Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 4
416 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS hinum veigaruestu árangrum bylt- ingarinnar, þjóðernislegum, stiórn- málalegum eða viðskiftalegum, og nær til allra Sovjetborgara. hvort sem þeir eru, innan lands eða ut- an, og jaínt til þess hvort bað er Sovjetborgari eða útlendingur sem í hlut á. Hver sá skilningur, sem ekki fellur í kram stjórnarinnar. er stranglega bannaður og heimfærð- ur undir samsæri. Eitt ógætilegt orð eða athöfn getur því orðið til þess að maður sje tekinn fastur og hverfi. Þess ber að gæta í þessu sambandi, að leyniþjónustan hefir umsjón með hinum fjölmörgu vinnustöðvum við hin miklu fyrir- tæki ríkisins, svo sem bygging iðju- vera, skipaskurða, járnbrauta og vegagerða. Vinnuaflinu nær hún þanmg með ofbeldi. Verkafólkið er þrælkað og látið ganga sjer til húðarinnar eins og skepnur, og falla því margir frá, en stöðugt er fyllt í skörðin með nýum handtökum. Rjettur almúgans gagnvart rík- inu er nú minni heldur en var á dögum keisaranna og hafa menn því enga lagavernd gegn ofbeld- inu, allra síst þegar um pólitísk- ar ákærur er að ræða. Þeir, sem teknir eru höndum, fá ekki að hafa neitt samband við ætt- ingja sína og ekki fá þeir að kjósa sjer löglærðan verjanda. Örlög þeirra eru algjörlega í höndum leyniþjónustunnar og starfsmenn hennar eru grimmir og harðbrjósta og hugsa eingöngu um sinn eigin hag, að komast til hærri metorða. Til þess að sýna röggsemi af sjer hika þeir ekki við að beita hótun- um, misþyrmingum, falsi og lyg- um. Og þar sem menn eru teknir fastir í stórþófjum fyrir hinn minsta grun, fyrir getsakir og ákærur manna, sem vilja hefna sín á þeim, þá er almennur ótti og skelfing um allt Sovjet Rússland við leyniþjón- ustuna og þann óteljandi sæg sem hún hefir af hlerurum, njósnurum, snuðrurum, kjaftaskúmum, freist- urum, og mönnum, sem eiga að koma öðrum í gildru. Allt þjóðlífið er gegnsýrt af tortrygni og yfir- drepskap, sem eitrar öll viðskifti manna manna“. Athyglisverður er þessi kafli í grein Löwenthals: „Flokkurinn hefir í höndum sjer öll yfirráð, eigi aðeins ríkis og við- skifta, heldur einnig í öllum fjclags- málum og menningarmálum. Hver tilraun um myndun fjelagsskapar, sem ekki er undir stjórn flokksins, er talin landráð og hegnt grimrni- lega fyrir hana. En öll þau fjelög, sem eru und- ir handarjaðri flokksins, svo sem ungkommúnistar, verkamannafje- lög, starfsmannafjelög, rithöfunda- fjelög, tónskáldafjelög, verkfræð- ýigafjelög o. s. frv., starfa öll að því eingöngu að efla vald flokks- ins. Fjelagsskapur til styrktar ein- hverju málefni eða fyrirtæki ein- staklinga, er alls ekki liðinn, því að talið er að slíkt geti leitt til uppreisnaranda. Það er aðeins í at- vinnugreinum, þar sem hver þekk- ir annan gjörla, að leyft er að stofna íþróttafjelög og fræðslufje- lög undir eftirliti leyniþjónust- unnar. Málgögn stjórnarinnar eru mál- gögn einveldisins, sem öll þjóðin er kúguð undir, og það einveldi er ekki alræði öreigannna heldur al- ræði yfir öreigunum“.' Löwenthal lýsir því á eftirfar- andi hátt hvernig frelsið er afnum- ið: „Með Sovjetstjórnarskránni 1936 var í raun rjettri ekkert dregið úr alveldi leyniþjónustunnar. Eins og áður er hún ríki í ríkinu og hef- ir meira að segja sinn eigin her. Það eru ekki annað en innantóm orð og yfirdrepskapur þar sem sagt er að í Rússlandi sje ritfrelsi og málfrelsi, fundafrelsi og fjelaga- frelsi, einstaklingsfrelsi, friðhelgi heimila og brjefa og allir sjeu jafnir fyrir lögunum. Strangasta eftirlit er haft með öllu sem ritað er, og njósnarar hlera efir hverju orði sem sagt er. Vei þeim sem kvartar, hann hverf- ur og sjest venjulega aldrei fram- ar. Rithöfundar, sem láta sjer verða það á að fylgja ekki nákvæmlega bjartsýnis forskriftum yfirvald- anna, annað hvort með því að drepa á eitthvað sem aflaga fer, eða draga dár að einhverju á góð- látlegan hátt, eru stimplaðir sem „svikarar við hina miklu rússnesku þjóð“ og „frægð hennar undir stjórn Stalins.“ Rit þeirra fást ekki birt, en þeir mega eiga von á að fá að kenna á betrunaraðferðum leyniþjónustunnar. Dómarar, sem ekki dæma eftir hinni nýjustu „línu“, verða fyrir svæsnustu árás- um blaðanna, eða þá að þeir eru blátt áfram settir af og fluttir í fangabúðir. Það er ekki um neitt almennings- álit að ræða í Rússlandi, því að blöðin taka ekki greinar af öðium en þeim, sem eru á hinni rjettu línu“. Oft kvisast þó um misfellur, sum- ar hinar alvarlegustu, en aðeins þegar þær eru orðnar óþolandi og flokknum og leyniþjónustunni er greiði ger með því. En þar sem engin sjálfstæð gagnrýni kemst að og stjórnin er mjög afskiptalítil þar sem ekki er um pólitísk málefni að gera, þurfa menn lítt að óttast það, þótt þeir geri embættisafglöp, því að»„góð sambönd“ og mútur geta þar gert kraftaverk. Enginn maður má búast við því að geta náð rjetti sínum. Þess vegna er það skiljanlegt, að virð- ing fyrir lögum og rjetti sje jafn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.