Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1949, Blaðsíða 8
388 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — *:*.¦¦»*'.& i»s*&£Si ^jria Srafo k Fáll Bergsson útvegsbóndi og kaupmaður i Hrísey sendi Matthiasi jochumssyni nýan fisk i soðið við og við. Þakkaði Matthias það i ljóðum. Einu sinni fekk hann ýsu og launaði með ljoðabrjefi og cr þctta seinasta visan: Lifðu sæll i ljósi þvisu, lifðu sæll við þorsk og hnísu, lifðu sæll í lofsöngs-visu, hfðu sæll og — meiri ýsu. SUka. Þegar Jón Eldon skáld (faðir frú Hlinar i Herdisarvík) fór vestur um haf, þótti honum þröngt á skipinu. Ekki batnaði það þegar fjöldi írskra útflytjenda bættist við. Þá kvað Jón þessa vísu: Streymir báran nauða ný, neyö og sár ei þrjóta, bætist fár af írum í írafáiið ljóta. BjarndýravLsur. Missirin næst á eftir 1820 voru isar niiklir fyrir Ströndum. Komu hvíta- birnir þar á land, en ei er getið aö þeir ynni mönnum þar mein eða fjen- aði. En vestur komu tveir á Múlanes og annar rauðkinnóttur. cn þó mein- lausir, sem Bjarni skáld á Siglunesi kvað í ljóðabrjefi: Þóttu fregnir fróns um leir, firðar að megni spurðu, þá bygðir gegn um bessar tveir bjuggu þegnum furðu. Yfir fjörðu eins og frón engan spörðu hiaða, en ekkert gjörðu ýtuin Ijón eða hjörðum skaða. Ln það ætla ineim að týnst hafi þeir i Patreksfirði. Ónnui ætla merm læri út á isinn aftur. (Gisli Konr.) Gisli i Sköroum var hagorður í besta lagi, en ófyrir- leitinn i kveðskap og orðlagt skammar- skáld og orðhákur. Einu sinni hóf Þor- lákur frá Stóru Tjörnum mál gegn "v. >•>. ~2)tah óíeu iur óieinn honum út af skammarkveðlingum. Gísli tapaði máliinu, en laumaði að þvi loknu þcssari vísu að Þorláki: Það mig grunar, Þorlákur, — þrotni spuni ljóða — að við þig uni ættgengur æru og muna þjófnaður. ÞESSI cinkcnnilegi steindrangur cr i nágrenni Reykjavikur. Hann stcndur cinn sjer og hefir boðið frostum og stormum byrginn um margar aldir. Nú cr hann farinn að láta á sjá og liafa vindarnir sorfið hann alla vcga og þó helst að neðan, svo að nú er honum Diiið við falli. — Ef einhvcrja langar til að sjá steininn, þá skulu þcir ganga upp á Vífilfell. Þar stend- ur hann. — (Ljósm. ÓI. K. M.) Visnakunnátta. Mikill misbrestur var á lestrarkunn- áttu á 17. og 18. öldinni, en þó hafa samt verið fleiri læsir og skrifandi en almennt er álitið. En í stað þess að lesa, lærðu þeir, sem ekki voru læsir, og aðrir, auðvitað líka, mestu fádæmi utanbókar. Næmið eða náms- gáfan var undarlega þroskuð á beim tímum. Það var svo fátt, sem glapti fyrir. Menn og einkum konur, kunnu heila sáhnaflokka, t. d. Passíusálmana og mikið af Grallaranum og auk þess heila rímnaflokka, utanbókar. Guð- laug, móðuramma mín, entist til að skanderasl 3 kvöldvökur i skammdeg- inu við Ólaf Eyjólfsson fræðimann á Laugalandi, svo að hann varð að fara að yrkja á móti. (Jónas Jónasson). Þórsmörk. Oddastaður átli afrjett „i miðjc. Mörk". Var ágreiningur lengi um það hve stórt land það væri í Þórsmörk. En greinileg merki eða úrskurð um það hefi jeg eigi fundið. Virðist helst vera, eftir Jarðabók Á. M. ákveðið svæði lands fyrir innan aðal Mörkina fremur en allt fram í miðja Mörkina — eða '/2 Mörkin? Var og misjafnt leigt og nærri tapað á köflum af notkun- arleysi. Jarðabók Á. M. lýsir þessu í- taki svona: „Allan hálfan afrjett í Mið- mörk hver nu er ljeður til brúkuníii nokkrum af staðarins landsetum". Og: „á Miðmörk (sem nú er svo nefnd) fyrir innan Þórsmörk". Steingrímur próíastur leieði Viff'is' Thr»rí>»^w ' sýslumanni þetta land fyrií % jrð, btfl að nota og ljá öðrum til forsvaran- legrar brúkunar". Sýslumaður greiddi þó 2 rd. Sjera Skúli leigði ítakið Inn- hlíðarmönnum (Tómasi á Barkarstöð- um o. fl.) fyrir 4 fjórðunga smjörs (Vigf. Guðm.) Frostaveturinn. Velurinn 1880—81 hefir að líkum verið einn með langvinnustu Irosta- vetrum, sem sögur fara af. Á Mýrum byrjuðu hörð frost milli veturnótta og jólaföstu, og gerði þegar mikil ísalög og klaka í jörð, sem var ber og snjó- laus að mestu leyti fram ;i miðborra Snemma á þessu vori var hlaðinn torf- kofi á HoliíStöðum þar rjett við bæ- inn, en 15—20 árum síðar var grafin í kofatóft þessa súrheysgeymsla. Þegai komið var rúman metra niður í jórð- ina, kom klakaskán undir sjálfum veggjunum, sem virtist aldrei hafa þiðnað frá því að þeir voru hlaðnir. (Ásgeir Bjarnason frá Knarrarnesi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.