Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 1
36. tölublað. XXIV. árgangur. JNtfBnnMfifr 0 In0 Sunnudagur 2. október 1949. Ernst Pollatschek: \ BAK VIÐ JÁRNTJAL DIÐ Sannleik'urinn um „Sæluríki*' hinna vinnandi stjetta I. KAFLI Kommúnisminn á ylirborði og í alvöru. VORIÐ 1917 hvarf Lenin frá Sviss, þar sem hann hafði átt griðland. Hann var fluttur þaðan í bryn- vörðum járnbrautarvagni, sem Ludendorf hershöfðingi lagði hon- um til, og ferðaðist yfir Þýskaland, sem þá átti í stríði við Rússland, og komst alla leið til Petrógrad. En um leið og hann fór frá Sviss skrifaði hann „Kveðjubrjef til sviss neskra verkamanna“. í þessu brjefi lofaði hann því, að bolsivikaflokk- urinn mundi þegar í stað kapp- kosta að bjarga öllum þjóðum úr ánauð. Hvað átti hann við með þessu, að „bjarga þjóðum úr ánauð“? Þeg- ar á árinu 1905 hafði hann birt frelsisstefnuskrá sína. í henni var aðallega krafist: fullkomins at- hafnafrelsis, að þjóðir skyldu kjósa sjer löggjafarþing með almennum kosningarjetti, að þjóðabrot fengi fullkomið jafnrjetti við aðra, að átta stunda vinnudagur yrði lög- leiddur, að bændur fengi yfirráð allra jarða. En hvernig hafa nú kommúnist- ar fylgt þessari stefnuskrá Lenins? Þessa spurningu verða allir að leggja fyrir sig ef þeir vilja bera saman afrek og áróður kommún- ista, til þess að sjá hvað fyrir þeim vakir. Sannanirnar fýrir því, hvernig kommúnistar eru og hvað þeir vilja, finnum vjer í hinum opinberu flokksritum þeirra og þá sjerstak- lega í ritum þeirra Lenins og Stal- ins. Og alls staðar rekum vjer oss þá á það að höfuðmarkmið hinna vinnandi stjetta sje að koma á al- ræði öreiganna. En alræði er eigi aðeins andstætt frelsi og lýðræði, það upphefur lög og rjett. Alræðið skipar, það beitir ofbeldi, og of- beldi og rjettlæti fer aldrei saman. Þar sem alræði er höfuðmarkmið kommúnistaf lokksins, þá vita menn jafnharðan að þar er kveðið niður allt, sem áunnist hefir með lýðræði, svo sem ritfrelsi, skoðanafrelsi, mál frelsi, kosningarjettur og þingræði. Nú heyrast þó oft yfirlýsingar um það frá kommúnistum, að þeir vilji halda þingræði. Vjer skulum þá aðeins líta á hver er hin opinbera afstaða kommúnistaflokksins til þingræðis og frjálsra kosninga: „Bolsivikar“, sagði Lenin, „eru ekki einangrunarsinnar hvernig sem á stendur. Meðan vopnuð upp- reisn er í algleymingi eiga þeir að snúa baki við borgaralegu þingi, til þess að halda athygli og áhuga fjöldans við uppreisnar baráttuna. En ef eitthvert hlje verður á bylt- ingunni, ef hin vopnaða uppreisn er ekki það sem allt veltur á, þá getur flokkur öreiganna notað borgara- lega stjórn eins og hvert annað bar- áttumeðal“. Af þessu sjest tvent: í fyrsta lagi það að aldrei má vænta þess að kommúnistar starfi heiðarlega á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.