Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 8
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FALLEGASTA HÚS I ÞORPINU Arnarstaðir. ÞAÐ var á sjálfan höfuðdaginn. Veðrið var gott og loftið hreint eftir úrhellis rigningu. Jeg átti dá- lítið erindi í Ytri-Njarðvík. Eng- inn fór úr bílnum, þar sem hann stoppaði, nema jeg, og enginn kom inn í hann. Bíllinn rann tafarlaust af stað. Jeg var bláókunnugur í þorpinu, þekti engin hús, nema nöfn á tveimur, að jeg hjelt. Lík- lega heita mörg húsin þar eitthvað annað en hús, en það vissi jeg ekki og hirti ekkert um að kynna mjer það, þessar 4 stundir, sem jeg stóð við. Jeg hafði ekki í hyggju að skrifa neitt um þessa stuttu við- dvöl mína í Víkinni. Jeg vjek mjer að ungum Njarð- víkingi og spurði hann hvar Arn- órsstaðir væru. Hann lyftist við og svaraði ljettilega: „Hjer eru engir Arnórsstaðir, en Arnarstaðir, fall- cgasta húsið í þorpinu, eru við næstu götu, til hægri handar.“ Jeg hlustaði ekki á meira, en gekk greiðlega fyrir næsta götuhorn. Jú, þarna var fallegt hús, þótt það væri ekki í nýjasta stíl. Jeg gekk heim að húsinu, hitti mann og spurði hann með þeirri kurteisi, sem mjer er lagin og nokkurri áherslu: „Eru þetta Arnarstaðir?“ Og fór nú lauk rjett með nafnið. „Nei,“ sagði mað- urinn, „en það er skamt hjeðan. Það er fánastöng með logagyltum lnin í garðinum fyrir framan það.“ Jog þurfti ekki meira, hraðaði för nrinni og kom fljótt auga á gylta húninn, sem speglaði í sjer bæði himin og jörð. En jeg sá það nú ekki, því hann var svo hátt uppi. Jeg varð ekki lítið upp með mjer, að eiga nú að koma í fallegasta húsið í þorpinu. Eiganda hússins hitti jeg á tröppunum og var kynt- ur honum, af þeim sem jeg ætlaði að finna. Hann heitir Guðbrandur Magnússon og er húsasmiður. — Verkin lofa meistarann, segir orð- tækið. Hann hefur sjálfur smíðað húsið sitt. Ailt er þar smekklega og haglega gert, bæði úti og inni. Götumegin við húsið er stór skrúð- garður. Trúlega á hann eftir að ver'ða meiri prýði, en hann er enn- þá, þótt fallegur sje. Ekki hefði það minst að segja, að hann yrði öðr- um til eggjunar og að slíkum görð- um fjölgaði í Njarðvíkum. En mörg um veitist erfitt að eignast hús, auk heldur meira á þessum öfgatímum og hefur það þó oft reynst erfiðara. Við miðdagsborðið sagði húseig- andi mjer, að síðasta sunnudag hefðu verið rjett 3 ár, síðan hann stakk fyrstu skóflustunguna að húsinu. Nú var alt að verða klapp- að og klárt, eða því sem næst. En hann hefur unnið að þessu húsi sínu sýnkt og heilagt, ásamt öðrum störfum og vakað líka, kannske þegar aðrir sváíu. Mjer datt í hug söguhetjan og hagleiksmaðurinn Gísli Súrsson, bróðir Þorkels, sem „vann nótt með degi, að búi þeirra bræðra, en Þorkell var skartmaður mikill og ofláti og tók til einkis höndum, þess er þrifnaður var í,“ segir sagan. Arnarstaðir hafa verið reistir af mikilli elju og jeg vil segja ást. En út í þá sálma ætla jeg lítt að fara, því að jeg þekki manninn ekki, nema af stuttu og skemmtilegu samtali yfir borðum. Hann var all- ur í vinnunni, mátti ekki vera að silja, enda var jeg ekki gestur hans. Hann á konu og tvö börn. Konan var því miður ekki heima. Hún heitir — held jeg — Hulda. Þegar maður skoðar verk karlmanna, þá er nokkur hulda yfir því, hve mik- ið af þeim er konunni að þakka. Að minnsta kosti segir Stefán skáld frá Hvítadal í kvæði sínu, Þjer konur: „Hver dáð, sem maðurinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.