Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNRLADSINS 387 inn á þessum lyfjum er sá, að þau eru mismunandi skaðleg. Það er engin skynsamleg leið til að megra sig, nema með sjerstöku mataræði, sem læknir hefur ráðlagt. Menn mættu einnig minnast þess, að öll 'undralyf og skottulyf eru miklu dýrari en þau lyf, sem lækn- ar ráðleggja. Og læknar ráðleggja ekki önnur lyf en þau, sem komið geta ac gagni. Og þeir skrifa ekki lyfseðil fyr en þeir hafa athugað hvað að þjer gengur. Undralyfja framleiðendurnir hafa aldrei sjcð þig, vita ekkert hvað að þjer geng- ur, en bjóðast samt til að lækna þig. Sjerðu ekki hver munur er á þessu? í ýmsum þessum undralyfjum, sem fólk á sjálft að lækna sig með, er sulfa, penicillin og aðrar nýar meðalategundir. En þótt bæði sulfa og penicillin sje góð meðul, þar sem þau eiga við, þá getur verið stórhættulegt að neyta þeirra, enda fara læknar mjög varlega með þau, og gæta þess vandlega hver áhrif þau hafa á sjúklinga, og hætta að nota þau undir eins þegar hætta er á að þau geri meira ógagn en g-gn. Sjerstaklega á þetta við um sulfa. Sá, sem ætlar að lækna sig sjálfur á meðulum, sem sulfa er í, á það á hættu að fá eitrun, því að ekki veit hann hve mikinn skamt hann kann að þola. Seinast er að minnast á fegrun- armeðulin. Þau eru nú hættulega farin að nálgast undralyfin, og það er gert til þess að meira seljist af þeim. Jafnvel hefur rekið svo langt að farið er að auglýsa „krem með hormónum", og ábyrgst að fólk yngist á því að eta það. En þetta er hin svartasta lygi, segja allir læknar og heilsufræðingar. Hitt er satt, að neysla þessa getur haft skaðleg áhrif. —•— Hjer á íslandi er strangara eftir- lit með lyfjum en víða annars stað- GOLFSTRAUMURINN HEFIREKKIBEINASTEFNU RANNSÓKNIR, sem Ameríku- menn hafa gert á Golfstraumnum. hafa sýnt að ýmislegt af því, sem menn höfðu áður haldið um hann, hefur reynst rangt. Því var t. d. haldið fram áður að Golfstraumurinn færi beina leið frá Floridaskaga austur yfir At- lantshaf. En svo er ekki. Rann- sóknirnar hafa sýnt, að hann breyt- ir oft stefnu og fer í stórum krók- um yfir hafið. Því hafði og áður verið haldið fram, að hann væri !60 km. breiður, en það er ekki rjett, því að hann er ekki nema 24 km. breiður undan Ameríku- Ftrönd. Menn hyggja að þessi mikli mismunur á breidd stafi af því, að menn vissu ekki áður að hann rann í krókum og hafi miðað við það hvað áhrifa hans gætti langt t'Á 'oeggja hliða, eða með öðrum orð- um mælt á milli ystu brúna krók- anna, sem hann fer. Áður var álitið að straumhrað- inn væri 3 km. á klukkustund, en samkvæmt mælingum Ameríku- manna er hann 9 km. á klukku- stund. Norrænir vísindamenn segja þó að það nái ekki neinni átt að meðal straumhraðinn sje þessi, heldur muni þessi hraði hafa verið mældur þar sem straumurinn kem- ur út úr Mexikóflóa, en hann hægi á sjer er lengra dregur. Eitt af því, sem rannsóknirnar sýna er það, að straumurinn breyt- ir sjer svo að segja daglega, svo að ekki er hægt að marka með neinni vissu farveg hans yfir hafið. ar, og hjer er stranglega bannað að auglýsa meðul. Ætti því síður að vera hætt við því hjer, að fólk reyni að lækna sig sjálft, eða kepp- ist við að ná í undralyf, og skottu- lyf, sem í auglýsingum eiga að vera allra meina bót. En þó þykir rjett að birta þessa grein til viðvörunar, því að alls konar skottulyf geta borist hingað eftir farvegum ,,svarta markaðsins". Greinin er út- dráttur úr greinum, sem birst hafa í „Hygiea" í Chicago, „Nutrition Reviews" í New York og „Sciense Service" í Washington. ^ ^ ^ 4^ ^ Það er betra að gefa en lána, og þú ert jafn ríkur hvort sem þú ger- ir heldur. ER ÞETTA RJETT? Sókrates gekk um kring og gaf mönnum heilræði. Þeir drápu hann á eitri. Nú er málmöld og margir menn fylgjast með, með gull í tönnum. silfrað hár og blý í fötum. ------o------ Ef einhver kallar þig heimsk- ingja þá skaltu ekki svara honum — það getur verið að hann hafi satt að mæla. ------o------ Það þarf sterk bein til að þola góða daga — en fáir þurfa á því að halda. Margir kvarta um minnisleysi — enginn um dómgreindarleysi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.