Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Blaðsíða 4
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FORNMINJARNAR Á KARATEPE í GANGINUM inn af norðurhliði virkisins á Karatepe, fanst þessi mynd af egypska goðinu Bes, og er hún einkennileg að því leyti, að þar er hann með sinn apann á hvorri öxl og eru þeir að hvísla í eyru hans. Apinn var talinn skyn- samasta og fjölfróðasta skepnan og nýtur goðið góðs af visku þeirra. Þetta minnir allmjög á Óðinn og hrafna hans. Hrafninn var á Norð- urlöndum talinn vitrastur fugla, en þar voru engir apar. Mun því ekki vera að rekja til Bes söguna um hrafna Óðins? Annars er Bes svö lýst í „Salmon- sens Lexikon“: Bes er egypskt goð; sem táknað er nokkuð á annan hátt heldur en hin önnur goð Egypta, sem jafnan eru birtar af hliðarmyndir, en Bes snýr altaf beint við manni. Mun það gert til þess að hinn mikli svip- ur hans komi sem best í ljós. Bes var goð ljóða, söngs og dans og yfirleitt allrar skemtunar. Sjest hann því stundum á myndum leik- ,andi á hljóðfæri. Stundum er hann með hnífa í höndum og nokkufrs konar skjöld, en áf "því má ekki ráða að hann sje hernaðargoð, held- ur er hann þannig vopnaður til þess að reka á flótta illar verur. Hann er og talinn verndari ný- fæddra barna. Þess vegna eru oft inyndir af honum á þeim smáhús- um í egvpsku musterunum, sem kallast „Mamise“ (Fæðingarstað- ur), af því að yngsta afkvæmi guð- anna, sem musterið var þelgað, var talið fætt þar. Seinna, einkum á dögum Róma-' veldis, var Bes talinn verndari hinna dauðu. I elstu heimildum Egypta er hans ekki getið, og tæplega fyr en svo sem 2000 árum f. Kr., en eftir það sjest hann oft. Hann er stundum nefndur „hinn góði herra yfir Punt“, en svo hjet það land, þar sem Egyptar fengu ilmjurtir, er þeir notuðu í reykelsi og til smurn- inga. Þess vegna er mynd hans oft á smyrslabuðkum. Bes er altaf táknaður sem lítill vexti og kiðfættur. En höfuðið er stórt og skeggið strítt. Eyrun líkjast mest dýraeyrum og nefið er líkara snoppu en mannsnefi. Oft er hann látinn reka út úr sjer tunguna. — Stundum hefur hann hendur í síð- um, eða heldur á slöngu. Oftast er hann með hala, og venjulegast nak- inn en með fjaðrakórónu á höfði. í Litlu Asíu finnast oft myndir af Bes. ★ Næsta mynd, er sýnir eina mynd- ristuna í hinum frægu borgarrúst- um á Karatepe, birtist í seinustu Lesbók, en svo illa tókst til að hún stóð á höfði og er því ekki víst að lesendur hafi áttað sig á henni. Mynd þessi, sýnir skip á siglingu, en tveir menn eru undir árum. For- inginn stendur uppi í stafni, og horfir fram á leið, en í skut situr stýrimaður og virðist eiga þar náð- uga daga. Undir skipinu sjest torfa af fiskum. Listaverk þetta mun vera nær 2700 ára gamalt, og er talið með elstu skipamyndum, sem til eru. (Sjá grein í seinustu LESBÓK) >W >W >W >W PENN Y NAFNIÐ penny á enskri mynt er dregið af forna orðinu „penning- ur“, en það er fyrsta myntin, sem getið er um í Englandi, slegin á 7. öld samkvæmt fyrirmælum Ina, konungs Vestursaxa. Þá var þetta silfurpeningur og vóg 240. hluta úr pundi. Þessi skifting er komin frá Rómverjum, sem höfðu „libra“. er skiftist í 20 „solidi“, en þau aftur í 12 „denarii". Þannig var hver den- ari 240. hluti úr libra. Og þannig er myntskiftingin hjá Bretum enn í dag, eitt pund skiftist í 20 skild- inga, en hver skildingur í 12 penny, og hvert penny er þannig 240. hluti úr pundi. Langt er nú síðan að hætt var við að slá penny úr silfri. Árið 1672 var lögtekið að slá pence, hálf-pence og farthings úr kopar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.