Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 6
418 LfcöBOK MOKGLNtíLALaiWiá SKIMÓA LANDNÁM E / SCORESBYSUND MARGIR MERKIR gestir hafa komið til Reykjavikur í sumar, en það er nú orðið svo títt, að það er talin eðlileg afleiðing þess að ísland er ekki lengur einangrað, heldur orðið þátttakandi í samskiftum þjóða og er miðstöð á flugleiðinni nulli Norður Ameríku og Evróp.u. Margskon- ar ráðstefnur hafa hjer verið haldnar og hingað hafa komið erlendir í- þróttamenn og listamenn og margir aðrir góðir gestir. En einna mesta athygli vakti þó ein heimsókn, bæði vegna þess að hún kom óvænt og hafði á sjer nokkurn ævintýrablæ. Það var þegar danska skipið „Sværd- fisken“ kom hingað með stóra Eskimóafjölskyldu frá Scoresbysundi. — Skipið var á leið frá Angmagsalik til Scoresbysunds, en hrepti af- takaveður, laskaðist og varð að leita hjer nauðhafnar. Löng og hættu- leg leið er á milli Angmagsalik °g Scoresbysunds. Angmagsalik er í há- vestur af Bjargtöngum, en Scoresbysund í hánorður af Horni og eru um 900 km. þar á milli. — Einar Mikkelsen, sem var stofnandi nýlendunn- ar í Scoresbysund, var sjálfur með skipinu. Mun mönnum þykja fróð- legt að heyra af hans eigin munni hvernig þetta landnám hefir 4 gengið. Fer hjer á eftir samtal við hann um það hvernig nú er ástatt í nýlendunni, en siðan frásögn um fyrstu landnámsárin, tekin úr bók hans „De Östgrönlandske Eskimoers Historie“. Samtal við Ejnar Mikkelsen. ÞEGAR EJNAR Mikkelsen, hinn víðfrægi danski landkönnuður, yf- irumsjónarmaður austur græn- lenskra bygða var hjer um daginn á ferð hitti jeg hann snöggvast að máli og spurði hvernig nágrönnum okkar, þegnum hans, vegnaði. Hann var sem kunnugt er upp- hafsmaður að því að stofnuð var nýlendan í Scoresbysundi fyrir 25 árum. — Jeg get ekki annað en verið ánægður með starf mitt og hvern- únisíaflokksins í öllum löndum. En þar sem kommúnistaflokkar í öllum löndum fara eftir fyrirskip- unura Politbureau í Moskva er hjer í rauninni um að ræða yfirráð kommúnistaflokks Rússlands, ein- veldi Politbureau, einveldi Stalins. MEIRA ig Austur-Grænlendingum hefur vegnað þenna aldarfjórðung síðan Scoresby-nýlendan var stofnuð. Eins og þjer munið voru allir „land námsmennirnir í Scoresbysund teknir frá Angmagsalikhjeraðinu Það hefði aldrei farið vel að sækja þá til Vestur-Grænlands. Því lífs- skilyrðin þar eru. öll önnur en á austurströndinni. Þarf harðfengara fólk til að komast þar af. — Hve margir eru íbúarnir í Scoresbysurd nú? — Þeir eru samtals orðnir 270. En það voru 87 alls, sem þangað voru fluttir fyrir 25 árum. í Scoresbysund hjeraði lifa Eski- móarnir á selveiðum og bjarndýra- veiðum. Þar eru víðlendari veiði- svæði en í Angmagsalik hjeraðinu því Scoresbysund firðirnir eru alls 300 km. langir frá myrininu inn í fjarðarbotn. íbúarnir eru dreifðir þar í þrem bygðum. Því að sjálfsögðu er ekki hægt til lengdar að hafa þjettbýli, þar sem fólk lifir einvörðungu á veiðum, en veiðin er meiri þarna en við bjuggumst við. En ef fólkinu í Scoresbysund heldur áfram að fölga svona ört eins og verið hefur, þá er fyrirsjá- anlegt að selurinn og bjarndýrin verða ekki nægilegt viðurværi fyr- ir það er stundir líða. Þessvegna höfum við reynt að fá Eskimóana þar til þess að taka upp hákarla- veiðar. En þetta hefur reynst tals- verðum erfiðleikum bundið. Ekki hægt að fá veiðimennina þar, sem vanir eru að fást við bjarndýr og sel, að hafa áhuga fyrir hákarla- veiðum. Frekar að hægt sje að fá unglinga og gamalmenni til þess. Fullgildum veiðimönnum þykir það niðrandi að fást við hákarlinn. — Geta þeir haft nokkuð á móti því að stunda hákarlaveiðar, ef önnur atvinna reynist ekki nægi- leg til þess að komast af? — Þjer verðið að taka það með í reikninginn, að hjer er um þjóð- flokk að ræða, sem fyrir hálfri öld eða rúrrlega það lifði fullkom- lega á menningarstigi steinaldar- mannsins. Þegar tengdafaðir minn Gustav Holm, fann austurgræn- lenska kynflokkinn haf ði hann ekk- ert samband haft við aðrar þjóðir og lifði sem einangraður steinaldar- þjóðfiokkur. Og það var ekki fyr en árið 1895Í sem Angmagsalik nýlend an var stoínuð og þetta fólk komst í skipulagt samband við umheim- inn. — Hve margt fólk var þá í Aust- ur-Grænlandi? — Alls voru það 330 sálir. En nú eru íbúarnir orðnir 1550 alls í Angmagsalik og Scoresbysund. Svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.