Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1949, Blaðsíða 6
LESBOK MORUUNBLAÐSINS B94 i .'li-íi tíiuí; nuIÍL Hni-ng Ii * OG SÁLUSORGARAR .lfLl ■ *« 0£C{ Oö . ! 1 - - . ' . • >íLJ(_ 1U in meðui við veikindum sáiarinnar iiM inljíiióucl Talið er að þriðji hver sjúklingur, sem leitar lækn- iSr fái engan batar vegna þess að læknar hafa eng- ('.illloM (H* EFTIRFARANDI smásaga er ekki eins dæmi. Svipuð saga gerist dag- lega hjá öliuin læknum. llálíþrúug kona kom til læknis og kvartaði ttm innvortis þjáning- ar. „Þær korna hvað eítir annað,“ sagði hún, „og jafnframt fæ jeg óþolandi höfuðverk og ógleði. Og einkennilegast er, að þetta kemur varla fyrir á daginti, lteldur aöeins á næturnar." Lækniritm var ungur maður cn hafði mikið álit á sjer fyrir lær- dóm og þekkingu. Hann hlustaði með athygli á sjúkdómslýsingu kon unnarrog ^íðan skoðaði hann hana eins nákvæmlega og honum var unt og jeftir jijllum bestu reglum læknislistanánar. Þegar skoðuninni var lokið, spurði konan kvíðafull: „Er þetta mjög hættulegt?“ Læknirinn; hristi höfuðið. „Jeg skal láta yður fá pillur, sem draga úir verkjunum og ógleðinni. En að því er jeg best fæ sjeð gengur ekkert að yður.“ Konan varð stórmóðguð: „Hvern- ig dirfist þjer að segja þetta? ?Etlið þjer að reyna að telja mjer\rú um að þetta sje allt uppgerð eða ímynd un hja mj,er?“ . „Nei, jeg .trúi því vel að þjer íáið þess’a verki,“ svaraði læknir- inn. „En orsökin er sálarlegs eðlis. Það gengúr ekkert að yður líkam- lega. Vera má að þjer hafið við áhyggjuf eða húgstríð að búa — og að þar sje að leita ástæðunnar til þessa. Engin meðul geta bætt úr því. Máske væri rjettast fyrir yður að fara til sáliræðings — eða þá að þjer töluðu við prestinn yðar og segðuð honum upp alla sögu....“ Seinna þegar læknirinn sagði starfsbróður sínum frá þessu at- viki ljet hann svo um mælt: „Það getur verið að jeg hefði get- að orðið konunni að liði, ef jeg liefði bæði verið læknir og sálusorg ari. En i hvert skiíti og eitthvað þe*ssu líkt kemur fyrir mig, finn jeg til vanmáttar míns. Jeg veit hvern- ig á að fara að þvi að lækna líkam- leg mein. En maðurinn er annað og meira en liifærl, taugakerfi og bein. Menn hafa sál, eða anda, eða hvað þjer viljið kalla það. Og þeg- ar líkaminn líður þjáningar vegna sálarinnar, þá get jeg ekki gert neitt annað fyrir sjúklinginn en látið hann fá meinlausar pillur og segja honum að engin hætta sje á ierðum.“ BETUR og betur eru læknar nú farnir að sjá, að ýmislegt af þvi, sem þjáir líkamann, er ekki lík- amlegs eðlis og því ekki hægt að bæta með meðulum eða læknis- aðgerðum, heldur á það rót stna í sálarlifinu, þar sem þeir komast ekki að því. Talið er, að nær þriðji hver mað- ur, sem leitar læknis, sje líkamlega heilbrigður. Þessu hefur herlæknir- inn, David M. Banen haldið fram í læknaritinu „The Military Surge- on“. Og hann tekur dýpra í árinni. llann segir að annar þriðjungur sjúklinga sje að vísu nteð einhverja líkamskvilla, en undirrót þeirra sje salarlegs eðlis. Þegar menn thuga nú betur hvað liggur a bak við þessa niðurstöðu, að mikill hluti allra mannlegra meina er þannig, að venjulegir læknar geta þar enga bót á ráðið, þá sjá menn að hjer er um alvar- legt vandamál að ræða. Sálfræði, sálgreining og sállækn- ingar eru til þess að gera ný vís- indi, en þau sýna, að menn eru vaknaðir til meðvitundar um, hvað læknavísindin ná í raun og veru skamt. En þessi nýu visindi eru enn á byrjunarstigi, og því alls ekki fær um að leysa úr þeim vanda, sem að steðjar. SÁL mannsins er ekki jafn auð- velt að rannsaka eins og líkamann. Það er ekki hægt að iinna neinar sálarmeinsemdir með venjulegum hitamæli. En þó er sálin jafn raun- veruleg eins og líkaminn, og verði hún fyrir einhverju áfalli, þá get- ur það orsakað likamlegar þján- ingar, alveg eins og ef t. d. nýrun verða íyrir áfalli. Banen herlæknir leggur því mikia áherslu á það í grein sinni að það sje engu þýðingarminna að iinna sálveiklun heldur en líkams- veiklun. Haim segir: „Það er ekki nóg að herlæknirinn geti læknað líkamsmein, hann verður líka að geta bætt úr þjáningum sálarinnar. Það er ekki nóg að hann sje aðeins læknir, hann verður einnig að vera faðir og skriftafaðir sjúklinganna: Það dugir ekki, segir hann enn fremur, að læknirinn líti á sjúkling eins og líkamsvjel, hann verður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.