Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 385 Asitawanda konungur — og drotning hans. með ýmiskonar flúri. Þótti það merkilegt að öðru megin var Fön- íka-letur, en hinum megin Hetíta myndletur. Og rannsóknir hafa sýnt, að efni beggja er eins. Það sem er skráð með Föníkuletri er þýðing á hinu. Þarna er þá fundinn lykillinn að hinu torráðna mynd- letri Hetíta og þykir fornfræðing- um þessi fundur svo merkilegur, að þeir líkja honum við það er Rosetta steinninn fanst 1799, en á honum fengu menn lykilinn að hin- um fornu hieroglyfum Egypta. Á lykilinn að myndletri Hetíta og sama hátt hafa menn nú fengið geta nú fræðst um forna sögu Ana- tolíu og Sýrlands, sem áður hefur verið í þoku. Mikið hefur fundist af Hetíta áletrunum áður og hlýt- ur þar margt að koma í dagsins Ijós, sem áður var hulið. Af því, sem mönnum hefur nú tekist að lesa, má sjá, að tunga Hetíta hefur verið indo-evrópiskt mál. Og sagan, sem hið forna letur í Karatep segir, er á þessa leiðr Virki þetta var reist af Asita- wandas konungi Danuna og hann ljet það heita í höfuðið á sjer og kallaði það Asitawanda. Sagt er að hann hafi verið af konungsætt þeirri, er kend var við Mopsos. Þá ætt þektu menn áður af grískum sögnum, en heldu, að hún hefði verið grísk. Samkvæmt grískum heimildum reisti Mopsos konungur margar borgir í Cilicia og Pamp- hilia. Á steinunum í Karatep er sagt frá ríkisstjórn Asitawandas, en þar er lítið getið um hernað, heldur friðsöm störf. Og hvað eftir annað er það tekið fram að undir hans stjórn hafi Danunar lifað í friði og eflst að velmegun og far- sæld. Hann hefur sennilega verið son- ur Awarikus, sem kallaður er Uriki í fornum assýriskum heimildum. Ef það er rjett þá hefur Asita- wanda verið uppi fyrir 730 f. Kr. Sennilega hefur hann þá verið seinasti kóngur Danuna, því að Assyríumenn lögðu þá undir sig á árunum 725—715 f. Kr. Karatepe-virkið hefur því ðkki staðið lengi og alt sem þar finst er því frá árunum fyrir 730, eða nær 2700 ára gamalt. Hjer er því bæði um mjög merkar fornleifar að ræða og auk þess fornsögulegar heimildir, sem geta reynst mjög þýðingarmiklar.. Maður má ekki gera sig að hundi fyrir eitt bein. (Norskur málsháttur). ÞAÐ var einhverntíma s.l. vetur, að auglýst voru í Útvarpinu Ham- borgarlær hjá matvöruverslun eða matsölu. Mjer þótti leitt, að engin stórborg gat eignast neitt af skepn- unni, nema þessi eina, og því datt mjer í hug: Hamborgarlæri hef eg etið, holl var sú fæða og nærandi. Leningrads-hryggi lítils metið, Lundúna-bógum unnandi. Oslóar-síður met þó mest og magál kendan við Búdapest. MÖRG „RÍKI“ Ekki alls fyrir löngu var jeg staddur í Reykjavík, en stóð þar stutt við, svo að Útvarpið „plataði" mig: — tók mig á plötu. En þá gleymdi jeg eftirfarandi erindum: Hann Jón átti erindi’ í Ríkið svo oft, að það furðaði mig. Svo raskaðist áfengisrútan, því Ríkið það flutti sig. Þá ók hann í Austurríki og æfði þar gítarspil. Söng undir á Svartadauða, sem þar var nógur til. Svo hækkaði verðið á víni, vindlum og tóbaki. Þá drógst hann í Dýraríkið, og drakk meir en úlfaldi. Af fjárþröng í fylliríi hann fargaði slnum bíl. Fór svo í Rándýraríkið ríðandi á krókódíl. ísl. Gíslason. ^ ^ ^ Kennið börnunum að ganga dygða veginn — en þá verðið þið sjálf að fylgja þeim. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.