Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1949, Blaðsíða 14
LESBOK MORGUNBLAÐS1NS íslenskir íþróttamenn f4l0 drógu hann á ráðhúsið á nóttunni, var þó ekki sektaður nema einu sinni fyrir ógætileg orð, og er sú saga þannig: „Lögreglumeistari Thorn kærði hann fyrir það, að hann hefði ráðist á fjóra nætur- verði og brotið þrjár morgunstjörn- ur (gaddakylfur). Skúli svarar: „Þó það hefði verið fjórir lögreglu- meistarar hefði átt að brjóta þær allar. Það er heiður fyrir fslend- inga að hafa farið þannig með lögreglumennina, sem ráðast á ó- kunnuga menn, er sitja saman við drykkju, innan luktra dyra, af þeirri einni ástæðu að kl. er hálf tólf. Það er yfirsjón mín, að jeg ekki þegar í stað stakk 2 rd. í lóf- ann á næturverðinum". Etatsráð Thorn segir: „Láttu undir eins 2 rd. og farðu svo“. Skúli lætur þeg- ar peningana og spyr hvort hann megi koma aftur. Lögreglumeistar- inn segir: „Mjer líst svo á þig, sem þú munir ekki koma hingað aft- ur“. Þegar Skúli fór frá Kaupmanna- höfn, orti hann þetta: Þótt jeg Hafnar fái ei fund framar en gæfan Ijeði, ljúft er hrós fyrir liðna stund. hfð’ eg í Höfn með gleði 7. Faðir sjera Einars var hinn nafn- kunni prestur Skúh Magnússon í Goðdölum í Skagafirði. Móðir Benedikts lögmanns Þorsteinsson- ar, Halldóra Erlendsdóttir, sagði mjer að hún hefði sjeð hann í ung- dæmi sínu ug að hann hefði verið stórbokki. Ti' 'æmis þegar einhver mætti honum á förnum vegi, þá sagði hann: „Víktu úr vegi, barn mitt, því að hjer ríður prófastur- inn í Goðdölum“ (Ath. ÆtU jeg hefði hlaupið fyrir þig út í foröð- in, faðir sæll!) Afgömul sóknar- börn hans, sem voru á lííi 1779 (þá var Skúli sýslumaður á Ökrum), voru svo djörf að þau sögðu við í SUMAR hafa íslenskir íþrótta- menn getið sjer mikinn frama í kepni við annara þjóða menn, og sjerstaklega nú síðast í kepninni gegn Svíum. Þar urðu þrír íslend- ingar fræknastir í einni íþrótta- grein, og er því að vonum fagnað hjer heima. Þykir nú sýnt að í- þróttamönnum vorum sje að fara mjög fram. En þó skeði samskonar atburður vestur í Ameríku fyrir 61 ári og er sagt frá honum í „Lögbergi“. — í Winnipeg var háð kappganga og keptu þar 4 innlendir menn og 3 íslendingar. Veður var óhag- stætt, rigning fyrst og vond færð og síðan steikjandi hiti. Einn af hinum innlendu mönnum var al- vanur kappgöngumaður og hafði mig: „Hann sjera Skúli okkar sæli er uppnuminn til himins“ Jeg gat ekki að mjer gert að hlæja og spyr: „Hvernig bar það til?“ — „Hann varð uppnuminn af fjallinu Goðdalakistu“, sögðu þau. „Var þó ekki lík hans kistulagt og grafið undir altarinu í Goðdölum?“ segi jeg. „Það getur verið“, sögðu þau, „en við erum viss um, að hann hafði umgengi með guði og guð tók hann, hvað sem þeir hafa graf- ið í Goðdölum“. Mjer þótti óþarft að trufla fólk þetta með nánari eftirgrenslan, enda varð jeg að játa, að þetta* voru útvalin guðs börn, sem töluðu í hjartans ein- lægni. „Okkur þykir vænt um hann Skúla sýslumann okkar og látum hann njóta nafns, en fellur illa að hann er ekki líkur honum sjera Skúla okkar í guðrækni", sögðu bau, _ _ oft unnið verðlaun. En nú fór svo að íslendingarnir sigruðu hann íslendingarnir voru Þórarinn Jónsson, Magnús Markússon (síð- ar kunnur fyrir skáldskap sinn) og Jón Hörðdal, 17 ára piltur úr Dala- sýslu. Leikslokin urðu þau, að allir þrír íslendingarnir gengu hina af sjer og hlutu öll verðlaunin. Hæstu verðlaun fjekk Jón Hörðdal, 88 dollara 35 cent; hann gekk nokkuð yfir 101 mílu. Þórarinn gekk 97 mílur en Magnús 86. Var það þá talið dæmalaust að nokkur sjer- stakur þjóðflokkur í Ameríku hafi borið svo algjöran sigur úr být- um við slík tækifæri. — Eins og sjá má á þessu hefir keppninni verið hagað þannig að vita hver gæti gengið lengst á ein- hverjum tilteknum tíma, en ekki hvað menn geta gengið ákveðna vegalengd á stystum tíma, eins og nú er. Þessa atburðar er skylt að minn- ast í íþróttasögu landsins, vegna hinna glæsilegu afreka íslending- anna þriggja og þeim til maklegs .lofs, og eins vegna þess að þetta mun hafa verið í fyrsta skifti að íslendingar keptu á íþróttamóti \ið annara þjóða menn. AÐ UNDANFÖRNU hefur maður heyrt mikið talað um met, einstak- lingsmet, íslandsmet og heimsmet í íþróttum. En mörg met hafa ver- ið sett, önnur en þau, sem fá stað- festingu íþróttasambandanna. Skal hier minst á nokkur. ' *jí’ * ;.-4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.