Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 425 vjer vitum. Vor innri maður er upplýstur og vermdur af andans sól, en ytri maðurinn nýtur yls og ljóss þeirrar sólar eftir viti og þroska sínum. Af þessu er auðskilið hve háska- legt er að miða alt við hið sjáan- lega og vilja ekki trúa að til er ann- að en það, sem menn geta þreifað á. Slíkt leiðir beint til myrkurs, og þeim, sem aldrei hafa viljað nota innri sjón eða skilning, fer líkt og náttuglum og leðurblökum, þegar þeir koma yfir um. Hugsanir manns eru andlegt líf hans, og hann verður að geta nært það frá andlegri uppsprettu, til þess að það sje heilbrigt. Hið andlega getur ekki orðið af neinu öðru en kærleika. Kærleik- urinn er kjarni alls, og hann getur ekki komið frá neinum nema guði, sem er sjálfur kærleikurinn. Guð er í sólinni í andans heimi og þess vegna er hún einskær kærleikur og ljós hennar vísdómur samfara ylnum, sem er kærleikur. — Það er upp sprottið í guði, og andrúmsloft hans og ljóm- inn, sem hann býr í, og þar er hann sjálfur þungamiðjan. Út frá þess- ari sól hefur alt skapast sem til er. Alt er ein óslítandi heild, sem ó- sjálfrátt leitar sameiningar og sam- ræmis, af því það er hvað öðru háð, alt frá sömu uppsprettu og leitar sama óss. í heimi andans er hvorki rúm nje tími, heldur fyllir andinn rúm og tíma, án þess sjálfur að minka eða vaxa, og þannig er því einnig var- ið með kærleikann, því að hann er alls staðar nálægur. Vilji og skilningur (eða skynsemi). Menn vita að alment er alt miðað við og metið eftir því hvort það er gott, eða hvort það er satt. Til þess að geta metið það hafa menn öðlast tvær gáfur: vilja og skilning. Vilj- inn er víðtæki hins góða og skiln- ingur viðtæki hins sanna, af því að hið góða stendur í sambandi við kærleikann og hið fanna stendur í sambandi við vísdóminn. „Sá mað- ur, sem eklu aðgreinir nákvæm- lega bfcssi tvö viðtæki, vilja og skiining, og gerir sjer ljósa grein fyrir hlutverki þeirra og þýð- ingu, mun án árangurs leita and- legrar þekkingar og skilnings á andlegum efnum.“ Alt hið góða á upptök sín í guði og ekkert af því sprettur upp í manninum. Andinn er jákvæður af því að hann lifir, en efnið er nei- kvætt af því að það er líflaust. Sá maður er vitur, sem ályktar að enginn sje vitur nema guð. En sá sem þykist vitur og góður er heimskingi, hversu „gáfaður“ eða „lærður“ sem hann kann að vera. „Mannleg skynsemi hefur að- setur í stóra heilanum, þeim hluta sem er við ennið, en viljinn hefur aðsetur í litla heilanum, sem er aftan í höfðinu.“ (Þessi kenning var viðurkennd og dásömuð á al- þjóða læknaþingi í Þýskalandi snemma á þessari öld, og var Svedenborg þar talinn langt á und- an tímanum). Það má öllum vera augljóst, að sá maður, sem byggir á röngum forsendum, verður andlega ruglað- ur, óheilbrigður, því að þá hugsar hann og breytir samkvæmt því öf- ugstreymi, sem honum finst þá jafn sjálfsagt eins og hinum heil- brigða finst hið sanna og rjetta. Hver maður veit líka, að vitur mað- ur, sem fylgir ljósi sannleikans, forðast girndir og fýsnir og hefur taumhald á þeim. Hinn vitri hefur dómgreind, af því að hann trúir á guð, en ekki á sjálfan sig. Heimsk- inginn trúir ekki á guð, heldur á sjálfan sig, heldur að hann sje góð- ur og vitur af eigin ramleik. En hver maður getur horfið frá villu síns vegar vegna þess að hann hef- ur sjálfstæðan, frjálsan vilja. Hið mannlega vit getur hafist svo hátt að menn verði lí'kir engl- um í vísdómi. Vilji manns getur líka lyfst upp í yl kærleikans, eftir því sem verk hans eru meira í sam- ræmi við alt sem gott er og fag- urt, í samræmi við sannleikann. En alt sem fer í bág við sannleika og kærleika, leiðir menn afvega. Þegar rr.e m vita að skilningurinn er hæfileikinn til að móttaka ljós- ið, ljósið, sem í eðli sínu er vís- dómurinn sjálfur, þá liggur í aug- um uppi hvað honum er nauðsyn- legt að nota rjett það ljós, því að þá verður hinn hæfileikinn, vilj- inn til hins góða, æ sterkari. Þetta tvent, hið góða og sanna. sameinar og samtengir alt og alla af því að það er eðli þess að líða inn í alt, sem tekur á móti viðnámlaust. Á þessu byggist alt samband við æðri verur, þótt oftast viti þær nje við ekki af því. En fyrir þá, sem ekki vilja viðurkenna ljósið liggur vegurinn „norður og niður“, því að þeir hljóta að lenda þar, sem ekki er ylur og ljós sem snúa við því bakinu. Þetta fá þeir ekki skilið, því að þeir hafa útilokað sig frá skilningi. Menn muni hvað mikið þeim er í sjálfs- vald sett. Bænin. Það er mannlegt að vera breisk- ur, og menn verða það altaf þang- að til þeir hafa náð fullum þroska. En að snúa sjer frá sínu eigin lífs- eðli og uppruna er hið eina sem er verulega hættulegt. Menn þurfa að gera sjer grein fyrir þessu. og biðja guð um hjálp. Allir góðir menn um allan heim ættu að sam- einast í þeirri miklu bæn. Yfirleitt eru áhrif sálarkraftanna viðurkend, en það er ekki svo alm. að menn geri sjer grein fyrir áhrif- um guðs á sál mannsins. Þetta kem-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.