Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 4
384
LESBOK morgunbladsins
MERKAR FORNMINJAR
sem líkt er við Rosetta-steininn
ÁRiÐ. 1812 uppgötvaði hinn frægi
enski landkönnuður Burckhardt
fyrstu myndleturs ristur Hetíta njá
borginni Hannah i norðanvtrðu
Sýrlandi. Letur þetta var birt 1822
og skömmu seinna komu í leitirn-
ar fleiri sams konar leturristur. Og
árið 1874 skar enski fræðimaðuiinn
Wright upp úr með það að letur-
gerð þessi væri frá Hetítuni kom-
in, en þeirra er hvergi getið nema
í biblíunni og í egyptskum heim-
ildum. Þetta var aðeins tilgáta
hjá Wright og gat hann ekki fært
fullnægjandi rök fyrir henni. en
tíminn hefur leitt í ljós að hann
hafði rjett fyrir sjer.
Árið 1908 fundu þeir Winckler
og Macridy ríkisheimildasafn Het-
íta í Bogazkov í Mið-Anatolíu Voru
þar þúsundir af áletruðum leirtöfl-
um, og voru áletranirnar á ýmpum
málum. Heldu menn þá, að nú
mundi takast að finna lykilinn að
I>etta er talin einhver elsta mvnd, sem
ííl er ai skipi.
Myndin er ganginum við annað hliðið.
myndletri Hetíta. — Sjerstaklega
væntu menn þess, að samanburður
á myndletri Hetíta og fleygletri
þeirra — en bæði þau letur notuðu
þeir — mundi leiða til þess, að hægt
væri að ráða fram úr myndletrinu.
En samanburðurinn leiddi ekki til
neinnar lausnar, ekki fanst heldur
lykillinn að táknmáli Hetíta við
samanburð á töflum, sem ritaðar
voru öðru letri og á öðrum máli.m.
Á árunum 1920—1947 tókst
fræðimönnum þó með nýrri aðferð
að finna þýðingu hinna algengustu
tákna í letri Hetíta. En þau nægði
þó ekki til þess að hægt væri að
lesa samfelt mál út úr táknunum.
Vorið 1946 fundu fræðimenn frá
háskólanum í Istanbul gamlar virk-
isrústir í fjöllunum hjá Cihcia
sljettunni. Þar rákust þeir á lík-
neskju af konungi og var hún öll
þakin fornu Fönikíu-letri, en á
ýmsum leirbrotum þar um kring
sáu þeir Fönikíu letur og Hetíta
myndrúnir hvað innan um annað.
Þótti þeim það að vonum merki-
legt. Þeim var nú í mun að giafa
upp þessar rústir og tyrkneska
sögufjelagið veitti þeim styrk til
þess. Uppgröftur hófst haustið
1947. Var svo haldið áfram að gra.fa
í fyrravor og fyrrahaust, og enn
verður uppgreftinum haldið áfram
í haust.
Virkjarústirnar eru tvær, sín á
hvoru felli og rennur á milli þeirra
og heitir Ceyhan (áður Pyramus).
En fellin heita Domuztepe og
Karatepe. Á rústunum á Domuz-
tepe var lítið að græða, því að
Rómverjar hafa tekið sjer þar ból-
festu í fornöld og umturnað öllu.
En Karatepe rústirnar voru þeim
mun þýðingarmeiri.
Þarna hafa verið öflugir virkis-
veggir og er innanmál virkisins um
430 metra þar sem það er mest.
Tvö hlið eru á virkinu, annað að
sunnan, hitt að norðan. Að þeim
liggja gangar og þeir hafa verið
þaktir með leirtöflum áletruðum og
.