Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Side 6
386 LESBOK MORG UNBLAÐSINS Skottulyf og sjálfslækningar Á HVERJU. ari: eyða Bandaríkja- menn alt að hálfri biljón dollara í allskonar skottulyf og sjálfslækn- ingar. Og á liveýj u ári verða þessi hrf JJerri eðá færri mönnum að bana. Aðra gera þau að lieilsulaus- um aumingjum. Um þau er ekkert gott að segja annað en það, að sum þeirra kunni að vera meinlaus, eða meinlítil. Ef þú ert hneigður fyhir það að reyna að lækna sjálfan þig með undralyfjum og skottulyfjum, þá er rjett áð minna þig á þetta: í hvert skifti sem læknir lætur úti meðul, gerir hánn það að vandlega íhug- uðu ráði, og veit hver áhrif þau hafa. Og hann tekur líka á sig ábyrgð. Hann veit, að meðalið hef- ur ekki aðeins þau áhrif að lækna sjúkleikann, heldur getur það haft áhrif á annan hátt. En hann hiknr þó ekki við að gefa þjer meðal, sem læknar lungnabólgu, þótt hann viti að þjer geti orðið ilt í höfðinu af því. Hann telur það líka rjett að gefa meðal við hjartveiki, þótt það kunni að hafa þau áhrif á sjúkling- inn að hann svimi, og jafnvel líði j'fir hann, En þú veist ekkert hvaða áhrif þau meðul kunna að hafa, sem þú ert sjálfur að sulla í þig. Læknar telja þó ekki rjett að mönnum sje bannað að hafa heim- ilislyf. Og læknafjelagið ameríska (The American Medical Associa- tion) hefur látið gera skrá um l>au lyf, sem gott sje aðhafa á heimilum til hjálpar í viðlögum. En það hefur látið þeim lista fylgja þessar ráð- leggingar: — Menn eiga ekki að taka inn meðal við höfuðveiki, verkeyðandi meðul, hreinsandi meðul, nje önn- ur innvortis meðul, nema með lækn isráði. Þessi meðul geta verið hættu leg; það er ávalt illsviti að venja sig á þau. Neysla þcirra kemur auk þess í veg fyrir að sjúkdómur sje tekinn rjettum tökum í byrj- un. — — Hreinsandi meðul eru einna mest notuð í heimahúsum. Það er vegna þess að í skrumauglýsingum um þessi lyf er fólki talin trú um, að þaö þjáist af meltingarteppu. En það er hreinasta fjarstæða. Melt- ingarteppa kemur örsjaldan fyrir þegar menn eru á fótum. Hún get- ur komið fyrir þegar menn liggja, en þá á læknir að greiða úr því. Hins vegar er þcss að gæta, að hreir.sandi meðul eru oft „verri en gagnslaus“, og dæmi eru til þess að menn hafa hreirn og beint stytt sjer aldur með því að treysta á þau, þegar um alt annan sjúkdóm en hægðateppu var að ræða. Mörg hægðalyf eru auglýst þann- ig að þau sje „algjörlega óskaðleg“. En ekkert hægðalyf er með öllu ó- skaðlegt. Öll hafa þau þann eigin- leika að valda truflun á melting- unni — truílun, sem oft er hvorki til gagns nje æskileg. Þar til má telja „hreinsandi konfekt“. Lækn- ar vara alvarlega við því, vegna þess að börn eru sólgin í það, og liala dáið af neyslu þess, eða orðið aumingjar alla ævi. • Þá koma „vitaminin“ — fjörefn- in, sem hinir og aðrir framleiða. — Ætíð verður að fara varlega í neyslu tilbúinna fjörefna. Ef menn hafa heilsusamlegt fæði eiga þeir að fá úr því nóg fjörefni handa líkamanum. Það er ekki óyggjandi sönnun um fjörefnaskort, þótt menn sje niðurdregnir, máttlitlir, gangi illa að sofa o. s. frv. Það get- ur stafað af öðru, svo sem ofþreytu, taugaveiklun, heimilisáhygg j um eða fjárhagsáhyggjum. Fjörefni eiga menn því ekki að nota nema með læknisráði. Ótal tegundir af „vitamin-pill- um“ hafa verið á markaðnum í Ameríku. En af einhverjum ástæð- um lór eftirspurn að þeim að minka. Þá fundu framleiðendur upp á því að auglýsa að þær væri ágætar handa þeim, sem vildu megra sig. í auglýsingunum voru birtar myndir af ungum og grönn- um stúlkum og neðan við stóð eitt- hvað á þá leið að þær notuðu altaf ákveðnar „vitamin-pillur“, og sum- ar hefði ljest um 7 pund á viku! Ur þessu varð megnasti faraldur og það þýddi lítt þótt læknar segðu að fólk mætti ekki ljettast um meira en 2Vz pund á viku. Lang algengasta megrunarlyfið er þó „thyreoiden", sem framleitt er úr skjaldkirtilssaía. Það hefur komið fyrir, og þó mjög sjaldan að læknar hafa komist að raun um að menn holdgast óeðilega, eí trufl un er á starfi skjaldkirtilsins. Þeir nota þá þetta meðal, og þó mtð mestu varkárni, og ekki ef viðkom- andi er haldinn einhverjum sjúk- dómi, svo sem hjartabilun, sykur- sýki, berklaveiki o.s.frv. En að taka „thyreoiden“ inn án læknisráðs er bein tilraun til sjálfsmorðs. „Það væri betra fyrir þann, sem þykist of feitur, að skera hreint og beint fituna utan af sjer, heldur en nota thyreoiden“, segir einn læknir, „því að það brennir hreint og beint líkamann og eyðileggur líffærin.“ En samt sem áður eru þessi lyf búin til og seld í stórum stíl, aðal- lega fáfróðum konum, sem endi- lega vilja megra sig. Til eru einnig lyf sem eiga að draga úr matarlyst, svo sem „ben- zedrine“ og „balladonna" og enn- fremur alls konar megrunar pillur og megrunar sælgæti. Eini munur-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.