eru flestar að flytja fólk, sem er að ílýta sjer. Bílarnir þjóta um strætin með fóik, sem er að flýta sjer. Og gangandi fólk er flest á hraðgöngu, — það er að flýta sjer. Hávaði — hraði. —Og þessi öld er vissulega öld hraðans. Reykjavík hefir. sogast inn í hringiou hrað- ans, einnig hvað snertir vöxt henn- ar. 20 þúsund — 30 — 40 — 55 þúsund. Á nokkrum áratugum er hún orðin borg, þar sem tug-þús- undirnar alnboga sig áfram í há- .vaða heimsmenningarinnar. Bygg- irrgar úr stáli og steini gnæfa hátt og eru undrunar- og aðdáunarefni ferðamannsins, sem gefur sjer tíma til þess að staldra við um stund og svipast um. Sje komið niður að höfninni, mætir augum ferðamanns ins fögur sýn, þar sem eru „skraut- í Selsvör. búin skip fyrir landi“, glæsileg vjelknúin för. En einnig þar er há- vaði, ys og þys. En í Reykjavík eru vissulega til friðsælir staðir, þar sem armar háv- aða og hraða hafa ekki náð til fulls að toga burtu „gamla tímann“ inn í „nýja tímann“. Einn slíkur stað- ur er Selsvörin, í vestasta hluta borgarinnar. Jeg kom þangað í sumar, einn sólbjartan dag. Sjór- inn var sljettur, en þó ljeku sjer ljettar bárur við fjörusteinana. Það var líkast því, að þær vildu ekki rjúfa sólblikandi yfirborð sjávarins með því að mynda þar gárur, og ekki rjúfa friðinn með háværu gnauði, aðeins leika ljett og miit við fjörusteinana. Það and- aði kyrrð og ró frá litlu húsun- um. Ungur maður stóð við eitt hinna lágreistu húsa og var að mála það. Á öðrum stað sá jeg góðkunnan Reykvíking gera að netjurn. Jeg gekk til hans og heilsaði honum. „Komdu ætíð blessaður, og velkom- inn í hana gömlu Selsvör“, ságði hann og brosti hlýlega. Við tók- um taí saman. Hann benti mjer á fbúðarhús sitt, sem þarna stóð og fór að segja mjer frá aflabrögðum, sölu og nýtingu aflans o. fl. Mest var þarna stunduð hrognkelsa- veiði, og hafði hún gengið vel um vorið, og það sem af var sumrinu. Svo sagði hann mjer hversu merk- ur staður þetta væri raunveru-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.