Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 2
382 LESBÓK MORGUNBLADSTNS ibúðarhús og skúrar í Selsvör. lega, staður, sem ætti sjer Unga sögu um sjómenn og baráttu þeirra við brimsollið hafið, sem hjeðan blasti við sjónum. Já, hjer var jeg nú staddur á einum þeim stað. sem gaymir ótalmargar minning- ar frá baráttusögu íslenskrar sjó- mannastjettar. En allar þær minn- ingar voru nú máðar að mestu burtu í algleymisdjúp ára og alda. Nöfn margra sjómannanna höfðu að vísu verið skráð í kirkjubæk- urnar. en fáir þekkja þau nú. Við gengum að sjálfri vörinni. Hún hafði einhverntíma fyrir löngu verið rudd geg íum grjóturð og síðan haldið sæmilega við. Þar stóðu allmargir litlir, en snotrir bátar með vjel. Úr þessari vör hafði margri fagurri fleytu ver; 1 ýtt a f!ot; hraustar hendur knú! i árar. En áður en langróðurin.i sjálfur var hafinn, höfðu allir tek- ið ofan höfuuföt sín og beðið stutir ar bænar, — áður en lagt var 11 á víðfeðmt hafið framundan. Hrað- inn hafði þá ekki enn bannað að staldra við til bænagerðar. — Að landi hafði svc verið lagt með aflann á þessum stað. Sá afii hafði ekki aðeins verið undirstaoa efnalegrar aíkomu einstaklingsins, heldur einnig að nokkru Reykjavík- ur í heild. G*;j cnn er hjer lagt að landi með afla, sem seldur er að mestu á torgum Reykjavíkur. Sum- ir kaupendur gera athugasemdir og segja að varan sje altof dýr, en slíkar athugasemdir gera þeir ein- ir, sem ekki þekkja starf sjómann- anna, hvort sem þeir róa frá Sels- vör eða einhversstaðar annars- staðar. Jeg kveð Selvararbúann. Hann hafði sagt mjer margt, sem jeg ekki vissi áður um Sels- vör — og um Reykvíkingana í SelsT vör, sem selja Reykvíkingunum úr stofuylnum afla sinn. Með stórri, sigg-gróinni hendi tók hann fast um hönd mína. Svo gekk hann til netjanna sinna — það voru átta net sem hann átti eftir að hreinsa í dag. — Jeg gekk upp vörina. Við hlið mjer gekk litli drengurinn minn, sem með mjer kom þarna. Hann hafði ekkert sagt til þessa. Nú benti hann mjer á lítinn bát, sem hvolft hafði verið upp af vör- inni. „Sjáðu gamla bátinn. Hann er að verða ónýtur", sagði drengurinn. Jeg leit þangað. Jú, þarna var hann, óvarinn fyrir sól og vindi. Og stórar rifur blöstu við á byrð- ingnum. Sögu þessa báts var senni- lega lokið. Honum myndi -,kki framar ýtt úr vörinni. Ef til vill var eigandi hans búinn að eignast annan bát —og þá auðvitað með vjel. Þá gleymdist þessi gamla fleyta, sem eitt sinn færði björg í bú, en hafði ekki nógu mikinn hraða. Jeg virði vörina enn einu sinni fyrir mjer. í kyrðinni er líkt og allt í einu heyrist fótatak liðinna kynslóða frá mölinni — urg í fjöru- grjótinu, þegar bátarnir renna eft- ir því — áraglam, þegar lagt er frá landi, — svo deyr það út í fjarska, eins og minningin um mennina, sem þar fóru og hingað komu að landi með afla sinn. — Flugvjel flýgur yfir — það er milli- landaflugvjel. Nútíminn kallar. Jeg geng með son minn mjer við hlið frá hinni friðsælu Selsvör, fram hjá háum húsum úr steini og stáli, — eftir breiðri götu. Bíll, aftur bíll, bifhjól, — hjer verð jeg að halda fast um hendi litla drengs ins míns. — Þarna flýgur flugvjel — Stórt gufuskip öslar út fló- ann, — stórir þilfarsbátar, vjel- knúnir, stefna að landi. í Selsvör er friðsælt þennan fagra, sólbjarta sumardag. Jén Kr. ísfeld. %é V %* tt V Málg kona var'að segja manni sínum frá dónaskap vinkonu sinn- ar: ,,Hún geispaði sjö sinnum á meðan jeg var að tala við hana". „Ertu nú viss um að hún hafi geispað?" sagði maður hennar. „Ætli hún hafi ekki aðeins opnað munninn til að segja eitthvað?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.