Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 10
422 LESBÓK MORGUNBLAÐSfNS Haldið norður á bóginn. Komið við á ísafirði. Veturinn leið og sumarið kom Og þegar fært var að sigla var alt tilbúið bæði í Scoresbysundi og í Angmagsalik. í Scoresbysundi höfðu öll husin verið reist og tilbúin að taka á móti innflytjendunum. Og í Angmagsa- lik voru landnemarnir tilbúnir að fara um borð í skipið, sem Græn- landsstjórn sendi þangað til þess að flytja þá norður til hinna r.ýu heimkynna og nýrra veiðistöðva. Hinn 16. ágúst 1925 kom „Gustav Holm“ til Angmagsahk og sigldi þaðan nokkrum dögum seinna með 87 Angmagsalik-búa um borð, þar á meðal tilvonandi nýlendustjóra og prest. Þetta fólk var nú að kveðja alt sem því var kært, ætt- ingja og vini, heimili og bernsku- stöðvar. En það voru ekki miklar geðshræringar að sjá á Eskimóun- um framar venju. Engir táruðust þeir á skilnaðarstundinni. Þeir kink uðu aðeins kolli til vina og ættingja sem komnir voru til að kveðja þá. Undir smellum blaktandi fána á hverju húsi, hundgá og gleðilátum barna, ljetti skipið akkerum og rak upp þrjú hás gól. Og svo lagði það frá landi, langt út á haf. Fjöllin blánuðu í fjarska og hurfu seinast alveg, og enginn af landnemunum gat átt von á því að fá að sjá þau nokkru sinni framar. Þeir tóku öllu þessu með mestu ró, eins og þeirra er siður. En hvernig skyldi þeim hafa verið inn- an brjósts þegar þeir sáu ekkert annað en haf, þessir menn, sem altaf þræddu sem næst landi af ótta við hafið, þegar þeir voru á ferð? Ferðinni var fyrst heitið til ís- lands, því að í ísafirði átti að vígja Sejer Abelsen til prests. Til þess var sendur þangað grænlenskur prófastur. Vígsluhátíðin varð Eski móunum ofurlítið sýnishorn af þeirri menningu, sem þeim er alla jafna hulin. Að henni lokinni var svo aftur haldið á stað og komið til Scoresbysunds hinn 4. sept. Sjúkdómar og andstreymi. Hjer var þá kominn 87 manna hópur frá Angmagsalik og auk þess ljósmóðir frá Vestur-Grænlandi og maður hennar. Þetta var gott fólk duglegir veiðimenn og duglegar húsmæður, sem höfðu haft kjark til þess að rífa sig upp úr heima- högum og reyna að sjá sjer far- borða á þessum ókunnu slóðum. Þegar allir farþegarnir voru komnir í land ásamt farangri sín- um, eldunaráhöldum, fatnaði, ka- jökum, sleðum, hundum o. s. frv. gengu vetursetumennirnir um borð og svo kvaddi „Gustav Holm“ og fór sína leið. Og nú urðu land- nemarnir að treysta á sjálfa sig og þá aðstoð, sem Danir gátu veitt þeim. Mest var nú undir dugnaði veiðimannanna komið, því vetur- setumenn höfðu sagt að ágæt veiði- svæði væri þarna í Scoresbysundi. En fyrstu mánuðirnar urðu land- nemunum erfiðir. Þeir höfðu flutt með sjer inflúensu að heiman. Hún ágerðist meðan staðið var við á íslandi og á leiðinni norður, en magnaðist um allan helming eftir að komið var til Scoresbysunds. Ánægja landnemanna yfir því að vera komnir í áfangastað, varð enda slepp, því að þeir veiktust nær all- ir, og deifð og vonleysi kom í stað- inn. Konurnar gátu ekki sint hús- störfum sínum. Karlmennirinir treystu sjer ekki til að stunda veið arnar eins og skyldi — og altaf versnaði pestin. Sumir fengu lungnabólgu og fyrir nýár höfðu gömul hjón og ung kona látist, og lítið barn dó skömmu síðar. Það hafa verið dapurlegar hug- renningar sem ásóttu landnemana þessa fyrstu mánuði, og ekki bætti það úr að þeir voru haldnir hjá- trú, sem þeir höfðu tekið í arf frá hinum heiðnu forfeðrum sínum Hjer sáu þeir alls staðar merki eft- ir horfna kynslóð og kofarústirnar spáðu þeim hörðum forlögum. Áttu þeir að verða hjer strádauða eins og fyrirrennarar þeirra? Hvíldi ein hver bölvun yfir þessu landi? Var hjer fullt að illum öndum, sem ömuðust við því að menn settust þar að? Þeir þráðu að komast heim til Angmagsalik aftur. Þeir vissu ekki að inflúensan geisaði þar líka og lagði 25 af frændum þeirra í gröf- ina á sama tíma og hún geisaði hjer í Scoresbysundi. Til allrar hamingju fyrir land- nemana og framtíð nýlendunnar var á meðal þeirra maður, sem þeim þótti vænt um og báru virð- ingu fyrir og gátu leitað styrks og ráða hjá. Það var Johan Petersen. Hann talaði kjark í þá, hjúkraði hinum sjúku og hjálpaði þeim á allan hátt. Sjálfur hafði hann trú á framtíð nýbygðarinnar og þegar veikin tók að rjena tókst hor.um að sannfæra þá um að þeir ætti betri daga í vændum. Bygðin hefir blómgast. Johan Petersen reyndist sann- spár. Veiðin reyndist góð fyrir þá sem gátu stundað hana og þegar vorið helt innreið sína og sólin kom aftur, þá smárjenaði hjátrú land- nemanna og þeir fóru að stunda veiðarnar af kappi. Og veiðin hefir altaf verið góð síðan. Með veiðiskap geta landnem- arnir aflað sjer meiri matar en þeir og fjölskyldur þeirra geta torg að. Af selskinnum fá þeir meira en nóg til fatnaðar, því að þeir geta veitt þetta um 4000 seli á ári. Auk þess er gnægð bjarndýra og refa á þessum slóðum. Fyrir loðskinn geta þeir keypt það, sem þá langar til að eignast. En því miður fer það hjer eins og annars staðar að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.