Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 419 þetta er nokkuð ör fjölgun, að fólks talan skuli hafa 5-faldast á hálfri öld. Þegar maður lítur á hversu skammur tími er liðinn síðan Eski- móar þessir voru á algeru menn- ingarlegu frumstigi, er það hrein furða hvað áunnist hefur. Á marg- an hátt hefur það gengið greiðleg- ar að mennta og manna Austur- Grænlendingana en Eskimóana á vesturströndinni. Því af reynsl- unni þaðan hafa menn getað var- ast ýms mistök, sem þar áttu sjer stað. Það má t. d. telja góðan árang- ur að kynstofn er lifði fyrir rúm- lega hálfri öld á steinaldarstigi, skuli nú eiga menn, sem hafa get- að tekið að sjer að vera kennarar 1 kennaraskóla fyrir Austur-Græn- lendinga. Og fólk af þessum stofni skuli hafa getað mentast til þess að sinna öðrum álíka vandasöm- um störfum. En alt fyrir það reyndist sem sagt erfiðleikum bundið að koma á breytingu á atvinnuháttum þeirra eins og þegar á að fá þá til þess að stunda nýjan veiðiskap. Þegar þeir eru komnir út í húð- keip sinn út í þá náttúru, sem er þeim kær og góðkunn, þá grípur lífsfögnuðurinn þessi náttúrunnar börn og þeir hugsa meira um að syngja gleði sína út yfir vík og vog en stilla lífsvenjur sínar eftir því sem kröfur tímans heimta af þeim eða þarfir bús og barna. V. St. LANDNÁMIÐ Undirbúningur. Hinn 21. júlí 1924 sigldum vjer fram hjá Langanesi á íslandi og tókum beina stefnu á Scoresby- sund. Nú átti brátt að fást úr því skorið hvorir höfðu rjettara fvrir sjer, þeir sem þekkingu höfðu á siglingum við Grænland eða hinir, sem höfðu myndað sjer skoðanir um það heima hjá sjer. Alt gekk vel. Á leið okkar varð aðeins strjáll ís, sem ekki varð okkur til minnsta trafala, enda þótt við værum þetta snemma sumars á ferðinni. Á tæpum sólarhring sigldum við í gegn um það ísbelti, sem fróðleiksmennirnir heima höfðu sagt að væri ófært. Og hinn 24. júlí köstuðum við akkerum í mynni Scoresbysunds. Ferðin hafði gengið of vel. Við komum of snemma, því að hellu- ís var á firðinum eins og snjóhvít breiða alla leið milli Tobinhöfða og Brewsterhöfða. Það var þýðing- arlaust að ætla sjer að komast í gegn um þennan ís, og við urðum því að bíða þangað til hann leysti. Það skeði 28. júlí, nokkru seinna en undangengin 10 ár. — Og nú leysti ísinn af svo mikilli skynd- ingu, að áður en okkur varði var skipið komið í sjálfheldu milli rek- íssins og strandíssins. Um stund leit svo út sem skipið mundi brotna í spón og allar fyrirætlanir okkar verða að engu. Þetta stóð aðeins nokkrar mínútur, en þær voru lang ar eins og eilífðin sjálf. Við slupp- um með það að stýrið brotnaði og skuturinn laskaðist, og það var nógu slæmt. Þegar hættan var um garð geng- in og ísrekið hætt, sáum við að við vorum illa staddir. Hvert gátum við farið á stýrislausu skipi? Hvernig áttum við nú að rannsaka stað- hætti þarna við sundið og finna þá höfn, sem nýlendunni var nauð- synleg vegna væntanlegra sigl- inga? Við sendum skeyti til Danmerk- ur um óhappið og fengum það svar að stjórnarfarið „Godthaab“ lægi við ísland og mundi koma að sækja okkur ef við hættum þá algerlega við nýlendustofnunina. Þar með átti þá öll okkar fyrirhöfn að vera unnin fy.rir gíg, og andstæðingar ný lendustofnunarinnar gátu stært sig af því að hafa haft rjett fyrir sjer um það, að engin leið væri til þess að sigla þangað. Á skipinu voru aðallega ungir menn og óvanir norðurferðum, en enginn þeirra ympraði á því að hlaupast frá því hlutverki, sem þeir höfðu tekið að sjer og með þegj- andi samþykki allra var svo tilboð- ið afþakkað. „Godthaab“ fór frá fs- landi, við vorum þarna einir og höfðum ekki á aðra að treysta en okkur sjálfa. Þegar leiðangur Amdrups rann- sakaði Scoresbysund árið 1900, sáu þeir að inn úr Rosenvingesvík skarst annað hvort dalur eða fjörð- ur, sáu ekki hvort heldur var vegna íss. Við vorum skamt frá þessum stað og fórum því þangað land- veg og komumst að raun um að þarna var hin ákjósanlegasta höfn og að norðanverðu við hann ágæt- ur staður til þess að reisa þar mið- stöð nýlendunnar. Eftir nokkra daga tókst okkur með miklum erfiðismunum og stórri hættu að koma skipinu þang- að. Nefndum við höfnina Amdrups höfn í þakklætisskyni við G. C. Amdrup flotaforingja. Nú hófst annríki mikið við að koma vörum og farangri á land. Við hröðuðum öllu eins og unt var og vonuðumst eftir að geta rei^t húsin og gengið frá öllu fyrir haust ið. En þá var að ákveða hvort við ættum að halda heimleiðis á hinu bilaða skipi, eða hafa þarna vetur- setu. Það var eigi aðeins húsaviður, sem þurfti að koma í land, heldur einnig matvæli og ýmiskonar út- búnaður fyrir landnemana. Alt varð að bera á bakinu upp úr fjör- unni, og allir hjálpuðust að. Þegar er húsaviðurinn var komin á iand tóku smiðirnir til að byggja hið stóra hús, sem átti að vera mið- depill nýlendunnar í framtíðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.